Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1990, Blaðsíða 23
19
Hæfni fólks til starfa.
I atvinnulífinu hafa orðið miklar breytingar frá því sem áóur
var. Dregið hefur úr þungum og erfióum störfum vegna meiri
vélvæðingar. I þess stað hafa komió störf er krefjast langrar
reynslu, verk- og fagmenntunar. Almenn menntun vinnandi fólks
er einnig meiri en áður. "Vinnugeta" eldra fólks helst þvi
lengur en áður. Fyrirtækin hafa því ekki sömu þörf fyrir að
"yngja upp" sem áður. Oft á tíðum er þaó því sóun aó láta 67
ára gamalt fólk hverfa aö fullu úr starfi.
Núverandi ellilífeyrisreglur draga úr möguleikum
atvinnulifsins að notfæra sér hæfni eldra fólks.
Vilji fólks til starfa.
Komið hefur fram að vinnuþátttaka eldra fólks er tvö-þrefalt
meiri hér á landi en á öórum Norðurlöndum enda rikti ekki
atvinnuleysi hér á landi á þessum tima (3,4)_
Flest eldra fólk hættir launavinnu "af illri nauðsyn" en ekki
af eigin ósk(3). Er þaó mun hærra hlutfall en t.d. í Danmörku,
þar sem aóeins 25% af ellilífeyrisþegum óska eftir þvi aó
hefja vinnu aftur.
Ellilifeyrisþegar eru oft einstæóingar og staóreynd er aó
tveir komast betur af en einn.
Margir veigra sér einnig viö aó hverfa úr vinnu vegna ótta vió
einangrun, sakna vinnufélaga, tilbreytingar og þeirrar lifs-
fyllingar sem starfió gefur - enda af kynslóó sem sjaldan féll
verk úr hendi.
Bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu nema við bestu
aðstæður. Stjórnmálamenn veróa að gera sér ljóst aó þó aö
ellilifeyrir sé miðaður við lægstu laun ófaglærðs fólks með
smávegis prósentuhækkun, duga þau laun fáum til framfærslu
enda án yfirborgana og yfirvinnu. Ellilifeyrisþegar bera þvi
skaróan hlut frá borói.
Án efa mundi atvinnuþátttaka t.d. margra ófaglæróra breytast
verulega t.d. ef lifeyrisréttindi þeirra væru færð i sama horf
og háskólamenntaóra (tafla 1).