Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.12.1931, Síða 17

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.12.1931, Síða 17
» 17 k. GLETTINGANES Lendingin er i norðaustur af Glettinganesbænum. Austan vi8 hana liggur Glettinganestangi í norður úr nesinu. Lendingin er i suður. Malarbotn. Leiðarmerki eru engin. Norðaustanvert utan við mynni lendingarinnar er boði. Þegar inn er komið, er lend- ingin talin góð. 1. KJÓLSVÍK Lendingin, kölluð „Ker“, er niður af Kjólsvíkurbænum, sunnan við syðsta bökuhornið. Klapparbotn. Engin leiðarmerki. Lendingin er slæm, en skárst um fjöru. Boði er rétt suður undir bökuhorninu. m. BREIÐAVÍK (Steinsfjörulending) Lendingin er norðan við Dreiðuvík, utan við klettahlein, sem er stutt utan við krókinn, þar sem víkin beygist lil austurs. Leið- armerki eru engin. Lendingin er i norður. Malarbotn. Lending- in er hrein, en talin miður góð, bezt um hálffallinn sjó. n. LITLAVÍK (Kambsvíkurlending) Lendingin er sunnan i Breiðuvík, í fyrsta bás sunnan við Litlavíkurbæinn. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er í suð- vestur. Malarbotn, nokkuð stórgrýtt. í mynni bássins er sker. Lendingin er talin miður góð. o. HÚSAVÍK Lendingin er sunnanvert við klöpp, sem liggur fram i sjó fyrir miðri Húsavík, undir horninu á Húsavíkurkambi, sem er beint upp af klöppinni. Lendingin er í norðaustur. Malarbotn og kiappir. Leiðarmerki eru engin, en farið er eftir dæld, sem er sunnan við Húsavikurkamb og á að bera í Dallandspart, sem er miðbærinn i víkinni. Einn hoði er i lendingunni nærri fjör- unni. Lendingin er talin góð, bezt um hálffallinn sjó. 106. GEITHELLNAHREPPUR a. STYRMISHÖFN Lendingin er suðaustan við Þvottárland. Stórgrýtt fjara. Lendingin er grunn, betri um flóð en um fjöru. Talin slæm vegna brims og grynninga.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.