Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Side 6
4
BARNADAGSBLAÐIÐ
Viðtal við Þórhildi Ölafsdóttur, forstöðukonu.
Snemma á árinu 1945 lagði Þórhildur Ólafsdóttir, forstöðu-
kona í Tjarnarborg, fyrir stjórn Sumargjafar tillögur um að
koma á fót stofnun, sem hefði það að markmiði að mennta
starfsfólk fyrir barnaheimili. Tíðindamaður blaðsins hefir í
tilefni af þessu haft viðtal við forstöðukonuna:
Hvað telur þú að hafi valdið mestum örðugleikum við starf-
semi Sumargjafar undanfarin ár?
Mestu vandræðin tel ég hafa verið þau, að geta ekki full-
nægt eftirspurn foreldra um dagheimili og leikskóla. Það
ATHAFNASAMIR SNÁÐAR í TJARNARBDRG
er þreytandi að þurfa sífellt að neita þeim, sem sjáanlegt er
að þurfi hjálpar þeirrar með, er þessi dagstarfsemi veitir.
Húsnæðisleysið hefir hér sem annarsstaðar staðið góðu máli
fyrir þrifum. En þó mun vöntun á hæfum starfsstúlkum
ekki sízt hafa hamlað heilbrigðum vexti á starfsemi Sumar-
gjafar.
Já, hveimig verður bætt úr vöntun á hæfum starfsstúlkum ?
Með því að koma upp sérstofnun, sem menntar stúlkur,
er starfa ætla við barnaheimili. Reynslan sýnir, að slíkar
stúlkur þurfa að vera úrvals manneskjur og vel menntaðar.
Hafa ekki stúlkur leitað sér slíkrar menntunar utan lands ?
Jú, en það eru ýmsir örðugleikar á því. Nefna má það,
t. d., að engin vissa er fyrir því, að stúlkur, sem leita sér
slíkrar menntunar ytra, viti hvort þær eru hæfar í starfið,
áður en þær fara. Hér heima mundi slík stofnun vera í sam-
bandi við heimili Sumargjafar. Og í starfi á heimilunum
mundu stúlkurnar fljótlega finna, hvernig þeim félli vinnan.
Og forstöðukonurnar mundu þá sjá, hve hæfar þær væru til
þess. — Slíkur skóli, sem væri í sambandi við barnaheimili
Sumargjafar, mundi hafa bezta aðstöðu til að kynna sér,
hver þörfin er hér, og hvernig .menntunin þarf að vera.
Hvernig ætti slík stofnun að vera?
Námstíminn ætti að vera tvö ár, um níu mánuði hvort ár,
eða alls 18 mánuði. Ætlað er, að 10 námsmeyjar geti verið
í hvorri deild. Og skiptist námið í bóklegt og verklegt nám
að hálfu. Verklega námið færi fram í barnaheimilum Sumar-
BÖRN Á LEIKSVÆÐI TJARNARBGRGAR
gjafar. — Inntökuskilyrði munu verða gagnfræðapróf, eða
önnur samsvarandi menntun.
Hverjar yrðu helztu námsgreinarnar?
Uppeldis- og barnasálarfræði, heilsufræði og barnavernd,
.meðferð ungbarna, bókfærsla og búreikningar, söngur og
hljóðfærasláttur, handavinna, (teikning, leirmótun, föndur),
leikfimi (Plastic), hljóðkennsla, framsögn og upplestur, nær-
ingarefnafræði og matreiðsla, stjórn heimila og innanhúss
umgengni.
„Öruggasta barnaverndin er að koma upp nægilega mörg-
um dagheimilum og leikskólum, sem geta boðið upp á beztu
skilyrði og hafa valið og vel menntað starfslið“, segir ungfrú
Þórhildur, forstöðukona að lokum.
Fyrir rúmu ári skipaði stjóm Sumargjafar nefnd til að
athuga og gera tillögur um stofnun til að rnennta starfs-
stúlkur fyrir barnaheimili, er Sumargjöf gengist fyrir að
komið yrði upp. I nefndinni eru, auk Þórhildar Ólafsdóttur,
forstöðukonu, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og ísak Jóns-
son, formaður Sumargjafar. Málinu er nú það vel á veg komið,
að bær og ríki hafa lofað stuðningi sínum. Forstöðukona
hefir verið ráðin. En það er ungfrú Valborg Sigurðardóttir,
sem nýverið hefir lokið meistaraprófi í barnasálarfræði, í
Bandaríkjunum. Starfar hún nú þar vestra við dagheimili,
til þess að fá einnig verklega þekkingu í þessum efnum, áður
en hún tekur við þessu mikilsverða starfi. Hingað til lands
mun hún koma í júní n. k. Og svo er til ætlast, að stofnun
þessi geti hafið starfsemi sína, þegar á komandi hausti.
L J.
Merki
dagsins verða seld frá kl. 9 árdegis fyrsta sumardag. Þau
munu verða afhent skólabörnum í skólunum síðasta vetrar-
dag. En börnin verða að muna það, að ekki má selja merkin
fyrr en á sumardaginn fyrsta. Fyrsta sumardag verða merk-
in einnig afgreidd og tekið á móti peningum fyrir þau, í
barnaskólunum, undir yfirumsjón Bjarna Bjarnasonar,
kennara.
Nú er aðeins seld ein tegund af merkjum. Og kostar merk-
ið 3 krónur.
Allir með merki á sumardaginn fyrsta!
Hjálpum Sumargjöf til að koma upp fleiri „borgum“ fyrir
dagheimili og leikskóla!