Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Page 8
9) SÁÁ upplýsir að ungu fólki fjölgi mjög meðal sjúklinga á Vogi. Af 1500 sjúklingum sem
vistast þar árlega eru 500 yngri en 30 ára. Aðstæður þessa hóps eru sem hér segir:
Ekki lokið skyldunámi
Atvinnulausir
Nota amfetamín
Nota kannabis
Sprauta sig í æð
26%
40%
40%
20%
16%
Á árinu 1987 voru 331 25 ára eða yngri vistaðir á Vogi og um 30% voru stúlkur.
Ofneysla áfengis er mjög tíð meðal þessa fólks. Meirihluti þessara ungmenna hefur búið við
mjög erfiðar heimilisástæður.
10) Landlæknisembættið hefur framkvæmt 3 kannanir meðal framhaldsskólanema þ.e. árin
1984, 1986 og 1989. Samkvæmt síðustu könnun virðist sem áfengisnotkun hafi heldur aukist
en færri unglingar á aldrinum 15-19 ára hafi neytt kannabis en áður. Um 1% unglingar á
framangreindum aldri neyta kannabis a.m.k. einu sinni í viku. Mest ber á áfengisneyslu.
11) Af umsögnum nokkurra skólahjúkrunarfræðinga virðist sem ekki hafi borið mikið á
kannabisneyslu meðal grunnskólanemenda síðustu 3-4 árin en vart varð nokkurrar aukningar
sl. haust.
12) Samtökin Krossinn sem eru trúarleg samtök hafa rekið heimili, byggt af eigin fé, fyrir
ungt fólk sem illa er farið af vímuefnaneyslu. Mörgum hefur þar verið komið til góðs lífs þegar
öll sund voru lokuð. Þetta heimili hefur engan stuðning fengið frá ríki eða borg.
13) Krýsuvíkursamtökin hafa tekið nokkra mjög alvarlega skaddaða einstaklinga í vistun
og meðferð. Má fullyrða að hér er um þrautalendingu að ræða því að meðferð á stofnun hefur
reynst árangurslaus. Nú taka fáar stofnanir við þeim nema fangelsin. Eins og stendur hafa þessi
samtök engan opinberan styrk en fengu fyrir nokkru aðstoð frá fjármálaráðuneytinu.
Lokaorð og tillögur til úrbóta:
Ekki er hægt með vissu að fullyrða um heildarfjölda ungmenna í þessum hópum því að sömu
einstaklingamir koma fyrir í fleiri hópum en einum. En þeir skipta ekki tugum heldur
hundruðum.
Kannanir meðal framhaldsskólanema benda til þess að ofneysla áfengis sé helsta
vímuefnavandamálið en að heldur hafi dregið úr kannabisnotkun á undanfömum ámm. Trúlega
hefur því fræðsla og fyrirbyggjandi starf undanfarinna ára borið nokkum árangur. Þessar
kannanir ná þó einungis til þeirra er stunda nám og þess vegna fæst lítil vitneskja um þau
ungmenni sem fallið hafa úr námi og hér er fjallað um. Á síðasta ári mun þó hafa verið nokkur
aukning á kannabisneyslu meðal unglinga að áliti skólahjúkrunarfræðinga. Aukning mun vera á
kókaíni í umferð meðal fólks sem komið er af skólaaldri. Heróíns hefur ekki orðið vart. Tíðni
snefunar er svipuð og áður.
Meðal unglinga sem leita aðstoðar hjá félagasamtökum og félagsmálastofnunum vegna
vímuefnaneyslu ber mest á þeim er:
1) Búa við erfiðar heimilisaðstæður.
2) Hafa hætt í grunnskóla.
3) Em atvinnulausir.
Neysla vímuefna og fíkniefna meðal þessara unglinga er margfalt tíðari en
meðal þeirra er stunda nám eða einhverja vinnu. í hópi þeirra er vistast á
sjúkrastofnunum em vímuefnaneytendur ört stækkandi hópur. Ferill margra þeirra hefur mótast
af erfiðu uppeldi, brottfalli úr skóla og erfiðleikum að festa sig í starfi. Ferill unglinga sem hafa
-6-