Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1976, Síða 239
Með því að bera saman upprunalegt tvívetnismagn vetrarlagsins
og tvívetnismagn þess lags, sem eftir situr að hausti, má finna
hversu stór hluti ársúrkomunnar sest að í jöklinum sem ís og hversu
stór hluti rennur burtu sem leysing fyrsta sumarið. Með því að
mæla vatnsgildi hjarnlagsins að hausti má siðan reikna út heildar
ársúrkomu á viðkomandi stað.
Safnað hefur verið sýnishornum úr fjölmörgum staðbundnum
lindum, ám og lækjum víða um land og tvívetnismagn þeirra mælt.
Þá hefur tvívetnismagn vetrarlags verið mælt víða á helstu jöklum
landsins. Þessar niðurstöður eru notaðar til að teikna ítarlegt kort,
sem sýnir magn tvívetnis í úrkomu á öllu landinu.
Kortið sýnir, að tvívetnismagn úrkomunnar er allbreytilegt frá
einum stað til annars. Úrkoma við strendur landsins er auðugust
af tvivetni, en siðan minnkar það jafnt og þétt inn að landmiðju.
Landslag getur þó valdið nokkru fráviki frá þessu, þar sem úrkoma
á há fjöll inniheldur að jafnaði lítið tvívetni.
Af rannsóknum á tvívetnismagni ískjarna, sem tekinn var úr
Vatnajökli, ásamt rannsóknum á hlutfalli súrefnissamsæta ískjarna
úr Grænlandsjökli, má ráða, að tvívetnismagn úrkomunnar á hverj-
um stað hefur haldist nokkuð óbreytt síðastliðin 8000 ár.
Samkvæmt þessu sýnir tvívetniskortið hlutfall vetnissamsæta í
úrkomu á fslandi síðastliðin 8000 ár.
Fyrir þann tíma, þ.e. frá því á ísöld og 60 000 ár aftur í tímann,
var tvívetnismagn úrkomu hér á landi miklu minna en það er í
dag. Innihaldi grunnvatn mjög lítið tvívetni, er því ástæða til að
ætla, að það sé eldra en 10 000 ára. Slikt vatn finnst á einum stað
á íslandi eða nánar tiltekið í borholum á Húsavík og í norðanverð-
rnn Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu.
Mælingar bæði á tvívetnismagni grunnvatns og magni súrefnis-
samsætunnar O18 hafa staðfest, að allt grunnvatn á íslandi, bæði
heitt og kalt, er að uppruna regn. Jafnframt sýna þessar mælingar,
að tvívetnismagn vatnsins hreytist ekki á leið þess um berggrunninn.
Tvívetnismagn linda og hvera er oft mjög frábrugðið tvívetnis-
magni úrkomu á sama stað. Með því að bera fengnar niðurstöður
saman við tvivetniskortið, er hins vegar oft hægt að finna hvar þetta
vatn hefur fallið sem regn og rennslisleið þess neðanjarðar.
Þannig hefur tekist að kortleggja allítarlega kalt grunnvatns-
streymi á þrem stöðum á landinu. Þessi svæði eru: vatnasvið Þing-
235