Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Side 5

Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Side 5
BARNADAGSBLAÐIÐ 3 Frú AUÐUR AUÐUNS, bæjarfulltrúi: ÁRNI SIGURÐSSON, fríkirkjuprestur: Barnið og Sumargjöfin Það er ekki svo ýkja langt síðan nöfn eins og vöggustofa, leikskóli og dagheimili barna voru með öllu ókunn almenn- ingihér í bæ. Þá gátu börnin hér leikið sér nokkurnveginn óhult utan húss, án þess mæðurnar þyrftu að óttast um líf þeirra og limi eða þau óheillaáhrif, sem gatan getur haft á ómótaða barnssálina. En síðan þetta var hefur Reykjavík tekið miklum stakka- skiptum. Hinum öra vexti og stórstígum framförum bæjar- ins fylgir það, að mörg vandamál skapast, ekki sízt í sam- bandi við uppeldi barnanna. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur nú lengi unnið gagn- merkilegt starf í þágu yngstu kynslóðarinnar hér í bænum. Fyrir forgöngu þessa félags höfum við eignast vistheimili, dagheimili og leikskóla fyrir yngstu börnin, en þessar stofn- anir teljast nú ómissandi, og þær sem fyrir eru fullnægja ekki eftirspurninni. Heimili Sumargjafarinnar hafa aflað sér ákaflega mikilla vinsælda, og liggja að því ýmsaf orskir. Hjálparstúlkur á heimilum eru orðnar mjög dýrar og vandfengnar, ekki síst á heimili þar sem börn eru. Hinn öri vöxtur bæjarins og stóraukin umferð hafa orðið þess valdandi, að gatan er nú orðin barninu hættulegur vettvangur bæði andlega og líkam- lega, en barnaleikvellir koma ekki yngstu börnunum að full- um notum, nema þau séu í fylgd með stálpuðum börnum eða fullorðnum. Eitt er það, sem hefur stórlega aukið þörfina fyrir dagheimili og slíkar stofnanir, en það er, hve margar mæður, og þá aðallega einstæðar mæður, stunda nú atvinnu utan heimilis. Þetta hefur færst mikið í vöxt á stríðsárun- um með auknum atvinnumöguleikum, en áður áttu þessar konur varla annars úrkosta en að fara í vist með börn sín. Það hefur stundum bólað á þeirri skoðun, að dagheimilum og slíkum stofnunum væri samfara sú hætta, að þær slitu börnin úr tengslum við heimilið. Það er að vísu satt, að engu barni væri hollt að alast algerlega upp í slíkri stofnun, enda neyðarúrræði, sem leitast er við að komast hjá. í sinni réttu mynd eiga þessar stofnanir barnanna að haldast í hendur við heimilin eins og liður í uppeldi barnsins líkt og skólarnir gera. Ég er ein í hópi þeirra mæðra sem eiga börn í leikskóla hjá Sumargjöfinni, og tel mér það mikið happ. Þegar litli hnokkinn skokkar af stað í leikskólann verður fyrsta hugs- un móðurinnar Iíklega oft á þá leið, að mikill sé nú sá bless- aður friður og * kyrrð í húsinu, og að nú megi maður vera áhyggjulaus um öryggi litla angans næstu klukkustundirnar, sem megi verja óskiptum til ýmissa aðkallandi starfa. Hitt hugleiðum við líklega sjaldnar, hve drjúgan þátt leikskólinn á í uppeldi og mótun barnsins, að í skólanum fær athafna- hvöt þess eðlilega útrás í heppilegra umhverfi en flest heim- ili geta skapað, að þar lærir barnið frumreglur góðrar um- gengni við önnur börn auk þroskandi leikja og margs ann- ars, allt undir umsjá og handleiðslu fólks, sem hefur hlotið sérmenntun til þessa vandasama starfs. Það er áreiðanlega innileg ósk allra bæjarbúa, og þá ekki síst mæðranna, að starfsemi Sumargjafarinnar megi í fram- tíðinni eflast og vaxa til blessunar fyrir sem flesta litla Reykvíkinga. Auður Auðuns. VORIÐ BLESSAR I BÆINN „Kæra vor, þú blessar enn í bæinn, börnin taka kát í þína hönd.“ (Þ. Erl.) Enn hve Þorsteinn skáld Erlingsson hefir skilið það rétt að vorið og börnin — það tvennt — á saman. Vorið flytur börnunum fagnaðartíðindi, með fegurð sinni og hlýju, með blómailm og fuglasöng — ef börnin læra og kunna að meta þessi gæði, meta þau meir en göturyk og götulíf. Vorið er hinn inndæli tími gróandans. Þá losnar líf náttúr- ' unnar úr læðingi. Gróðurmagnað lífsaflið sprengir fræin í moldinni, fyrstu blöðin teygja sig upp í sólskinið, og jurtin tekur að vaxa. Jörðin, sem var grábleik, verður fagurgræn. Trén, sem voru eins og dökkir angar og fauskar að sjá, klæð- ast dásamlegu laufskrúði. Og ef þú kemur upp í sveit, færðu meira að sjá. Fuglar byggja hreiður sín. Fénaður dreifir sér um græna haga. Litlu lömbin koma og taka að trítla á efitr mæðrum sínum. Kýrnar eru leystar út og kunna sér ekki læti fyrst í stað. Frelsið, ljósið og ferska loftið er allt svo dásamlegt eftir innibyrgt svækjuloftið í fjósinu. Og mennirnir, þeir allir, sem enn eru náttúrunnar börn, finna mun á sér. Skapið verður léttara, lundin ljúfari, vonirnar bjartari. Já, þegar vorið er komið og grundirnar fara að gróa, þá langar fullorðnu sveitabörnin í bæjunum að bregða sér eitt- hvað þangað, sem náttúran brosir við þeim hrein og frjáls, til fjalla eða dala í fagurri sveit. Og ungu börnin í bænum, sem þekkja gæði og gleði sveitalífsins, fara að hlakka til þeirrar stundar, er pabbi þeirra og mamma lofa þeim að fara í sveitina til vinanna og kunningjanna, sem vilja lofa þeim að vera hjá sér. Og þá er nú gaman að vera svo röskur drengur og svo dugleg stúlka, að geta hjálpað eitthvað til, sótt hesta, rekið kýr, hlaupið kring um kindur, og snúið heyi og rakað, þegar sláttur kemur. Það er margt að starfa í sveitinni, en allt of fáar hendurnar til að vinna verk- in. Og sumardvöl á góðu sveitaheimili er gagnlegur skóli. Þá stundina eru freistingar götunnar langt í burtu. Þar er tæki- færi til að vinna verk, sem koma að gagni, en eru jafnframt hreinasta skemmtun. Og þar fæst sýnikennsla í mörgu því, sem skólarnir kenna aðallega með bókum, einkum þó í því að þekkja grös og blóm, og kynnast lífi dýra og fugla. Já, það er margt, sem vorið gefur fyrirheit um, þegar það blessar í bæinn og óskar gleðilegs sumars. Ég vildi nú með þessum fáu orðum taka undir rödd vors- ins og óska þess, að börnin taki glöð í þess gjöfulu hönd, og njóti sem bezt allrar gleði þess og unaðar. Gleðilegt sumar! Á. S. „Sólskin 1946“. Sumargjöfin sendir nú börnunum í Reykjavík „Sólskin" í seytjánda sinni. I því eru kvæði og sögur, allt frumsamið. Tveir kunnir rit- höfundar, Loftur Guðmundsson og Sigurður Helgason hafa samið meginefni „Sólskins" í þetta sinn. Loftur hefir einnig teiknað forsíðu- myndina á kápunni og allar aðrar myndir bókarinnar. Hann sér einnig um útgáfu bókarinnar fyrir stjórn Sumargjafar. „Sólskin" er bezta bók, sem börn geta fengið í sumargjöf. Jónas Jósteinsson, yfirkennari, mun eins og að undanförnu sjá um sölu bókarinnar. Verðið er kr. 5.00, eins og í fyrra, en bókin er 16 síðum lengri.

x

Barnadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.