Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Qupperneq 8
8
BARNADAGURINN 1939
Nýjung í byggingariðnaði.
Byggingameistarar, húsasmiðir!
Forifoluhurðir úr stáli
erum við farnir að smíða. Pær
hafa mikla kosti fram yfir þær,
sem hingað til hafa verið notaðar,
en eru þó édýrari.
Komið á verkstæði okkar og
skoðið uppsetta hurð,
sem þar er.
Nýja bllkksmitlfaii
Norðurstíg 3b
Sími: 4672
VÍSIS-kaffið
gcrir alla glaða.
Pað mælti mín móðir.
Valin Ijóð eftir 30 íslenzkar konur.
Tilvalin fermingargjöf. Fæst hjá bóksölum.
Svo lengi, sem þjóðln fæðir skáldmæltar og ,
hugsjónaríkar mæður, fæðast skáld á’íslandi. ]
Lang
ódýrasfa
þvoffa-
duffið
Mjm
Lifið um öxl yfir 15 ár.
js Eftii’ ísak Jónsson.
í æfi einstaklingsins þykja það ætíð merkileg tímamót,
þegar komið er á fermingaraldur og fullorðinsárin byrja.
Margs er að minnast, en meira þó að vona. Segja má,
að sama gengi um félög og fyrirtæki. Þau eiga sitt bernsku-
og brekaskeið. Svo kemur reynslutími fullorðinsáranna,
sem sýnir og sannar, hvers má af þeim vænta.
Barnavinafélagið Sumargjöf stendur á þessum merki-
legu tímamótum. Það er nú 15 ára, og þykir því viðeiga
að líta yfir farinn veg.
Skipa má starfsemi félagsins þessi ár í þrennt:
1. Almennt vakningarstarf, er beinst hefir að því, að
sameina einstaklinga, stéttir og stjórnmálaflokka um
átök vegna æskunnar — fyrst og fremst í Reykjavík
— og að auka skilning manna á þörf fyrir betri og
heillavænlegri uppeldisaðgerðir.
2. Rekstur dagheimila og fjáröflun til að standast kostn-
aðinn af starfrækslu þeirra.
3. Að koma upp eigin húsum með tilheyranai áhöldum
inni og úti.
Ógerningur er að tína fram nokkrar tölur um árangur
af starfsemi þeirri, sem getið er um í 1. lið, hér að framan.
Félagið hefir þó fulla ástæðu til að vera ánægt með undir-
tektir borgarbúa og þakklátt þeim. Síauknar undirtektir,
ný og ný fjáraflamet eru órækur vottur um samúðina og
skilninginn. Út um land, í bæjum og þorpurn, hefir fé-
lagið og sýnilega haft áhrif, með því að nokkuð víða hefir
verið tekin upp samskonar starfsemi.
Um annan starfsliðinn — dagheimilin —- er þetta að
segja í stórum dráttum:
Félagið hefir rekið dagheimili í 12 ár, 3—31/2 mánuð
að sumrinu. Árin 1927—’29 starfaði dagheimili ekki, en
aðaláherzla lögð á fjársöfnun til húss — Grænaborg 1930.
Annars hafa dagheimilin starfað og börn notið vistar
á þeim eins og- hér segir:
1924—’26 104 börn, 1930 30, 1931 55, 1932 60, 1933 87,
1934 118, 1935 134, 1936 254 (tvö dagh.), 1937 247 og
1938 280. Þannig hafa alls 1369 börn notið vistar á vegum
félagsins til ársloka 1938, eða 114 börn til jafnaðar á ári,
þessi 12 ár sem fél. hefir rekið dagheimilin.
Að lokum er svo þess að geta, að félagið á fasteignir og
áhöld, sem voru s. 1. áramót um 70 þús. kr. að mati.
Félagið hefir enga löngun til að ofmetnast yfir því sem
áunnist hefir, því að þetta er minna en það hefir dreymt um
að verða mætti og verða þyrfti í náinni framtíð, enda er fé-
lagið nú að slíta barnsskónum.
Það hefir heldur ekki neina ástæðu til að örvænta, því að
„mjór er mikils vísir“. Félagið hefir göfug málefni að berj-
ast fyrir. Það hefir margs góðs að minnast, en meira þó
að vona. — Og haldi svo sem horfir, má ætla, að félagið
geti enn — og það betur en nokkru sinni áður, gefið ein-
hverjum börnum GLEÐILEGT SUMAR.