Kirkjublaðið - 08.05.1943, Qupperneq 3

Kirkjublaðið - 08.05.1943, Qupperneq 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 Úr bœ og byggö ■ Kirkjjufundur fyrir allt landið í haust Ekki hefir enn verið gengið frá dagskrá fundarins, en þegar ákveðið að liann skuli haldinn dagana 10—12 okt þ.á. BisSmp frá Wsslimgtosi fersð £ flugSerð til Islasids Frá hermálaráðuneytinu í Wash- ington hefur nýverið borist skeyti um það, að stór herflugvél með 14 mönn- um hafi síðastl. mánudag hrapað til jarðar á Islandi. Meðal þeirra, sem fórust, voru auk biskupsins, Frank Andrews hershöfð- 'ingi, yfirmaður alls hers Bandaríkj- anna í Evrópu, og fleiri háttsettir foringjar. Adna W. Leonard biskup frá Wash- ington var í eftirlitsferð til þess að líta eftir og heimsækja herstöðvar víðsvegar um heim, þar sem Banda- ríkjahermenn dvelja. Var hann nú á leið hingað í þeim erindum. — Kirkjublaðið vottar Bandaríkja- þjóðinni samúð sína í tilefni þessa sviplega atburðar. Adna W. Leonard. Undirbúningsnefnd hinna al- mennu kirkjufunda átti fund með sér nýlega til þess að ræða um fundartíma fyrir næsta fund. — Á þessum fundi sátu þessir nefndarmenn: Gísli sýslumaður Sveinsson, sem er formaður þess- arar undirbúningsnefndar og hvatamaður að fundarhöldunúm, biskup, próf. Ásm. Guðmundsson, séra Sigurbjörn Á. Gíslason og Sigurður Halldórsson trésmíða- meistari, en fjarverandi af nefndarmönnum voru Ólafur B. Björnsson, kaupm., vígslubiskup- inn í Hólastifti og Valdemar V. Snævarr, skólastjóri í Neskaup- stað. Nefndin ákvað, eftir all ítar- legar umræður, að næsti almenn- ur kirkjufundur skyldi haldinn í Keykjavík 10.—12. okt. þ. á. Frá dagskrá fundarins verður ekki gengið að fullu af hálfu undirbúningsnefndar fyrr en í júnímánuði. Hinir alm. kirkjufundir hafa hlotið miklar vinsældir og verið ágætlega sóttir. Er enginn efi á, að þeir hafa á margan hátt orðið til góðs og vakið og glætt líf og starf innan safnaðanna. Þar hafa menn úr fjarlægum landshlutum fengið tækifæri til að kynnast áhugamálum hvers annars og jafnframt persónulega. Er þess að vænta, að fundurinn í haust verði mjög fjölsóttur. Söngmálastjórinn Sigurður Birkis er nýlega kom- inn heim úr för sinni til Stykk- ishólms, þar sem hann stofnaði kirkjukór með 27 manns. Er söngmálastjóra hvarvetna fagnað sem góðum gesti og ligg- ur þegar eftir hann, þennan stutta starfstíma — aðeins 1% ár — mikið og gott verk. Mun verða nánar um það ritað hér í blaðinu bráðlega. I maí mánuði starfar söng- málastjóri við námskeið fyrir kirkjuorganista við kennaraskól- ann, eins og í fyrra, ásamt Guð- mundi Matthíassyni kennara. Er hugmyndin, að kennaraefni landsins fái þá söngmenntun — bæði í Kennaraskólanum sjálf- um og við slík námskeið, sem hér er lýst, á hverju vori, að þeir geti framvegis tekið að sér organistastörfin í kirkjum lands- ins, og þannig orðið samverka- menn prestanna við þann þátt uppeldis og menningar, sem mest er um vert. Grein eftir söngmálastjóra mun birtast í næsta blaði. Frú María ísaksdóttir kona séra Þórðar Ólafssonar, fyrv. prests og prófasts að Sönd- um í Dýrafirði, andaðist að heim- ili sínu í Reykjavík þann 24. apríl síðastl. Hún var merk kona, vinsæl og vel látin. Merkir íslenzkir prestar vestanhafs látnir Nýlega hafa látizt í Vestur- heimi íslenzku prestarnir séra Níels Steingrímur Thorláksson og séra Guðmundur Árnason. Séra Steingrímur Thorláksson var fæddur að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjar- sýslu. Hann stundaði guðfræði- nám í Noregi. Árið 1887 gerð- ist hann fyrsti fastráðinn prest- ur íslenzku safnaðanna í Minne- sotabyggð og mun hafa gegnt því starfi fram til ársins 1895. Fór þá í kynnisför til Noregs, og gerðist, er hann kom vestur aft- ur, prestur meðal Norðmanna í Park River í Norður-Dakota, en aldamótaárið 1900 tók hann við prestsstörfum meðal íslendinga í Selkirk Manitoba og hélt því starfi unz hann sagði af sér prestsskap árið 1927, þá 70 ára að aldri. Séra Steingrímur andaðist að heimili sínu í Canton S. D. þann 8. febrúar s. 1. 86 ára að aldri. Hann var kvæntur norskri konu og eignuðust þau mörg börn og mannvænleg, er hlotið hafa góða menntun og nú gegna margvís- legum trúnaðarstörfum þar vestra. Séra Steingrímur var vinsæll maður, valmenni hið mesta, og hvers manns hugljúfi. Séra Guðmundur Árnason var fæddur að Munaðarnesi 4. apríl 1880, en flutti til Vesturheims, er hann var 21 árs að aldri. Tók hann brátt að stunda nám þar vestra og lauk guðfræðiprófi 1908 í Chicago. Hlaut végna af- burða námshæfileika styrk frá háskólanum til framhaldsnáms, og ferðaðist þá til Evrópulanda. Á árunum 1909—15 var hann prestur Únitarasafnaðarins í Winnipeg, en gjörðist þá kenn- ari um skeið, — en tók við Sam- bandssöfnuðinum í Álftavatns- byggð 1927 og þjónaði þar til dauðadags. Árið 1934 var hann kjörinn forseti Sameinaða kirkjufélags- ins og var ennfremur útbreiðslu- stjóri þess félagsskapar frá 1941. Hann var og um skeið ritstjóri trúmálablaðsins „Heimis“ og rit- aði ennfremur margar greinar í „Heimskringlu" og ennfremur í „Tímarit Þjóðræknisfélagsins". Séra Guðmundur var gáfu- og lærdómsmaður mikill, öfgalaus og sanngjarn en þó sjálfstæður í skoðunum, og naut mikils traust og vinsælda.. Kirkjuritið Aprílhefti kirkj uritsins er ný- komið út. Lengsta greinin í heft- inu að þessu sinni er eftir Magn- ús Jónsson prófessor og nefnist: Þjóðerni og kirkja. Fjallar hún um nauðsyn þess að vernda þjóð- erni, tungu, sögu og siði þjóð- arinnar, og um það, hvern þátt kirkjan gæti og þyrfti að eiga í slíkri varðveizlu þjóðlegra verð- mæta. Séra Friðrik Rafnar skrifar grein, að nokkru leyti þýdda úr riti eftir franska dulspekinginn Edward Schuré, og nefnist hún: Sigur krossins. Ritið hefst á páskasálmi eftir Bjarna Jónsson, en því næst er páskaræða eftir séra Ófeig Vig- fússon í Fellsmúla, er hann riefn- ir: Sjóndeildarhringur kristin- dómsins. Ennfremur eru í ritinu sálmur eftir Richard Beck. prófessor, bænavers eftir séra Valgeir Helgason, Smávegis eftir Pétur Sigurðsson og kirkjulegar fréttir. Á kápunni er mynd af hinni nýju Laugarneskirkju í Reykja- mætustu þjóna. vík, en byggingu hennar er nú senn lokið, og verður hún hið myndarlegasta guðshús. Kirkjuritið hefir nú komið út í full átta ár. Hefir það jafnan notið álits og vinsælda, enda flutt lesendum sínum margar prýðileg- ar greinar og stutt málefni kirkju Prestastefnan verður haldin í Reykjavík dag- ana 27.—29. júní og hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni. — Séra Þorsteinn Jóhannesson pró- fastur í Vatnsfirði prédikar. — Aðalmál á prestastefnunni að þessu sinni munu verða: Aukin kristindómsfræðsla í skólum landsins, kirkjan og útvarpið, kristilegt starf meðal æskulýðs- ins o. fl. Opinber erindi munu og verða flutt í dómkirkjunni. Aðalfundur Prestafélags fslands hefur verið boðaður í Reykja- vík laugardaginn 26. júní. Verð- ur þá jafnframt minnzt afmæl- is prestafélagsins, en það verð- ur 25 ára þenna dag, stofnað 26. júní 1928. Lík séra Jóns Jakobssonar frá Bíldudal hefur nú fundizt. Rak það að landi skammt frá Kefla- vík. Séra Jón fórst, eins og kunn- ugt er, með vélskipinu „Þormóði“ þann 18. febrúar s. 1., var annar þeirra tveggja presta, er tóku sér far með skipinu til Rvíkur. Lík séra Þorsteins Kristjánsson- ar frá Sauðlauksdal hefur enn eigi fundizt. Þormóðsslysið er eitt hið átak- anlegasta sjóslys, sem orðið hefur hér við land. Eiga þar margir um sárt að binda og harma látna vini. Hafa Vestfirðir og þjóðin öll þar goldið stóra fórn og mik- ið afhroð, en íslenzk kirkja á þar á bak að sjá tveim sinna mætustu þjóna. Látnar prófastsekkjur. Frú Jakobína Sigurgeirsdóttir, ekkja séra Einars Friðgeirssonar frá Borg á Mýrum, lézt í Reykja- vík 28. f. m. Þann 10. sama mánaðar andað- ist í Reykjavík frú Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir, ekkja séra Jón- asar P. Hallgrímssonar, fyrv. prests og prófasts að Kolfreyju- stað í Suðurmúla-prófastsdæmi. Hún var komin á tíræðis aldur, fædd 30. maí 1850. GuÖmundur skáld Friðjónsson á Sandi hefur nýlega verið sæmd- ur heiðursverðlaunum úr Sumar- gjafasjóði Birtingaholts, en sá sjóður er stofnaður til minningar um hinn ágæta mann séra Magn- ús Helgason, kennaraskólastjóra. Þetta er í fyrsta sinn, sem verð- laun hafa verið veitt úr þessujn sjóði. Upphæðin, sem veitt var, mun vera um 1200 krónur. Laus prestaköll. Enn hafa tvö prestaköll verið auglýst laus til umsóknar. Auk þeirra 17, er auglýst voru í vet- ur. Eru það Bíldudalsprestakall og Sauðlauksdalsprestakall, bæði á Vesturlandi. Bíldudalspresta- kalli fylgir ekki jörð til ábúðar, en presti er ætlað að sitja í kaup- túninu og er þar allgott og vand- að prestsseturshús. I Sauðlauks- dal er aftur á móti bújörð góð og bygging mjög sæmileg. Um- lóknarfrestur um köll þessi ei útrunninn 15. maí. og kristindóms meðal þjóðarinn- ar. Ritstjórn kirkjuritsins annast guðfræðiprófessorarnir séra Ás- mundur Guðmundsson og séra Magnús Jónsson. Blaðið Þjóðólfur, er út kom 3. þ. m., lýsir yfir því, sem stefnuskráratriði, að hann vilji styðja og efla starf og áhrif kirkjunnar. Farast blað- inu m. a. orð á þessa leið: „Ríkis- valdið skal beita sér fyrir því í samstarfi við starfsmenn þjóð- kirkjunnar, að efla trúrækni og kirkjulíf í landinu meira en nú er gert. Starfssvið prestanna skal víkkað og áhrif þeirra á þjóðlífið aukin. — Siðferðismál þjóðarinnar séu tekin til ræki- legrar athugunar af ríkisvaldinu, og séu starfsmenn kirkjunnar sjálfkjörnir ráðunautar í þeim efnum. Klerkum og kennilýð sé veitt aðstaða og áhrifavald til viðhalds heilbrigðri siðmenningu í landinu og gæzlu þess, að erlend ómenning og siðleysi flæði ekki inn yfir landið“. Kirkjublaðið sér ástæðu til að fagna þessum ummælum og vekja alþjóðarathygli á þeim. Séra Stanley Melax, prestur að Breiðabólsstað í Vesturhópi, hefur afturkallað umsókn sína um Hvamm í Lax- árdal. Með því að hann var eini umsækjandinn, verður prests- kosning þar að farast fyrir að þessu sinni. Sálmabókarnefndin, en hana skipa biskup, sem er formaður hennar, séra Hermann Hjartarson, Skútustöðum, séra Jakob Jónsson og Jón Magnús- 'son skáld, hefur setið að störf- um síðustu þrjá mánuðina, og er nú starfi hennar að verða lokið. Hefur nefndin ákveðið að gefa sálmabókina út til 5 ára sem sýn- ishorn eða frumvarp og gefa kirkjunnar mönnum og þjóðinni í heild tækifæri til þess að athuga hana með gaumgæfni og koma að því búnu með athugasemdir sínar við hana. Líka aðferð höfðu Svíar við útgáfu sálmabókar sinnar. Gunnar Gunnarsson skáld. Það hefur að vonum vakið al- menna athygli, að Gunnar Gunn- arsson skáld hefur sagt sig úr félagi íslenzkra rithöfunda. Geta ýmsir þess til, að þetta muni skáldið hafa gert í mótmælaskyni við þá ráðstöfun, að styrkur sá, er hann hefur notið til ritstarfa, var lækkaður á þessu ári, en út- hlutun skáldastyrkja annaðist að þessu sinni nefnd, valin af rit- höfundafélaginu í stað Mennta- málaráðs, sem áður hefur úthlut- að þessu fé. — Gunnar Gunnars- son er ekki aðeins eitt af vinsæl- ustu öndvegisskáldum þjóðarinn- ar, heldur hefur hróður hans bor- izt um öll Norðurlönd og víðar. Hann var um mörg ár búsettur í Danmörku og vann sér þar álit og frægð með skáldsögum sínum, er síðar voru þýddar á íslenzku. Fyrir nokkrum árum hvarf hann aftur heim til ættlands síns og átthaga, keypti hið forna höfuð- ból Skriðuklaustur í Fljótsdal, og hefur reist sér þar sérkennilegt og fagurt heimili. — Á síðastliðn- um vetri sat hann hér í Reykja- vík þing íslenzkra listamanna, og var kjörinn forseti þess. Einnig flutti hann þá fyrirlestur fyrir almenning í Háskóla íslands, er vakti mikla athygli og aðdáun. Sá fyrirlestur hefur nú verið gef- inn út. *

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.