Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Blaðsíða 6
1) 63 unglingar leituðu í 96 skipti til Rauða kross hússins í Tjarnargötu árið 1989.
Meðalaldur 16-17 ára. Aðstæður þessa hóps voru sem hér segir:
• Atvinnulausir 65%
• Mikil vímuefnaneysla 35% (næstum dagleg hassneysla)
• í vinnu eða í skóla 35%
• Flosnað upp úr skóla 40%
Um 50% áttu lögheimili í Reykjavík, 15% annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og 35% úti á
landi.
Mörg þessara ungmenna telja sig vera "heimilislaus". Áfengi er helsti vímugjafinn.
Ef aðeins eru teknir þeir sem ættu að vera í vinnu þá eru 84% atvinnulausir, en 60% í leit að
vinnu. Af 41 atvinnulausum voru 48% í "mikilli neyslu".
Hátt á þriðja þúsund súntala ungmenna bárust og af þeim voru 94 í sjálfsmorðshugleiðingum.
2) 72 unglingar á aldrinum 13-23 ára leituðu til Utideildar Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur 1989 vegna umtalsverðrar neyslu fíkniefna. Aðstæður margra vom bágbomar.
3) Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafði afskipti af 206 ungmennum á
aldrinum 15-25 ára á ámnum 1989 en 261 árið 1988 vegna fíkniefnaneyslu. Um 30% þeirra
vom atvinnulausir. Vúnuefni tengjast stómm hluta afbrota þessara ungmenna.
4) Atvinnulausir unglingar. Meðal ungmenna 15-24 ára á öllu landinu jókst atvinnuleysi
(samfellt í 3 mánuði) úr 32 í 259 á tímabilinu 28.02.1989-28.02.1990. Um 60% þeirra búa í
Reykjavík.
5) Unglingaheimili ríkisins hefur sinnt göngudeildarþjónustu. Árið 1989 komu 112
unglingar þangað. Aðstæður þessara unglinga em sem hér segin
16% höfðu flosnað úr skóla án þess að ljúka gmnnskólanámi og 9% vom í sérskóla.
43% voru í töluverðri eða mikilli neyslu, 17% notuðu hass og um 28% vora með óljósa
neyslusögu, en talin vera í blandaðri neyslu.
25% skjólstæðingahópsins höfðu verið kærð til lögreglu einu sinni eða oftar (viðauki V).
6) Unglingar með ákaerufrestun þ.e. ákæm er frestað skilorðsbundið. í þann flokk falla
233 unglingar á aldrinum 15-21 árs.
Aðstæður þessara unglinga em sem hér segir:
Aldursskiptíng:
Piltar Stúlkur
199 34
15-17 ára 72% 71%
18-19 ára 23% 24%
20-21 árs 5% 6%
100% 101%
A
-4-