SÍB tíðindi - 07.10.1993, Qupperneq 2
varlegt brot yðar hvað varðar meðferð á fjár-
munum bankans, þ.e. einkaafnot á sjóði og
óheimil meðferð ávísana. Með vísan til greinar
11.2.4 í kjarasamningi bankamanna er yður hér
með vikið úr starfl."
Þessi fyrirvaralausa riftun kom gjaldkeran-
um gjörsamlega í opna skjöldu og kannaðist
hann ekki við þær ávirðingar sem honum voru
gefnar að sök, enda hafði hann aldrei verið
áminntur fyrir vanrækslu í starfi.
Starfsmaðurinn fékk ekki að skýra mál sitt
fyrr en tveimur mánuðum eftir uppsögnina.
Hann taldi uppsögnina ólögmæta og mótmælti
þeim ásökunum sem á hann voru bomar og
óskaði eftir því að uppsögnin yrði dregin til
baka, en á það var ekki fallist. í framhaldi af
því stefndi hann bankanum til að greiða sér
bætur.
Mál bankans gegn starfsmanninum var
byggt á hæstaréttardómi frá 1977. í honum
felst m.a. að bankagjaldkeri megi ekki afgreiða
sig sjálfnr.
í dómsniðurstöðu imdirréttar segir að ekki
hafi verið lögð fram ákæra á hendur banka-
gjaldkeranum vegna meints fjárdráttarbrots og
opinber rannsókn fór ekki fram á meintu broti
gjaldkerans. Óumdeilt var að gjaldkerinn af-
greiddi sig sjálfur. Ekki þótti þó sýnt fram á
það af hálfu bankans að gjaldkerinn hefði gert
það í auðgunarskyni. Ekki var heldur fallist á
það að gjaldkerinn hafi með athöfnum sínum
reynt að hylja ummerld eða leyna broti. Upp-
lýst var að engar skriflegar reglur lágu fyrir um
störf gjaldkera.
Dómur undirréttar í þessu máli var á þá leið
að bankinn greiði gjaldkeranum upphæð sem
svaraði til launa í fjóra og hálfan mánuð, þ.e.
þriggja mánaða uppsagnarfrestur og einn og
hálfur mánuður vegna 20 ára starfsafmælis.
Niðurstaða dómsins var staðfest í hæstarétti.
Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins, fékk gjaldk-
erinn ekki enduráðningu.
Staða samningamála
Eins og kunnugt er hefur SÍB verið með
lausa kjarasamninga frá því 1. mars sl. Síðan
þá hefur hvorki gengið né rekið í samninga-
gerðinni. SÍB gerði samninganefnd bankanna
tilboð sem fólst í því að framlengja eldri samn-
ingum óbreyttum gegn því að bankamir gripu
ekki til uppsagna á starfsfólki vegna skipulags-
breytinga á samningstímanum. Á þetta var ekki
fallist. Landsbanldnn greip þvert á móti til sárs-
aukafullra fjöldauppsagna þann 1. júní, eins og
öllum er í fersku minni. Þar með var tilboð SÍB
um framlengingu óbreyttra samninga úr gildi
fallið. Samninganefndir SÍB og bankanna hafa
þó fundað um framtíð Bankamannaskólans og
aðild útibússtjóra að SÍB með gildistöku nýrra
laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
Flest félög opinberra starfsmanna eru einnig
með lausa samninga og engar viðræður um
kjaramál hafa farið fram við ríkið um nokkuð
langa hríð. BSRB, Kennarasambandið og fleiri
aðilar, sem eru án kjarasamnings, hafa metið
stöðuna með líkum hætti og SÍB, að miðað við
óvissuna í atvinnumálum væri sterkara að vera
ekki bundinn af kjarasamningi til langs tíma.
Kjarasamningur á sömu nótum og ASÍ gerði í
vor hefði heldur ekki fært félagsmönnum SÍB
nema rúmlega 4500 króna eingreiðslu, að frá-
dregnum sköttum, þann 1. júní.
Nú bíða menn eftir því að sjá hvort Alþýðu-
sambandsfélögin segi upp kjarasamningi sínum
fyrir 10. nóvember, eins og þau hafa heimild til
ef forsendur samninganna eru brostnar vegna
aðgerða stjómvalda. Nokkur félög og lands-
hlutasamtök innan ASÍ hafa þegar lýst yfir að
til uppsagna á kjarasamningum muni koma.
Ólíklegt er að nokkuð gerist í samningagerð-
inni hjá SÍB fyrr en niðurstaða liggur fyrir hjá
Alþýðusambandsfélögunum, en verði af upp-
sögnum eru kjarasamningar ASÍ-félaganna
lausir frá 1. janúar nk.
Launafólk borgar brúsann
Það er ekki ný saga á íslandi að launafólk sé
látið greiða herkostnaðinn í glímunni við efna-
hagsvandann. Óhætt mun þó að fullyrða að nú
keyri úr hófi fram. Hrap kaupmáttar ráðstöfun-
artekna á mann síðustu mánuði og horfur í
þeim efnum, em með þeim hætti að samtök
launafólks hljóta að fara að grípa til sinna ráða.
Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar
minnkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
um 1,7% árið 1992. í spá Þjóðhagsstofnunar
frá í júlí er reiknað með að kaupmátturinn rými
um 6,7% í ár. Stofnunin gerir ráð fyrir að á
næsta ári verði hann 3,9% minni en á þessu ári.