Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Side 8
6
BARNADAGSBLAÐIÐ
Merki Sumargjafar 1952
hefur oft lítið þurft að hafa fyrir öflun
þeirra. Afleiðingar þessa ofeldis eru nú
að koma í ljós og eru ekki sem glæsileg-
astar. Unglingarnir, sem höfðu nresta
fjármunina, hugsuðu lítið um að afla
sér vinnumenntunar, þeim lærðist að
„skrópa úr lífsins skóla“ og foreldrarnir
gripu ekki í taumana eins og þurft hefði,
enda voru þeir margir hverjir smitaðir af
sömu velgegnisvímunni og unglingarnir.
Nú hefur harðnað í ári og æskan sem ólst
upp við auðinn, á nú að sýna hvort hún
sé færari um að erfa landið en þeir sem
gengu á undan og höfðu úr minnu að
spila. Reynslan er sorgleg. Mikill hópur
unglinga þoljr ekki kreppuna, skilur
ékki að auðfengnu gæðin eru horfin og
alvara ísalandsins tekin við á ný. Fanga-
ráð sumra er að sitja auðum höndum
heima hjá foreldrum eða öðrum ná-
komnum ættingjum, aðrir ganga enn
lengra og taka þau gæði af öðrum, sem þá
lystir en brestur getu eða dug til að afla.
Reykjavík, litla stórborgin, er allt í einu
orðin borg afbrota, sem lítið gefa eftir
glæpunr miljónaborganna. Blöðin birta
frásagnir um þjófnaði, innbrot, rán og
árásir af hrottalegustu gerð. En þau birta
ekki frásagnir um höfug tár vonsvikinna
mæðra, sem syrgja yfir litlu drengjunum
sínum, sem þær liafa borið á brjósti, veitt
alla þá aðhlynningu, sem þær gátu en
samt misst út á refilstigu.
„Ekki skal gráta Björn bónda, heldur
safna liði.“ Þýðingarlaust er að sitja auð-
um höndum og syrgja yfir því hvernig
komið er. Mannlegra er að leggja þeirri
kynslóð, sem nú er að komast á unglings-
árin lið svo hún hverfi ekki einnig út á
auðnuleysisstíga eða jafnvel afbrota-
brautir.
Ég hef áður minnst á, að nauðsynlegt
sé að reyna að koma sem flestum ung-
lingum til sveitastarfa. Nú er ekki svo að
skilja að sveitastörfin ein séu lausnin.
Hvert það starf sem er við hæfi unglings-
ins er honum gott starf og skiptir þá
engu máli hvort stéttin, sem starfið vinn-
ur, klæðist skinnstakki eða skrautlegri
búningi.
Við erum hér komin að mergi málsins,
en hann er sá, að hver unglingur fái tæki-
færi til að vinna það starf, sem honum
leikur mestur hugur á. En til þess að svo
megi verða, er nauðsynlegt, að útvega
honum aðgang að vinnustöðum, fyrst til
þess að horfa á og fr^eðast og síðan til þess
að læra sjálfur. Aðstaða reykvíska ung-
lingsins er svo gerólík aðstöðu sveita-
barnsins eða unglingsins í litla sjávar-
þorpinu, að fæstir munu enn hafa gert
sér það ljóst. Reykjavíkurunglingurinn
Sú nýbreytni hefur nú verið gerð í
sambandi við merkjasölu Barnavinafé-
lagsins að nú verða seld tvenns konar
merki, borðamerki, sem kosta 5 kr. eins
og undanfarin ár og happdrættismerki.
Happdrættismerkin eru borðalaus og
kosta 10 kr. Þau eru tvöföld og hver sem
kaupir happdrætismerki þarf ekki annað
en að rífa það upp (opna það) þá sér
hann strax hvort hann hefur hlotið vinn-
ing eða ekki. Fjöldi happdrættismerkj-
anna, sem sett verða í umferð er svipað-
ur þeim fjölda, sem selzt hefur hjá félag-
inu á Sumardaginn fyrsta undanfarin ár,
svo það er vissara fyrir fólk, sem girnist
eitthvað af munum þeim, sem eru á með-
fylgjandi skrá, að kaupa merkið sitt tím-
anlega, þ. e. áður en allt verður uppselt.
Listi yfir muni í happdrætti (happ-
drættismerki) Sumargjafar, Sumardaginn
fyrsta 1952:
1. Karlmannsföt (gaberdine).
2. Barnarúm, með öllu tilheyrandi:
sæng, dýnu, kodda, laki, kodda- og
sængurveri.
3. Barnarúm með öllu tilheyrandi eins
og nr. 2.
4. Módelkjóll (dömu).
5. Kvenkápa.
6. 5 kg. kaffi.
7. Rjómaterta.
8. 4 pottar af rjóma.
9. 1 kg. smjör.
10. Sólskin frá byrjun í skrautb., 20 árg.
11. Sólskin —- — - — —
12. Sólskin — — - — —
13. Þriggja mánaða dvöl á leikskóla.
14. - - - - -
ferðast einkum milli skóla og heimilis og
á hvorugum staðnunr getur hann lært
framleiðslustörf landsins. Foreldrar og
kennarar ættu því að taka höndum sam-
an um að reyna að auka kynni barna og
unglinga af framleiðslunni og jrá helzt
að útvega þeim starf, sem getur þroskað
þá alhliða og kennt þeim að vinnan er
einn aðalhamingjugjafi lífsins.
Hér í Reykjavík er nú að vaxa upp
mjög fjölmenn ný kynslóð. Við sem eldri
erum megum ekki bregðast þessari kyn-
15. Þriggja mánaða dvöl á dagheimili.
16. - - - _
17. Karlmannshattur.
18. 5. kg. kaffi.
19. Sólskin frá byrjun.
20. Telpukjóll á 5—6 ára.
21. Drengjaföt (matrósa).
22. Telpukjóll (matrósa).
23. Þriggja mánaða dvöl á leikskóla.
24. Þriggja mánaða dvöl á dagheimili.
25. Rafmagnslampi (gólflampi).
26. Fataskápur.
Leikföng:
27. Rugguhestur (inni).
28. Jeppi.
29. Rugguhestur (inni).
30. Snigill.
31. Dúkku bollapör.
32. Rugguhestur fyrir tvo, notaður úti.
33. Kappsiglingaskúta.
34. Þvottabretti.
35. Rugguhestur (inni).
36. Fótknöttur.
37. Járnbraut.
38. Skjaldbaka.
39. Sendiferðahjól og barnavagn.
40. Brúðuhús.
41. Asni og vigt.
42. Kerra.
43. Hundur.
44. Traktor og karl.
45. Byssa.
46. Jeppi.
47. Jeppi.
48. Keiluspil.
49. Skip.
50. Skip.
slóð. Hún á heimtingu á að við gerum
allt sem í okkar valdi stendur til þess að
skapa henni þroskaskilyrði. Bezta sumar-
gjöfin, sem foreldrar geta gefið börnum
sínum er loforð um starf til sjávar eða
sveita meðan sól er hæst á lofti. Iðju-
leysi er unglingunum hættulegra en allt
annað. Vinnugleði er vegurinn til vel-
gengni. Velgengni er leiðin til lífsham-
ingju.
Gleðilegt snmar!