Harpan - 01.12.1939, Blaðsíða 3

Harpan - 01.12.1939, Blaðsíða 3
HARPAN 3 Þór Jónsson. Dróltsetar: Elín Pélursdóttir og Kristjana Káradóttir. Verðir: Her- mann Hermannsson og Árni Kárason. Stúkan heldur fundi sfna í Barnaskólanum 2.- 3. hvern laugardag kl. 9 e. h.— Næsli fundur er ákveðinn laugardaginn 30. des. Þeir, sem æskja inntöku í stúkuna snúi sér til umboðsmanns Sigurðar Gunnarssonar Bjólfsg. 6, Seyðisfiröi. Seyðfirðingar! Frestið ekki góðu áformi. Fjölmennið í stúkuna Dagrenning þeg- ar á næsta íundi. Með því leggið þér traustan grundvöll að eigin framtíð og styðj- ið um leið gott og þarft málefni. Rl ft'a Á síðasta fundi sínum ákvað stúkan Dagrenning að gefa út nýtt blað, sem nefnist Harpan, og nú heiisar lesendum sínum í fyrsta sinn. Blað- ið mun koma út mánaðarlega fyrst um sinn, og verður selt í lausasölu á 10 aura. Harpa litla m.un, eftir því setn rúm leyfir, ræða við ykkur um safnaðarmál, bind- indismál og menningarmál og yfirleitt allt það, er hún telur að verða megi til fram- fara, fróðleiks og gagns fyrir bæjarbúa. Almenn landsmál eða stjórnmálaþref mun hún aftur á móti algjörlega Ieiða hjá sér. Við vonum, að þessu litla blaði veröi vinsatnlega og vel tekið af öllum, og aö Harpa litla megi verða auðfúsugestur á hverju heimili hér t bænum, sem öllum geti tniðlað gagnlegri vakning og hollri fræðslu, svo engan þurfi að yðra þess, aö hafa sýnt henni gestrisni og góðar viðtökur. r . Að tilhlutun stúkunnar Dagrenning var eftirfarandi áskorun til þings ’ og stjórnar borin um bæinn til undirskriftar: „Sökum ríkjandi dýrtíðar, vörúskorts og skömmtunar á helstu lífsnauðsynjum, og rneð því að enn er ekki lögfestur réttur kjósenda til að ráða því, hvort áfengisútsala skuli bönnuð t kaup- stöðum landsins, þá skoru n við undirritaðir kjósendur á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva nú þegar öll áfengiskaup til landsins og áfengisútsölu, og gildi sú stöðv- un á meðan stríðið stendur". Undir áskorun þessa hafa þegar ritað nöfn stn 257 kiósendur. Vegna óhagstæðra skipaferða, varð að hraða söfnun undirskrifta meira en hentugt var. Hefði vafa- laust verið auðvelt að fá miklu fleiri nöfn, ef tími heföi verið nægur. Eru þeir beðn- ir afsökunar, sem ekki náðist til með skja! þetta, en heföu viljað skrifa nöfn sín á það. — Svipaðar áskoranir munu hafa verið sendar úr öðrum kaupstöðum lands- ins. Leikurog um það vart á tveirn tungum,'að ekki síst á yfirstandandi alvörutímum, sé það með öliu óverjandi, að láta innkaup skaðlegra eiturlyfja sitja fyrirkaupum á lífsnauðsynjum almennings.

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/1726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.