Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Side 3
BARNAPAGSBLAÐIÐ
\
ÚTGEFANDr: BARNAVIN AFÉLAGIÐ SUMARGJÖF
„Barnadagsblaðið" kemur út fyrsta sumardag ár hvert
19. tölublað
RITSTJÓHI: BOGI SIGURÐSSON
1. sumardag 1952
Vorið kernur! Glaðar raddir gjalla.
Gróðurinn færist í lífvana hlíð.
Nú er lokið veldi vetrarmjalla,
vorraddir hjala um batnandi tíð.
Blærinn þýði blandar kliðinn,
báran syngur ljóðin sín.
Fuglarnir taka’ undir fjallbununiðinn.
Fögur eru vorljóð þín, ættjörðin mín.
VOR
ef tir
JENS HERMANNSSON
Vorið unga, breiddu blóni á engi,
baðaðu dagglaugum gróandi hlíð.
Láttu óma hundrað hörpustrengi
heillaðu, seiddu fram vorljóðin blíð.
Unga vor, í veldi þínu
vakir þrá, sem aldrei dvín.
Fegurðin drottnar í fullveldi sínu.
Fögur ertu í vorskrúði, ættjörðin mín!