Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Qupperneq 2
2
BARNADAGURINN 1939
1 'f' ■-■■■
Einkaframleiðandi:
lrkk-ög MBLNiNGflR*|jIDDl h
VERKSMSÐJRN F
>00000000000000000000000000000000
| Ferðist |
0 og 0
l flytjið |
o vörur yðar með skipum o
! - ' I
! H.í. Eimskipafélags Islands. |
o o
COOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<EJ
—“——
H vannbergsbræður
Reykjavik. SKÓVERZLUN. Akureyri.
Fjölbreytt úrvai
af allskonar skófatnaði jafnan fyrirliggjandi.
Verðið hvergi lægra.
ÁVARP
FRÁ FORMANNI „SUMARGJAFAR“.
Barnavinafélagið Sumargjöf á fimmtán ára afmæli nú á
þessu vori. Það var stofnað í aprílmánuði 1924.
Félagið var fámennt í fyrstu og átti engar eignir, en
eymdarástand æskunnar í Reykjavík talaði sínu máli, og
þegar farið var að vekja athygli á því hvert stefndi, þá
vaknaði brátt áhugi. Allar hendur voru á lofti til hjálpar og
stuðnings. Mun það hafa aukið álit félagsins, að allir unnu
þar kauplaust og hverjum eyri, sem félagið komst yfir, var
þegar varið til þess að bæta úr brýnustu þörf eftir föngum.
Sama vorið og félagið var stofnað, kom það þegar á dag-
heimili. Fékk það kennaraskólann lánaðan yfir sumarmán-
uðina og Grænuborgartún fyrir leikvöll. Það sama sumar var
og starfræktur leikvöllur í Vesturbænum, haldið garðyrkju-
námskeið fyrir börn að sumrinu og smíðanámskeið að vetr-
inum. Síðan hefir félagið stöðugt fært út kvíarnar, unz það
á nú tvö dagheimili: Vesturborg og Grænuborg með túnum,
leikvöllum, leiktækjum til úti og inni starfsemi. Eru nú
eignir félagsins yfir 70 þúsund króna virði að mati, fyrir
utan túnin, sem eru mikil og dýrmæt eign. Grænuborgartún
var stórgrýtisurð, þegar félagið tók við því. Er það nú girt,
sléttað og ræktað.
Þessi rit hefir félagið gefið út:
Sumargjöf, Fóstru, Barnadagsblaðið og Sólskin. Tíunda
bókin af Sólskini er komin út, og er með sama sniði og í
fyrra, því að þá var hún vinsælust. Seldust af henni hátt á
þriðja þúsund eintök um sumarmálin. Hafði félagið meiri
ágóða af henni en nokkurri hinna, þrátt fyrir mikla verð-
lækkun, eða ef til vill vegna hennar.
Þótt eignir félagsins hafi vaxið, hefir það þó varið mestu
fé sínu í þarfir barnanna, einkum til reksturs dagheimil-
anna. Hafa þær upphæðir farið mjög vaxandi árlega, enda
nýtur það nú styrks af bæ og ríki, þótt það hafi verið óstyrkt
fram að síðustu árum.
Á síðastliðnum vetri starfrækti félagið í fyrsta sinn vetr-
ardagheimili. Samkvæmt endurskoðuðum reikningi félagsins
voru „brúttó“-tekjur og gjöld félagsins árið 1938 samtals
60 þúsund krónur.
Má segja það með sanni, að vöxtur og viðgangur félags-
ins hafi farið langt fram úr því, sem jafnvel hinir bjartsýn-
ustu velunnarar félagsins hafa þorað að vona.
Eftir þeirri kynningu, sem eg hefi haft af samskonar starfi
erlendis, býst eg við, að í samanburði við efni og mannmergð
muni hvergi safnast meira fé í þarfir barna en hér.
En það er að þakka hinum sameiginlegu átökum. Það er
því að þakka, að hver einasti Reykvíkingur stígur ínn í hið
komandi sumar með fórnfýsi í huga og hjálpandi hönd í
þarfir vorgróðans í þjóðlífinu.
Enn er uppeldisástand vort fjarri því að vera viðunandí.
Sumum börnum er misboðið,, og fá ná þeim þroska, andleg-
um og líkamlegum, sem þeim er áskapaður. Enn hefir Sum-
argjöf náð aðeins fáum áföngum á leið sinni að markinu.
Hún þakkar öllum þeim, sem vilja styðja hana á þeirri leið
og óskar þeim gleðilegs sumars.
Steingrímur Arason.