Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Page 4
4
BARNADAGURINN Í939
Aíííaf
1
QJ5
aiH
aiH
m
en þó sérstaklega á hátíðum
og tyliidögum, þurfa inenn á
Hárvötntmi,
Ihnvötotím ©g
Bofctínardropíim að halda.
Vér framleiðum þessar vörur úr réttum
efnum, með réttu verði.
Fást í öllum verzlunum.
Áfetraisverzlun rfkisins.
Kaupið
Reykjavík.
Sími: 1431.
Síinnefni: Völundur.
glugga, hurðir og lista
hjá stærstu timburverzlun og-»
trésmiðju landsins.
Hvergi betra verð.
Kaupið gott efni
°g góða vinnu.
Pegar húsin fara að eldast,
mun koma í Ijós, að það
margborgar sig.
Timburverslunin
VÖLUNDUR H.F.
Sumardvaíarsiaðir barna.
Eftir frú Estrid Falberg-Brekkan.
Ritstjóri „Barnadagsins“ hefir beðið mig um lýsingu á
sumardvalar-starfseminni fyrir börn í Svíþjóð, og í eftir-
farandi línum vil ég reyna að gefa stutt yfirlit.
í uppruna sínum er þetta kristileg líknarstarfsemi, sem
rétt eftir 1870 var rekin á nokkrum stöðum í landinu.
Starfsemin breiddist eftir það mjög skjótt út, og á hverju
ári bættust fleiri og fleiri dvalarstaðir við, og um síðustu
aldamót var þessi starfsemi orðin fastur liður innan skóla-
^tarfseminnar. — Það var hvorki veitt sem einskonar fá-
tækrastyrkur né sem ölmusa, heldur var það gert að föst-
um og enganveginn þýðingarlitlum lið í hinu almenna upp-
eldiskerfi þjóðarinnar.
Árið 1915, þegar talið var að starfsemin væri 40 ára
gömul ,gaf Kennarafélag Svíþjóðar út rit ásamt allmörg-
um hagfræðilegum töflum, sem gáfu mjög skýrt og athygl-
isvert yfirlit yfir það stórfellda starf er framkvæmt hafði
verið á þessum 40 árum.
1915 voru það 87 stærri og minni bæjarfélög í Svíþjóð,
er kostuðu sumardvalarstaði (sommarkolonier) fyrir þús-
undir barna — og síðan hefir börnunum, sem koma á dval-
arstaðina fjölgað ótrúlega mikið.
Þá fyrst er kennarar bamaskólanna, ásamt læknum og
mörgum öðrum, sem áhuga höfðu fyrir social-starfsemi,
höfðu skipað sér fremstum í fylkingu, fóru svo að segja
öll félag3leg samtök, er sinna hugsjónamálum, einnig að
láta til sín taka í starfinu. Fjöldamörg óháð, kristileg fé-
lög kosta nú og reka fleiri hundruð sumardvalarstaði fyr-
ir börn; er Hjálpræðisherinn þar einna fremstur. — Þá
koma bindindissamtökin, I.O.G.T. rekur fjölda, æskulýðs-
félög Góðtemplara (S.G.U.), Bindindissamband sænskra
skóla (S.S.U.H.) o. s. frv.
Fyrst framan af var eingöngu hugsað um skólabömin í
þessu sambandi, en á seinni árum hefir einnig verið komið
á fót sumardvalarstöðum fyrir smábörn innan skólaaldurs.
Nákvæmar tölur eða skýrslur frá allra síðustu árunum,
verður fyrir hin fyrstu æviár, því að lengi býr að fyrstu
gerð. Þjóðin eykst fyrst og fremst að vizku og mannkost-
um sakir viturlegs og göfugs barnauppeldis.
Enginn virðist hafa haft gleggra auga fyrir þessu en
Barnavinafélagið Sumargjöf. Eins og kjarngóðum braut-
ryðjanda sæmir, hefir það jafnan lagt meiri stund á at-
höfn en orð. Um hálfan annan áratug hefir það árlega tekið
fjölda barna, sem vaxtar- og gróðuraðstöðuna áttu versta,
flutt þau af götum Reykjavíkur, gefið þeim sumar og
græna bala, hreint loft, holla fæðu, hlúð að þeim og lagt
þannig merkilegan skerf til þess, að mörg hundruð synir
og dætur þjóðarinnar yrði Rraustarí og betri menn. Og
þegar hver maður á landi hér, vinnur að velferð íslenzkra
bama af jafnmikilli fórnfýsi, skilningi og áhuga og Barna-
vinafélagið Sumargjöf, þá stefnir beint til þeirrar aldar, er
sígildir mannkostir verða fullvalda í vitund einstaklinga
og þjóðar.
:'j Jakob Kristinsson.