Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1976, Page 240
vallavatns, vatnasvið Þórisvatns og svæðið suðvestur af því allt
niður í Landssveit og svæðið norðan Vatnajökuls norður í Axarfjörð.
Tvivetnismælingar hafa verið framkvæmdar á vatni frá flest
öllum hverasvæðum landsins. Þessar mælingar hafa eindregið stað-
fest eftirfarandi hugmyndir um uppruna jarðhitans.
Hveravatnið er að uppruna regn. 1 flestum tilfellum er það regn,
sem hefur falhð á hálendi landsins. Þar nær það að seytla djúpt
niður í berggrunninn. Hinn almenni varmastraumur bergsins hitar
vatnið upp og ræðst hitastig vatnsins verulega af því, hversu djúpt
það kemst, en berghiti vex með dýpi. Vatnið getur síðan streymt
neðanjarðar allt að 150 km leið uns það nær að leita upp um sprung-
ur og misgengi á láglendi landsins. Svo virðist sem heita vatnið
geti streymt jafnt í allar áttir út frá hálendinu, án tillits til sprungu-
stefna, sem ríkja i yfirborðsbergi.
Á svæðum þar sem aðeins fáar mælingar hafa verið framkvæmd-
ar, hefur fengist gróf en þó þýðingarmikil mynd af uppruna og
rennslisleiðum hveravatnsins. Á svæðum, þar sem ítarlegri mæl-
ingar hafa verið gerðar, hefur tekist að draga tilsvarandi fínni
drætti í myndina. Hafa í sumum tilfellum fundist fleiri en eitt heitt
vatnskerfi innan sama jarðhitasvæðis.
Loks eru niðurstöður tvívetnismælinga á heitu vatni dregnar
saman á einni mynd, sem sýnir uppruna og rennslisleiðir flestra af
heitum grunnvatnskerfum landsins.
Þá hefur tekist að ráða nokkuð í aldur grunnvatns, þ.e. hve langt
er síðan það féll til jarðar sem regn.
Þannig bendir allt til þess, að vatnið í köldum grunnvatnskerf-
um sé tiltölulega ungt, vart meira en fárra áratuga eða jafnvel að-
eins nokkurra ára gamalt að meðaltali.
Heita vatnið er augljóslega mjög misgamalt, en þó í flestum til-
fellum miklu eldra en kalt vatn. Yngsta vatnið virðist aðeins fárra
áratuga gamalt, en það elsta frá því á síðustu ísöld.
236