Kirkjublaðið - 02.07.1945, Blaðsíða 2
2
kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 26
blöö á ári. Auk þess vandað ogr stórt
jólahefti.
Verð kr. 15,00 krg.
Nýir áskrifendur fá hina prýðilegu
jólabók blaðsins 1943 í kaupbaeti.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Sigurgeir Sigurösaon, biskup.
Utanáskrift blaðsins er:
KIRKJUBLAÐIÐ
Eeykjavík. Pósthólf 582.
Tekið á móti áskrifendum i sima
6015 frá kl. 10—12 og 1—6 e. h.
ísafoldarprentsmiðja bJL
Myndarleg gföS
til Stórólfsfavols-
kirkju
Margar höfðinglegar gjafir
hafa borizt þessi síðustu ár til
ýmsra kirkna landsins, og bera
þær vott vaxandi áhuga fólks-
ins á starfi kirkjunnar og rækt-
arsemi manna til átthaganna,
því mjög margar þessara gjafa
senda menn kirkju þeirrar sókn-
ar, þar sem þeir eru bornir og
barnfæddir'
Ein slík gjöf hefir nýlega bor-
izt Stórólfshvolskirkju frá Guð-
jóni Ó. Guðjónssyni bókaútgef-
anda í Reykjavík, en hann er
fæddur að Moshvoli í Stórólfs-
hvolssókn, en fluttist þaðan ung-
ur til Reykjavíkur.
Greiddi Guðjón að fullu bygg-
ingarskuld kirkjunnar við Hinn
almenna kirkjusjóð, og sendi
síðan sóknarnefnd Stórólfshvols-
sóknar kvittuð skuldabréfin og
auk þess á fjórða þúsund krón-
ur í peningum, er hann ætlaði
til orgelkaupa handa kirkjunni.
Með þessari myndarlegu gjöf
er fjárhagur kirkjunnar orðinn
miklum mun betri en áður, þar
sem kirkjan, sem hinn fámenni
söfnuður reisti fyrir nokkrum
árum, er nú skuldlaus orðin, og
á auk þess álitlegan sjóð til
hljóðfærakaupa.
Ýmsar raddir hafa heyrst um
það, að þeir söfnuðir, sem Iagt
hafa í að byggja sér kirkjur á
þessum síðustu og dýrustu tím-
um, hafi með því reist sér hurð-
arás um öxl fjárhagslega. Og
satt er það, að margir þeirra
hafa fórnað miklu til þess að
koma kirkjunni upp.
En hitt er líka eftirtektarvert,
að þessum stórhuga söfnuðum
hefir flestum, ef ekki öllum, bor-
izt óvænt hjálp og mörgum stór-
lega miftlár fjárhæðir.
Eg held, að enginn söfnuður
í þessu landi hafi orðið fátækur
fytir það eitt að hafa átt stór-
hug til þess að reisa sér mynd-
arlega kirkju. Honum hefir jafn-
an lagst eitthvað til þegar á
reyndi. En smáhuga söfnuður og
áhugalaus um þessi mál, sem
sættir sig við sáralélega og van-
rækta, eða jafnvel enga kirkju,
er illa á vegi staddur. Slíkum
söfnuði leggst eðlilega lítið eða
jafnvel ekkert til. Og er það í
raun og veru ekki eðlilegt?
Hvað finnst yður?
S. V.
Framhald af 1. sí ðu.
Prestastefnan 1945
urgeir Sigurðsson, formaður,
Ásmundur Guðmundsson pró-
fessor og séra Jón Þorvarðar-
son prófastur í Vík.
Á synodusárinu stofnaði söng-
málastjóri og aðstoðarmaður
hans 23 kirkjukóra í 8 prófasts-
dæmum. Eru kirkjukórar nú alls
á landinu 66 og áhugi safnað-
anna á bættum kirkjusöng mjög
vaxandi.
Prentun hinnar nýju sálma-
bókar er nú lokið, og mun hún
innan skamms koma í bókaverzl-
anir. Prestar fengu hver um sig
eintak af hinni nýju sálmabók í
snotru bandi.
Tvö barnalærdómskver komu
út á árinu: Vegurinn eftir séra
Jakob Jónsson, og Kver, eftir
séra Guðmund Einarsson pró-
fast á Mosfelli, er sniðið er eftir
kveri Helga Hálfdánarsonar, en
þó með nokkrum úrfellingum og
breytingum.
Kirkjublaðið og Kirkjuritið
komu út með svipuðum hætti
og undanfarin ár.
Á síðastliðnu sumri vísiteraði
biskupinn Austur-Skaftafellspró-
fastsdæmi, messaði þar á öllum
kirkjum og flutti eripdi um
kristindóm og kirkjumál.
Islenzku kirkjunni var á ár-
inu boðin þátttaka í tveim
kirkjulegum þingum erlendis.
Annað þessara þinga var 60
ára afmælisþing hins evangalisk-
lútherska kirkjufélags íslend-
inga í Vesturheimi, og sótti það
fyrir hönd kirkjunnar prófessor
Ásmundur Guðmundsson, for-
maður Prestafélags íslands.
Hitt var biskupafundur allra
höfuðbiskupa Norðurlanda, er
halda átti í Kaupmannahöfn.
Var biskupi fslands boðin þátt-
taka í fundi þessum og var á-
kveðið að hann færi. En nú
hefir fundi þessum verið frest-
að um óákveðinn tíma.
Á öndverðu þessi ári urðu
erkibiskupaskifti í Englandi og
tók dr. Geoffrey Fisher við því
veglega starfi. Af þessu tilefríi
sendi biskup hinum nýkjörna
erkibiskupi svolátandi símskeyti:
„Fyrir hönd íslenzku kirkj-
unnar og fyrir mína hönd per-
sónulega sendi ég yður hjartan-
legar árnaðaróskir. Megi Guð
blessa yður og kirkju yðar“.
Sigurgeir Sigui’ðsson.
Nokkru síðar barst honum bréf
frá erkibiskupinum á þessa leið:
,,í nafni drottins vors Jesú
Krists sendi ég mínum elskaða
bróður í Kristi dr. Sigurgeir Sig-
urðssyni kveðju mína.
Um leið og ég minnist með
þakklæti þeirrar vináttu sem
fyrir forsjón Guðs hefir um
margra ára skeið verið milli
kirkna vorra, vil ég formlega
tilkynna yður, að ég hefi tekizt
á hendur erkibiskupsembættið aí
Kantaraborg, sem yfirbiskup
Englands, sem eftirmaður hins
ástsæla erkibiskups Williams, en
lát hans harmar gjörvöll kristn-
in.
Eftir. að hafa verið löglega
kjörinn til erkibiskupsdóms, og
eftir að það kjör mitt hafði ver-
ið löglega staðfest af hans há-
tign Georg konungi VI, samkv.
því, sem fyrir er mælt í stjórn-
arskránni, tók ég við störfum
2. dag febrúar 1945, en var lög-
lega settur inn í embættið og á
hinn fornfræga stól hins heilago
Ágústínusar fimmtudaginn 19.
apríl. Ég vona að hin traustu
bræðrabönd, sem téngt hafa
fyrirrennara okkar beggja, megi
haldast og styrkjast okkar í
millum, og bræðralagið í Kristni
drottni vorum og frelsara, sem
samtengir kirkjur okkar, megi
þróast og vaxa með gagnkvæm-
um skilningi og samstarfi Guði
til dýrðar og til eflingar ríkis
hans hér á jörð, sönnum friði
til styrkingar og öllu mannkyni
til þroksa og velfarnaðar.
Um leið og ég bið yður að
minnast mín í bænum yðar, svo
og þeirrar kirkju, sem ég hú
hefi verið kallaður til að veita
forstöðu, bið ég yður, prestá-
stéttinni og þjóð yðar ríkilegr-
ar blessunar Guðs.
Yðar einlægur bróðir í Kristi.
Geoffrey Cantuar
erkibiskup af Kantaraborg og
höfuðbiskup Englands.
Friðurinn í Evrópu ðg þá ekki
síst endurheimt frelsi frænd-
þjóða vorra í Danmörku og
Noregi eftir langa áþján, varð
kirkjunni og íslenzku þjóð-
inni í heild óblandið og mikið
fagnaðarefni.
- 1 tilefni þessara gleðilegu at-
burða sendi biskup hans hátign
Kristáni X konungi samfagnað-
arskeyti, svo og Sjálandsbiskupi
Fuglsang Damgaard og erkibisk-
upi Norðmanna Eivind Bergrav.
Skeytið til konungs var á
þessa leið
„íslenzka kirkjan samfagnar
Danmörku og óskar yðar hátign,
hinni konunglegu fjölskyldu og
dönsku þjóðinni ríkulegrar bless--
unar Guðs í framtíðinni.
Sigurgeir Sigurðsson
biskup.“
Svarskeyti konungs var þann-
ig:
„Hugheilar þakkir“.
Kristian Rex.
Skeytið til Sjálandsbiskups
var þannig:
„Fyrir hönd íslenzku kirkj-
unnar sendi óg hjartanlegustu
hamingjuóskir og bróðurlegar
kveðjur til dönsku kirkjunnar.
Sigurgeir Sigurðsson“.
Svar Sjálandsbiskups:
„Hjartanlega þakka ég bróð-
urlegar kveðjur og þátttöku í
hinum mikla fögnuði vegna þess
að Danmörk er aftur frjáls.
Guð blessi kirkju íslands.
Fuglsang-Damgaard“.
Skeyti biskups til Eyvind
Berggrav erkibis.:im No’ -w
„Um leið og íslenz . kj.m
þakkar Guði fyrir, a r eruð
laus úr varðhaldinu og land yð-
ar aftur frjálst, árnar hún yður
og kirkju Noregs ríkulegrar
blessunar Guðs í framtíðinni.
Biskupafundi Noregs sendi ég
bróðurlegar kveðjur.
Sigurgeir Sigurðsson“.
Þessu skeyti svaraði erkibisk-
upinn á þessa leið:
„Kirkja Noregs, sem hönd ai-
máttugs Guðs hefir nú frelsað og
baðað í geislum náðar sinnar,
þakkar og gleðst yfir samfagn-
aðarkveðjunni frá systurkirkj-
unni á íslandi.
Eivind Berggrav“.
Starfsemi presta meðal ung-
menna mun fara vaxandi.
Barnaguðsþjónustum fjölgar, og
margir prestar hafa komið á fót
kristilegum félögum ungmenna
í sóknum sínum. K. F. U. M.
starfbði með svipuðum hætti og
áður.
Nokkrar umræður urðu um
skýrslu biskups. Að þeim lokn-
um - var skipað í nefndir og
fundum frestað til næsta dags.
Kl. 8.30 um kvöldið flutti séra
Jakob Jónsson útvarpserindi í
Dómkirkjunni á vegum presta-
stefnunnar er hann nefndi: Eðli
frjálslyndis.
Fimmtudaginn 21. júní hófust
fundir kl. 10 f. h. með morgun-
bæn, er séra Jón Kr. Isfeld flutti,
Að því búnu var tekið fyrir
aðalmál prestastefnunnar að
þessu sinni: Starfsliættir kirkj-
unnar á komandi tíð. Fram-
söguerindi fluttu: Biskupinn
herra Sigurgeir Sigurðsson, séra
Friðrik Hallgrímsson dómpró-
fastur og séra Sigurjón Guðjóns-
son í Saurbæ.
Stóðu umræður um þetta mál
þann dag allan, nema hlé varð
frá 1—4 e. h., er önnur mál voru
rædd. Prestarnir tóku þátt í um-
ræðunum af miklum áhuga og
varð þeim eigi lokið, og frest-
að til næsta dags.
Þenna dag lagði biskup fram
messuskýrslur ársins 1944. Voru
messur alls 4038, þar af 290
barnaguðsþjónustur. Árið 1934
voru messurnar 3777. Altaris-
gestir á landinu voru 6267 en
6012 árið áður.
Ennfremur lagði biskup fram
skrá um úthlutun styrks til fá-
tækra fyrrverandi presta og
prestsekkna. AIIs var úthlutað
kr. 28075.00 til 10 presta og 44
prestsekkna.
Séra Hálfdán Helgason pró-
fastur að Mosfelli gaf skýrslu
um störf Barnaheimilisnefndar.
Safnast höfðu á árinu kr.
8618.75, en í sjóði í árslok voru
kr. 24012.71.
Kl. 8.30 um kvöldið flutti séra
Sigurður Pálsson í Plraungerði
útvarpserindi ^ Dómkirkjunni á
vegum prestastefnunnar: Messur
í lútherskum sið.
Föstudag 22. júní hófust fund-
ir kl. 10 f. h. með morgunbæn,
er séra Jón Auðuns flutti. Að
því loknu hófust enn fram-
haldsumræður um starfshætti
kirkjunnar og stóðu til hádegis.
Kl. 2 var haldinn biblíufélags-
fundur og síðán átti biskup fund
með próföstum.
Kl. 4.30 var enn tekið fyrir
aðalmálið: Starfshættir kirkj-
unnar, svo og nokkur önnur
mál. Voru margar tillögur sam-
þykktar, og er þeirra getið á
öðrum stað í blaðinu. Um kl. 7
sleit biskup prestatsefnunni með
ræðu, þar sem hann þakkaði
prestunum þangaðkomuna og
þann áhuga er þeir höfðu sýnt
í umræðum um dagskrármálin.
Mælti hann til þeirra hvatning-
arorðum og brýndi fyrir þeim
þá miklu ábyrgð, sem á þeim
hvíldi, sem starfsmönnum í vín-
garði Guðs.
Síðan var gengið í kapellu Há-
skólans og flutti biskup þar bæn,
en sálmar voru sungnir á undan
og eftir.
Um kvöldið sátu prestarnir
boð á heimili biskupshjónanna.
Prestastefnan sendi kirkju-
málaráðherra Emil Jónssyni, for-
seta evangelisk-lútherska kirkju-
félagsins vestra, séra Haraldi
Sigmar, forseta Sambands-
safnaðarins, séra Philip Péturs-
syni, prófessor Richard Beck,
forseta Þjóðræknisfélagsins, svo
og þingi Stórstúku íslands árn-
aðar- og heillaskeyti.
Ennfremur barst prestastefn-
unni einkar hlýlegt og fagurt á-
varp frá prófessor Richard
Beck og mörg símskeyti, þar á
meðal frá kirkjumálaráðherra,
Stórstúkuþinginu, forsetum lúth-
erska kirkjufélagsins og Sam-
bandssafnaðanna vestan hafs,
prófessor Ásmundi Guðmunds-
syni, sem staddur er í Ameríku
og fleirum.
¥egleg gföfi Sil
Sanðlamlssdals-
Fyrir skömmu barst' Sauð-
lauksdalskiskju vegleg gjöf.
Voru það tveir kertastjakar, eða
ÖIlu heldur kertasúlur, því hæð
þeirra er rúmur meter, og er
ætlast til þess, að þeir standi
sinn hvoru megin við altarið.
Eru þeir smíðaðir úr póleruðu
birki og frágangur allur hinn
vandaðasti. Framan á hvorri
súlu er lítill kross í dökkum lit,
en kertin, fimm að tölu, ei’u fest
í rennda kúlu, sem situr ofan á
súlunni.
Þessi myndarlega gjöf er gef-
in til minningar um hjónin Sig-
ríði Sigurðardóttur og Magnús
Árnason frá Hnjóti í Örlygs-
höfn, og gefin af böxmum þeii’ra.
Var Magnús heitinn um mörg
ár í sóknarnefnd Sauðlauksdals-
sóknar. Voru þau hjón samhent
í því að efla áhrif og starf kirkj-
unnar, og sýndu í hvívetna að
þau mátu að vei’ðleikum þann
boðskap, sem þar var fluttur.
Með gjöf þessari hafa börn
hinna látnu for-eldra heiðrað
minningu þeii’ra á viðeigandi
hátt um ókominn tíma, en jafn-
framt sýnt, að hin gamla sókn-
arkirkja á enn rætur tryggðar
og i’æktarsemi í brjóstum þeirra,
þótt vegalengdin skilji á milli.
I nafni Sauðlauksdalskirkju
vil ég þakka gefendunum þessa
rausnarlegu gjöf. Hún er í fögru
samræmi við þær minningai’,
sem börn eiga beztar um for-
eldi’a sína, minningu um bjartar
°g hlýjar samverustundir.
Sauðlauksdal 24. júni 1945.
Trausti Pétursson.