Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Side 12
12
BARNADAGURINN 1939
X
X
Prjónastofan „Iðunn“ 5
ReykjaAík ^
X
&
framleiðir allskonar prjónafatnað, svo sem:
Sjómannapeysur,
Barnapeysur,
Kvenpeysur,
Nmrföt kvenna og barna úr ull.
Heildsölubirgðir:
G. Helgason & Melsted h.f.
Reykjavik
§ Hringið í síma
1505
þegar yður vantar í matinn.
1 tMjöfSáSm „Múrf@U“
Botnvörpugarn
Dragnótagarn
Línugarn
Bindigarn
Saumgarn
o. fl. hampvörur
H.f. Hampiðjan, Reykjavik.
Sími: 4390. Símnefni: Hampiðja.
eins og t. d. ef einhver hér gerði eftirlíkingu af Þingvöllum í
garði sínum.
í garðinum er mesti sægur blóma. Tökum fyrst lotus-
liljuna. Hún á að vera ímynd hreinleikans, því að hún kemur
hrein og hvít upp úr forugri tjörninni. Hver sérstakur hluti
hennar er notaður. Ræturnar í kælandi drykki, blöðin til að
vefja utan um ávexti eða annan mat, sem soðinn er við gufu,
blómstrið til nautnar vegna fegurðar og ilms, og fræið er
talið hið mesta sælgæti, hvort sem það er borðað ferskt eða
þurrkað og sykrað.
„Peonian" hefir stundum verið kölluð „drottning blóm-
anna“. Hún er oft fagurrauð eða bleik á litinn, og álíka stór
og lotus-liljan. Hún er tákn auðlegðar og hamingju. Þetta
blóm hefir vakið sérstaka samúð vegna þess, að keisara-
drottningin Wu, er uppi var á 8. öld, heimtaði að „peonian"
spryngi út í hallargarðinum um hávetur, þegar allt var þakið
snjó. En þegar blómin skirðust við að hlýða, varð hún svo
reið, að hún lét uppræta hverja jurt í höfuðborginni eða
grennd við hana. Af þessu blómi eru um 90 mismunandi teg-
undir, er hver hefir sitt skáldlega nafn.
„Orkediur" (orchids) eru hinar verðmætustu og fágætustu
meðal blómanna. Þær eiga að tákna yndisleik einverunnar,
því þær eru oft í afskekktum, forsæluríkum dölum. Það er
sagt, að þær hafi þá dyggð, „að njóta sjálfar síns eigin ein-
mana yndisleiks", og láta sér í léttu rúmi liggja, hvort litið
er á þær eða ekki. Þær eru ófúsar á að lifa í borgum. Vitr-
ingar, sem gerast einsetumenn uppi á fjöllum, og lítilsvirða
auðlegð og völd, eru kallaðir „einmana „orkediur", í af-
afskekktum dal“. Þetta blóm hefir hina yndislegustu angan.
Hinar verðmætustu „orkediur", sem bera nafnið bli’en
Mengliang, eru þannig á litinn, að þær verða næstum ósýni-
legar, þegar þeim er difið í vatn, því þær hafa lit vatns-
ins sjálfs — þær eru gagnsæjar.
Það mætti halda óendanlega áfram að telja hin mismunandi
blóm, sem öll eiga það sameiginlegt, að þurfa sól og góðan
garðyrkjumann, sem annast þau af alúð, svo þau þrífist og
verði til yndis og ánægju þeim, er á þau líta. Hann þarf að
vera vinur blómanna!
Oddný E. Sen.
Sumardagurinn fyrsti — barnadagurinn — er eini dag-
ur ársins, sem er helgaður börnunum opinberlega.
KAUPIÐ Barnadagsblaðið! Athugið þar hina fjöl-
breyttu skemmtiskrá! Verið nógu fljót að ná í aðgöngu-
miða.
Sá, sem ekki sækir einhverja af hinum ágætu skemmt-
unum barnadagsins, mun iðrast þess allt árið.