Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Side 6

Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Side 6
4 BARNADAGSBLAÐIÐ eincjrímur ^Arraion: Gestsaugað Þegar ég steig í land í Reykjavík 5. desember 1946 eftir 614 árs fjarveru, varð mér starsýnt á ýmsa nýbreytni nýjar stórbyggingar. Ný og ríkmannleg borgarhverfi o. s. frv. Einkum var það þó æska borgarinnar sem ég veitti athygli, vegna þess, að þar er fólkið sem á að erfa landið og landið á að erfa eftir okkur. Þar er kjarninn, sem allt veltur á. Allt hitt eru umbúðir um kjarnann, sem eiga sér það gildi eitt saman, að skapa kjarnanum hagkvæmt og heillavænlegt um- hverfi. Ég hef ávallt álitið það helgustu skyldu og háleitust réttindi hverrar kynslóðar, að búa komandi kynslóð svo úr garði, að tryggt sé, að hún fái þrótt og framtak, vit og þekkingu, dáð og drenskap til að geta verndað og ávaxtað allt sem okkur er dýrmætast, þegar við erum horfin af sjónar- sviðinu. Að hún verði fær um að vernda frelsið og sjálf- stæðið, sem nú hefur verið endurheimt dýru verði, ekki að- eins stjórnarfrelsið, heldur einkum hið siðferðilega og efna- lega. Ég hef jafnan verið að styrkjast í þeirri sannfæringu að framtíð öll byggist meira á góðu uppeldi en nokkru öðru. Niðurstöður uppeldisvísinda hníga mjög í þá átt, að það, hvemig hin nýja kynslóð reynist, fari mjög eftir því, hvert umhverfi henni er búið, einkum á þeim tveim tímabilum æv- innar, er nefna má mótunarskeið. — Eru það fyrstu sex ár- in, þegar framtíðar venjurnar eru að festast. Þá má gera mannvin eða manrihatara úr meðalbarni, eftir því hvað að því snýr. Hitt tímabilið er að yfirgefa bernskuástandið og búa sig undir að taka sér stöðu sem hlutgengur þjóðfélags- borgari. Mér var rík í huga sþurningin: Hvernig hefur höfuðborg vorri sem bráðum fer að hýsa annanhvern íslending — tek- ist sjö og hálfs árs mannbótaviðleitnin ? Mér var það ljóst, að á þessum árum hefur borgin átt við erfiðari kjör að búa að ýmsu leyti en nokkuru sinni fyrr. Og aldrei hefur hún að líkindum verið jafnmiklum önnum hlaðin og nú. Á þessu tímabili hefur ísland breyzt úr konungsríki í. lýðveldi. Hér hafa verið stór flóð — hermanna, peninga, áfengis, bóka og fleira, svo að engin dæmi eru til annars eins áður. Hverju hafa þessi flóð valdið. Að hverju leyti hafa þau orsakað hvalreka á fjörurnar, og hverju góðu hafa þau sópað burt? Þessu er vandi að svara, og þótt glöggt sé gestsaugað, er ekki allt sem sýnist. Tungumálið er eitt af því, sem mest ber á við fyrstu kynningu. Ýmsir óttuðust skemmdir á því af kynningu við herliðið f jölmenna. Það hræddist ég aldrei. Tunga, sem stend- ur á jafn gömlum merg og íslenzkan, með fornar og nýjar bókmenntir að baki, er ódrepandi. Enda er svo að tungan virðist mjög hin sama að miklu leyti, en enskukunnátta stórum aukin. Hljóðvillur hafa mér virst fara rénandi, en þágufallsvillur ekki að sama skapi. Með aukinni skólagöngu mun málvöndum og virðing fyrir tungunni fara vaxandi. Mest virðist áfátt um vöndum á mæltu máli. Mætti enginn skóli vanrækja kennslu í beitingu raddar að tala skýrt og bera rétt fram og fagurlega, enda er það grundvöllurinn að góðu ritmáli. Mun einkum hætt við óskýrri hraðmælsku og latmælum, þegar sótthiti hleypur í þjóðlífið, svo að allt lendir í óðaönn og öngþveiti. Á slíkum tímum breytast málin mest og má nefna til dæmis hinar miklu hljóðbreytingar á víkingaöldinni. Þá er bæjarbragurinn sem framkoma æskunnar á mjög drjúgan þátt í. Að útliti virðist mér börnin sælleg og þroska- vænleg. Það sýnir sig, að þau hafa ekki verið í sveltu á þessu tímabili. Húsnæðiseklan er eins og allir vita einna mest vandamál og erfitt úrlausnar er þar að ræða ekki að- eins um heilbrigðismál, heldur menningar og siðgæðismál- efni, sem alla varðar. Ég kynntist gáfuðum og menntuðum Kínverja vestanhafs. Hann sagði mér, að árið 1912, þegar Kína hætti að vera keisaradæmi og gerðist lýðveldi, hafi þjóðin öll tekið stakka- skiptum af meðvitundinni, um það, að nú bar hver og einn að sínum hlut ábyrgð á stjórn landsins. Meðvitundin um að vera frjáls setti mark sitt og svip á alla framkomuna. Til dæmis sagði hann, að börnin hefðu áður verið hrædd og hlédræg. Þegar eitthvað óvænt skeði t. d. að þau voru á- vörpuð af ókunnugum, þá skutust þau í felur. En nú varð sú breyting á, að þau urðu óðfús að kanna, sjá og skoða og rannsaka hvað sem fyrir bar. Mér finnst, nokkuð kenna samskonar áhrifa hér. Ég hef oft spurt börn hér til vegar, jafnvel oftar en ég hef þurft. Mig hefur furðað, hve góð og greið svör ég hef fengið. Þá er það stór-úmbót, að nú sjást börn aldrei hanga aft- an í bifreiðum, sem mjög var algengt, og til mikillar óprýði. Gleðibragur og vinsemdar virðist nú einkenna fjölda bama, og mun vera vottur þess að þeim hefur liðið að ýmsu leyti betur en áður auk ýmissa góðra utanað komandi áhrifa. Tel ég þar fyrst að líkindum margra ára áhrif frá öllutn dagheimilum Sumargjafar, skátahreyfingar, ásamt áhrifum frá stúkum, K.F.U.M. dýraverndarfélagi, félagsskap Odd- fellowa að ógleymdri aukinni og bættri lögreglu og áhrifum skóla og kirkju. Mikið af þessu höfðum við að sönnu fyrir stríð, svo að enn þarf að leita að aukaorsökum. Tel ég þar fyrst bót á því, sem jafnan hefur verið drag- bítur á öll þrif borgaræskunnar, en það er skortur á tæki- færum til góðra athafna. Margt það, sem er gott og sak- laust gaman í sveitinni, verður voðinn sjálfur, þegar í borg- arþrengslin er komið t. d. að renna sér á sleða, og skjóta ör af boga, svo eitthvað sé nefnt. Hin mikla mannfæð á- samt efnalegri velmegun hefur gefið börnunum ærið verk- efni. Þegar afturkastið kemur, og hin margháttu voða- áhrif styrjaldaráranna fjarlægjast, þá ber borginni að sjá fyrir fjölbreytni góðra athafna sem á ógnarárunum hefur bætt upp svo margt sem miður fór. I fyrradag kom hópur barna til mín. Þau voru á aldrin- um frá þriggja til níu ára. Þau voru að selja happdrættis- miða. Drengur, sem var elstur sagði: „Kauptu nú'af henni, hún er svo lítil“, og benti á minnsta barnið, svo þegar það var búið, ságði hann: „Viltu nú ekki kaupa af mér Hka?“ Jú ég gerði það, og þóttist góður bættur. Þrátt fyrir hin illu áhrif styrjaldaráranna virðist borgar- æskunni sízt hafa farið aftur að prúðmensku er slíkt lof- samlegt einkum þegar þess er gætt, hve langvinn alheims- styrjöld elur mjög á rándýrs og víkings arfi í fari manna. Sízt er furða, þótt nokkurn tíma þurfi til þess að komast yfir þá áreskstra, sem fylgja því að færast í borg úr dreif- býli, þar sem ríkt hefur langvarandi einangrun og oft ná- granna krytur. Framan af var vegfarendum í bæjum oft hætt fyrir aðkasti andlegu og líkamlegu, en smám saman hefur furðanlega lærst að lifa í borg. Ekki virðist ástandið jafn gott hvað snertir hið síðara mótunarskeið. Sumargjöf hefur haft stórágæt áhrif á ald- FRAMHALO Á 9LS. 12

x

Barnadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.