Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1990, Qupperneq 39

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1990, Qupperneq 39
- 35 - Athyglisvert er aó kransæðastifla er mun tíðari í ættum þeirra eldri er kvarta um vinnustreitu meóal karla og kvenna, (marktækt meóal kvenna) meira en hinna er ekki bera fram slikar kvartanir. Háþrýstingur er marktækt algengari (P< 0,05-0,01) meóal karla og kvenna er kvarta um streitu. Hafa ber i huga að hér er um fylgnisamband aó ræóa sem er ekki þaó sama og að orsakasamband sé sannaó. Þeir sem kvarta um streitu hafa leitaó marktækt meira til lækna vegna maga-/skeifugarnarsárs, bakverkja og kvarta meira um þreytu og höfuóverk en hinir. Meira er um fjarvistir vegna veikinda ( > 8 daga á ári) og mikla aukavinnu, meóal þeirra er kvarta um vinnustreitu en annara. I heild leita þeir er kvarta um vinnustreitu meira til lækna, hafa legió mun oftar á sjúkrahúsum (konur) og taka frekar lyf, sérstaklega taugaróandi lyf og vítamin, en þeir er ekki kvarta um vinnustreitu. Þeir reykja meira, þyngjast, en stunda mun meira iþróttir og viróast hugsa meira um heilsuna en aórir. Oft er hér á ferð yngra fólk sem hlotió hefur meiri menntun og hefur frekar mannaforráð en aórir. Tióari skipti um störf og ibúó gæti verió afleióing frekar en orsök streitu? Hvað er til ráóa ? Streita er flókió vandamál og á engan hátt full rannsakaó fyrirbæri. Úr niðurstöóum ýmsra erlendra rannsókna má lesa aó eóli vinnu skiptir oft meira máli en atvinnugrein. Hröó og tilbreytingalaus vinna, samfara litilli stjórn starfsmanna á vinnutilhögun er meiri streituvaldur en vinna sem gefur starfsmönnum nokkurt sjálfstæói . Þessu viröist ööruvisi varið hér á landi, þar sem atvinnurekendur og háskólamenntaðir viróast þjást mest allra stétta af streitu þó að þeir ráöi aó öllu jöfnu meira um vinnutilhögun en aórir. Skýringin á þessu fyrirbæri gæti m.a. verið miklar kröfur sem gerðar eru á viökomandi innan og utan fyrirtækis. Þegar nálgast 50 ára aldurinn viróast menn komnir á lygnari sjó.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.