Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Page 5
BARNADAGURINN 1939
5
hefi ég ekki fyrir mér, en það er víst, að hreyfingin hef-
ir vaxið stórkostlega hin síðustu ár.
Nú má það vera öllum ljóst, að til þess að reka svo yf-
irgripsmikla starfsemi, eins og hér er um að ræða, þarf
mikla og örugga skipulagningu til þess að hún geti heppn-
ast. En ég hika ekki við að fullyrða, að þegar frá upphafi
starfseminnar átti Svíþjóð menn, en þó sérstaklega konur,
sem það kunnu til fullnustu. Það er naumast hægt að hugsa
sér neitt samfélag, sem er betur skipulagt, og þar sem allt
er í svo góðri röð og reglu, eins og það, er ríkir meðal barn-
anna á sænskum sumardvalarstað. Hreinlæti, reglusemi og
stundvísi — starf, hvíld, leikir, kurteisi og hlýðni eru orð,
sem standa á stefnuskránni. Og það eru engar ýkjur, þegar
ég segi, að það er mjög sjaldgæft að finna heimili, þar sem
slík stefnuskrá er látin gilda eins vel og á mörgum þeim
sumardvalarstöðum barna í ýmsum hlutum Svíþjóðar, sem
ég hefi komist í kynni við.
Það er líka almennt viðurkennt, að börnin, eftir sum-
arvistina á dvalarstaðnum, eru ekki einungis þyngri og sól-
brenndari, þegar þau koma heim, heldur hafa þau jafnvel
tekið framförum á öðrum sviðum. Það er ósjaldan sem
maður heyrir mæður koma fram með undrun sína og þakk-
læti yfir að börnin hafi tekið sér fram við sumardvölina,
orðið þægari, vinnusamari, hjálpfúsari og kurteisari en
áður.
.Fyrstu 50 árin voru það alltaf kennslukonur, sem stjórn-
uðu sumardvalarstöðunum. Sænskar kennslukonur af hin-
um upprunalega stofni voru svo að segja undantekningar-
laust sjálfar frá góðum, menntuðum heimilum, þar sem
heilbrigt heimilislíf var orðið að erfðavenju. Og þær voru
venjulega trúaðar þannig, að hið kristilega hugarfar var
ekki ytra skin, helaur innri sannfæring. Þær sameinuðu
þær verklegu og andlegu gáfur, sem til þess þurfti að
leysa af hendi svo erfitt og ábyrgðai'mikið verkefni, sem
það var, að skapa raunverulegt fyrirmyndarheimili fyrir
þau 30 börn, sem hver tók að sér í sumarleyfinu. Það voru
þær, sem lögðu hinn fyrsta trausta grundvöll fyrir starf-
semina, og á honum hefir jafnan verið byggt síðan.
Hvað viðvíkur fé til þess að standast kostnað af þessari
starfsemi, gildir það sama og í öllum mannúðar- og hug-
sjónamálum, að það voru einstakir menn og félagsleg sam-
tök, sem útveguðu og gáfu fé til fyrstu sumardvalarstað-
anna. En það Ieið ekki á löngu áður en einnig var hægt
að útvega fjárveitingar frá bæjarfélögunum, og það oft í
talsvert ríkum mæli. En að sama skapi varð starfsemin auð-
vitað að vaxa, og af því hefir aftur leitt, að ennþá meira fé
varð að útvega, því alltaf var fjöldi barna, sem þurfti að fá
sumardvöl, en ekki var hægt að taka við. Samt sem áður
hefir það venjulega heppnast stjórnum sumardvalarstað-
anna að fá fé það er útheimtist. Mjög oft má þakka það ör-
Iæti einstaklinga, sem í ríkum mæli hafa gefið minningar-
gjafir, t. d. um látna ættingja, eða merkisdaga eins og af-
mælisdaga, silfur- eða gullbrúðkaup eða því um líkt, ein-
mitt til þessarar starfsemi. Stundum kemur það t. d. fyrir,
að einstaklingur skuldbindur sig til að greiða kostnaðinn
við einhvern vissan sumardvalarstað barna í nokkur ár.
Þannig þekki ég frá Gautaborg, þar sem ég um nokkurra
ára skeið tók virkan þátt í þessari starfsemi, nokkra lækna
og kaupsýslumenn, sem árlega lögðu fram 4—5000 kr. til
reksturs sumardvalarstaða, sem kenndir voru við nöfn lát-
inna vina eða skyldmenna — það er líka naumast hægt að
Dær vörur, scm
fdst á hvcrjum
tímu rcynast allt-
af vel hjd
Verzlunin Björn Kristjánsson
Jón Björnsson & Co.
y
T
±
i
i
i
Látið börnin drekka
i
y
f
t
1
I
f
Frcyju
suðusúkkulaði.
Það er nœrandi og styrkjandi drykkur.
l
I
t
♦x**x**x**x**x**x**x-x**x**x**x*<**x*»>*x**x**x**x**x**x**x**x**x**x**;**
SUMARGJÖr, sem tryggir framtíðbarnsins yðar. I
Barnatrygging frá »Sjóváirygging« er trjöf, sem
þér sjáið aidrei eftií að hafa lagfnokkrar krónur i.
Talið við okkur sírax á morgun.
Sjóváiryggingarfjelag íslands
Líftryggingardeild.
Aðalskrifstoft Tryffgingarskrifstofa:
Eitnskip, 2. hæð. Carl D. Tulinius & Co. h.f. (
Strai 17ð0. Austurstrseti 14. Sími 1730,
T„' ■ ■ J5T-. — ........■ ■ ii B ■.■ ----------------