Kirkjublaðið - 08.05.1943, Page 2

Kirkjublaðið - 08.05.1943, Page 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ Enn um verkeíni blaðsins og horíur Kirkj ublaðið mun ekki eingöngu ræða trúarleg efni. Það mun ræða öll þau mál, sem það óskar að láta til sín taka og þjóðina varða, frá kristilegu og kirkjulegu sjón- armiði. Það mun ekki taka þátt í stjórnmáladeilunum og ekki fylla neinn stjórnmálaflokk, en styðja þau málefni, sem líkleg eru til að verða þjóðinni til gagns og heilla, hver sem kann að bera þau fram. Einnig mun það flytja fréttir af markverðustu atburð- um innanlands og utan. Sérstak- lega mun það láta sér annt um að birta kirkjulegar fréttir. Mun það við og við birta ýmsar frétt- ir frá systurkirkjunni vestan hafs og löndum vorum |?ar. Hefur hinn góðkunni Vestur-íslendingur Valdimar Björnsson,sem nú dvel- ur hér á landi, heitið blaðinu stuðningi og mikilsverðri aðstoð í þeim málum. Það kann ýmsum að þykja djarflegt að ráðast í að gefa út Kirkjublaðið eins og nú hagar til um kostnað við blaðaútgáfu. Hún hefur aldrei verið eins kostnaðar- söm og nú. En í því trausti er hafizt handa, að þjóðin taki blað- inu vel og finni, að það á rétt á sér, og að með tímanum verði það kærkominn gestur á sem ílestum heimilum í landinu. I raun réttri stendur presta- stétt landsins öll að baki blaðsins. Prestarnir hafa, að örfáum und- anteknum, nú þegar sent til út- gáfunnar nokkurn styrk, og munu gera það fyrstu árin. — Kirkjuráð Islands hefur og veitt mjög ríflega fjárhæð til útgáfu blaðsins. f>að er þessum ágætu undirtektum að þakka, að unnt er að hefja útgáfu blaðsins og selja það við vægu verði. Treyst- um vér því, að vinir þess og styrktarmenn verði svo margir, að ekki þurfi að stöðva útgáfu þess vegna fjárhagsörðugleika. Flestir ritfærustu prestar landsins hafa tjáð sig fúsa til þess að rita í blaðið, svo og ýms- ir snjallir rithöfundar úr leik- mannastétt. Upphaflega hafði ég hugsað mér að fá sérstakan ritstjóra að blaðinu og vera aðeins útgefandi þess og ábyrgðarmaður fyrir hönd kirkjunnar. En með því að kirkjuráðið óskaði þess sérstak- lega, að ég annaðist einnig rit- stjórn þess fyrst um sinn, hefi ég samþykkt þessa tilhögun, og er þetta aðeins kleift vegna þess, að skrifstofustjóri minn, sem eins og kúnnugt er, er ágætlega rit- snjall maður, mun aðallega starfa við blaðið. Islenzka þjóðin hefur ,á sér- hverjum tíma mörg og mikilvæg áhugamál. Öll slík mál verða nú rædd hér í blaðinu. Ætlunin er, að Kirkjublaðið komi út hálfsmánaðarlega í sum- ar, en síðan vikulega. Er það von vor og ósk, að blaðið geti orðið kirkju og kristni landsins öflug stoð í framtíðarstarfinu. Prestastéttin á mörgum mjög vel ritfærum mönnum á að skipa. Blaðið mun leyfa þeim rúm með skoðanir sínar og áhugamál eftir því sem efni standa til. Það vill fyrst og fremst vera blað kristn- innar og kirkjunnar í landinu og hefur ekkert á móti því, að hér séu rædd ólík sjónarmið á sviði guðfræði og trúarskoðana, ef það er gert í fullri einlægni og af drengskáp. Þó vill blaðið að sjálf- sögðu styðja að einingu og samr hug innan kirkjunnar og telur að henni beri að ganga þar á und- an. Lítum vér svo á, að þeir menn, sem alið hafa á sundr- ungaranda og sýnt hafa viðleitni í því að tvístra, eigi litla þökk skilið. Hinir beztu menn kristn- •i * innar víðsvegar um heim vona, að þeir tímar færist nær, er mannkynið kemst til meðvit- undar um, að það er einn Guð og faðir yfir oss öllum, og að kirkjan ætti einnig að verða ein. Það væri sæmd íslenzku kirkjunni að vinna að því að framkvæma hina miklu og fögru hugsjón, sem Kristur bar fram með orðunum: „Allir eiga þeir að vera eitt“. Kirkjublaðið heitir á söfnuði landsins og sóknarnefndir og alla þá menn og konur, sem líta svo á að styðja beri kirkju Krists til áhrifa í þjóðlífinu, að veita sér allt það lið, er þeir mega. Sigurgeir Sigurösson. Fögur hljómkviða á Fnkirkgunni Tónlistarfélagið hefur undan- farið verið að halda 5. hljómleika sína á þessu starfsári félagsins. Eru þessir hljómleikar mikill tón- listarviðburður í landi voru, þar sem Reykvíkingum og öðrum landsmönnum hefur nú gefizt kostur á að heyra eitt dýrðleg- asta og fegursta tónverk snill- ingsins mikla, J. Sebastian Bach — Jóhannesarpassíuna. — Var þetta djarflega gert og án efa ýmsir, sem ekki hafa gert ráð fyrir, að unnt yrði að koma þessu í kring svo vel færi. En það fór á annan veg, og mega allir söng- vinir í þessu landi fagna því. Vafasamt er, að nokkru sinni hafi komið öllu betur í ljós, hver stórvirki er hægt að vinna með íslenzku fólki á sviði söngsins. Á föstudaginn langa 1928 hlustaði ég á Mattheusarpassíu Bach’s í Engelbrektskirkjunni 1 Stokkhólmi. Kórinn var stærri en hér, hljómsveitin sömuleiðis, en Jóhannesarpassían í Fríkirkj- unni hreif mig miklu meir, enda sennilega enn meira listaverk frá höfundarins hendi. 1 fríkirkjunni söng blandaður kór, sérlega vel samsettur, með ágætum röddum. Þarf bæði mikla þrautseigju og dugnað til þess að koma upp tónverki því, sem hér er um að ræða, en hvort tveggja mun dr. Urbantschitsch eiga til í ríkum mæli auk ágætra hæfi- leika sinna sem söngstjóri og listamaður. Er sérstaklega eftir- tektarvert, hve vel honum, erlend- um manni, hefur tekizt að sam- ræma íslenzka biblíutexta og gamla íslenzka sálma tónverk- HaUgrímskirkja Reykjavík svipar að ýmsu leyti til unglings, sem er á gelgju- skeiði. Vöxtur hennar hefur á fám árum orðið meiri og örari, en nokkurn óraði fyrir. Forráðamenn hennar á umliðn- um árum sáu að vísu, að hin unga höfuðborg var snemma táp- mikil og þroskagjörn, og reyndu því að sníða henni fötin nokkuð við vöxt, en þá dreymdi ekki fyrir því, að stækkunin yrði svo stór- stíg og þroskinn svo ör, sem raun varð á. Þessvegna fór svo, að hin unga borg óx upp úr hverri spjör, sem henni var sniðin, löngu fyrr en búizt var við. — Aðalgöturnar í bænum, sem á sínum tíma þóttu óhóflega breiðar, rúma nú engan- veginn hina miklu umferð. Op- inberar byggingar, stjórnarráðið, Alþingishúsið, menntaskólinn o. s. frv., sem gætnir menn fyrir 50 til 100 árum töldu risabyggingar og langt umfram skynsamlegar þarfir, þær eru nú löngu orðnar of litlar og samsvara á engan hátt kröfum og þörfum hinna breyttu tíma. Sama kemur í ljós, ef litið er til kirkjumálanna. Fyrir tiltölu- lega fáum árum var dómkirkjan eina kirkjan í bænum. Hún var að vísu á sinni tíð all-myndarlegt hús, og á meðan bæjafbúar voru ekki nema 4—5 þúsund, mátti segja, að hún væri sæmilega við- hlýtandi. En síðan hefur margt breyzt. Bærinn hefur áttfaldast að fólks- magni. Nýjar atvinnugreinir hafa risið upp og blómgazt. Fjár- magnið hefur aukist, framtak og geta margfaldast. Dómkirkjan, sem um sinn var eitt stærsta og veglegasta hús bæjarins, varð fljótt með öllu ófullnægjandi fyr- inu. Enginn efi er á því, að það hefur haft holl og góð áhrif á þúsundir manna að hlusta á Jóhannesarpassíuna núna eftir páskaleytið, og vill Kirkjublaðið flytja Tónlistarfélaginu þakkir sínar, og öllum þeim, er unnu að því, að orð Jóhannesarpassíunnar og hljómar hafa borizt íslenzkum hlustendum til eyrna. S. S. ir hinn ört vaxandi söfnuð og þokaðist í skugga nýrra stórhýsa, er báru hana ofurliði, bæði um stærð og stílfegurð. Þetta hafa höfuðstaðabúarnir, og raunar þjóðin öll séð og fund- ið um mörg ár, þótt samtakaleysi ogdeyfðhafi hamlað framkvæmd- um til úrbóta. Ekki verður þó sagt, að allsstaðar hafi verið sofið á verðinum. Fríkirkjusöfn- uður var stofnaður í höfuðstaðn- um, sem kom sér upp all-myndar- legri kirkju, sem þó reyndist brátt of lítil. Fámennur kaþólsk- ur söfnuður reisti, að vísu með styrk af erlendu fé,.kirkju á ein- um fegursta stað bæjarins, og ber sú kirkja langt af að stíl og myndarbrag. En á meðan þessu fer fram, er stórhugurinn innan þjóðkirkj- unnar ekki meiri en það, að það eina, sem gert er þar, á sviði kirkjumála höfuðstaðarins , er það, að bætt er við öðrum presti við dómkirkjuna. Stærra var nú ekki sporið stigið á þeim árum. Þannig stóðu sakirnar fram til ársins 1940. Þó er skylt að unna Reykvíkingum þess sannmælis, að fjarri fór því, að allir væru ánægðir með ríkjandi ástand. — Þess var ekki hægt að dyljast lengur, að dómkirkjan var orðin langt of lítil, og að tveir prestar aðeins, gátu engan veginn full- nægt kröfum og þörf hins geysi- f j ölmenna þ j óðkirkj usaf naðar. Jafnframt krafðist heilbrigður metnaður þess, að höfuðstaður landsins eignaðist veglega kirkju, er honum væri samboðin. Þótti Skólavörðuhæðin brátt vera sjálfkjörinn staður fyrir hið nýja musteri, og jafnfi*amt var eðlilegt-talið, að sú höfuð- kirkja landsins bæri nafn þess manns, er íslenzk kristni mun standa í einna stærstri þakkar- skuld við, en það er Hallgrímur Pétursson, höfundur Passiusálm- anna. Var þegar búið að hefja all- verulegan undirbúning að bygg- ingu hinnar fyrirhuguðu Hall- grímskirkju, áður en höfuðstaðn- um var með lögum, árið 1940, skift í 4 prestaköll og prestum þjóðkirkjupnar hér fjölgað úr tveimur í sex. Hinn stærsti af hinum þrem nýju söfnuðum hlaut nafnið Hall- grímssöfnuður, enda var Skóla- vörðuhæðin innan vébanda þess safnaðar. 'Féll því að sjálfsögðu í hans hlut að hafa framvegis forgöngu um byggingu Hall- grímskirkjunnar, og kallaði þetta mál því fastar að, er söfnuðurinn var með öllu kirkjulaus. Að þessu byggingarmáli hefur sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar síðan unnið með stórhug og myndarskap, og má nú telja víst, að byrjuð verði smíð Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð innan skamms. Blaðið birtir að þessu sinni mynd af hinni fyrirhuguðu kirkju, samkvæmt teikningu þeirri, er húsameistari ríkisins liefur gjört, og sóknarnefndin, bygginganefnd bæjarins og bisk- up landsins hafa samþykkt. Eins og myndin og uppdrættir sýna, mun þessi kirkja verðá langsamlega stærsta og vegleg- asta guðshús á Islandi, enda er ætlað, að hún muni kosta um 1 miljón og 400 þúsund krónur, miðað við verðlag hér árið 1939. Til eru þeir, sem telja að kirkja þessi sé óhæfilega stór og dýr, og að hér sé ofmikið færst í fang. Aðrir telja sig hafa sitthvað við gerð og stíl byggingarinnar að athuga. Slíkar mótbárur eru eðlilegar, afsakanlegar og æfagamlar. — Þetta eru þau sjónarmið, sem á undanförnum áratugum hafa ráðið því, að flestar flíkur Reykjavíkur standa henni nú á beini, ef svo mætti segja, og eru að springa utan af henni. Menn vara sig ekki á því, hvað vöxt- ur bæjarins er ör, og menn gera sér heldur ekki fulla grein fyrir því, hvað geta fólksins hefur auk- izt. — Líkan það af kirkjunni, sem hér birtist mynd af, hefur verið almenningi til sýnis og yfirleitt hlotið hina lofsamlegustu dóma. Hitt verður að teljast eðlilegt, að ekki líti allir sömu augum á silfr- ið, og að einstaka raddir heyr- ist, sem ekki eru fyllilega ánægð- ar með gerð kirkjunnar. Er og mála sannast, að ýmsir, sem ekki eru taldir hjátrúarfullir, fremur en gengur og gerist, mundu freistast til að trúa því, að dóms- dagur væri í nánd, ef svo furðu- legir atburðir gerðust, að allir Is- lendingar yrðu sammála um kirkjulíkanið, eða yfirleitt um nokkurn skapaðan hlut. Undirbúningur sá, sem þegar er langt á veg kominn að bygg- ingu Hallgrímskirkjij á Skóla- vörðuhæð, ber stórhug og fram- sýni hins unga Hallgrímssafnað- ar glæsilegt vitni. Vonandi er, að nútíðin veiti því máli þann stuðn- ing, sem með þarf. Vonandi er, að þjóðinni skiljist, að bygging veglegrar Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð er ekki aðeins sérmál safnaðarins, heldur mál, sem alla þjóðina varðar, og hún á að sameinast um að vinna að. Allii* ættu að finna hjá sér metn- að og hvöt til þess að leggja stein í það mikla musteri, sjálfum sér til sálubótar, en guðskristni í landinu til gagns og eflingar. Fyrir það mun framtíðin verða nútíðinni þakklát.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.