Kirkjublaðið - 12.08.1946, Page 3

Kirkjublaðið - 12.08.1946, Page 3
KIRKJUBLAÐIÐ 8 Tvœr nýjar kirkjur vígðar Eru nú tvær kirkjur í Fáskrúhctr- ' bakka-og Kross-sóknum Kirkjan tekur 55 til 60 manns Miklahoitskirkja Um 150 manns urðu að vera fyrir utan kirkjuna meðan vígslan fór fram. Prófastur og allfr prestar á Snæfellsnesi voru viðstaddir., Það var bjart á Ljósufjöllum 21. júlí. Tindurinn á Skyrtunnu var dimmblár í fjarlægð bak við Hafursfell. Það var fagurt að líta upp til fjalla og út til hafs. Þá var margt manna komið sam- an að Miklaholti á Snæfellsnesi til þess að taka þátt í vígslu hinnar nýju Miklaholtskirkju, enda var veður með ágætum. Kirkjan var yfirfull af kirkju- gesturn, og um 130 manns kom- ust ekki inn og voru allt í kring um kirkjuna, á meðan vígsla hennar fór fram. Árið 1936 var Miklaholtskirkja flutt að Fáskrúðarbakka, þar sem sá staður þótti hentugri til kirkj ustaðar fyrir safnaðarfólk- ið, þá lagðist Miklaholtskirkja niður, en þar hafði staðið kirkja í rúmar aiíú aldir. Mörgum þótti eigi að síður leiðinlegt og óviðeigandi, að ekki væri kirkja á þessum stað, og nokkrir, sem áttu hugljúfar minningar tengdar við hinn forna kirkjustað, en voru fluttir þaðan burtu, liófust handa að því, að reisa nýja kirkju á staðn- um. Þeir sem einkum beittu sér fyrir málinu voru m. a.: Frú Þóra Halldórsdóttir, Alexander Valentínusson verzlunarm., Ás- geir Ásgeirsson frá Fróðá skrif- stofustjóri, Eggert Kristjáns- son stórkaupmaður, Kristján Einarsson forstjóri, Óli Óla- son kaupmaður, Sigurður Magn- ússon fulltrúi. Úr héraðinu voru það þeir bræður Magnús og Þor- leifur Sigurðssynir. Ennfremur studdi margt fólk úr Ólafsvík og Stykkishólmi þessa kirkjusmíð með ráðum og dáð. úr Stykkis- hólmi var m.a. kirkjusmiðurinn Kristján Gíslason. Prófastur og allir prestar Snæ- fellsnesprófastsdæmis voru við- staddir er biskup vígði kirkjuna 21. júlí s. 1. Athöfnin hófst á því, að séra Sigurður M. Pétursson að Breiða- bólstað flutti bæn í kórdyrum. Vígsluvottar voru: Prófasturinn séra Jósef Jónsson, séra Magnús Guðmundsson, séra Sigurður Ó. Lárusson, séra Þorgrímur Sig- urðsson. Stólræðuna flutti sókn- arpresturinn séra Þorsteinn L. Jónsson. Séra Árni Þórarinsson fyrrv. prófastur á Stóra Hrauni var þar staddur og einnig bróð- ir hans Ágúst úr Stykkishólmi. Flutti séra Árni bæn að vígslu- athöfn lokinni. Söngurinn í kirkj- unni var frábærilega góður. Er guðsþjónustan hafði farið fram, voru nokkrar ræður flutt- ar og töluðu séra Árni Þórarins- son, séra Jósef Jónsson prófast- ur, Magnús Sigurðsson, Alexand- er Guðbjartsson og biskup. í sætum og var byi'jað á smíði hennar vorið 1944. Altaris- og messuklæði kirkjunnar hefir frú Unnur ólafsdóttir gert, og er það verk frábærilega af höndum leyst, eins og við mátti búast. Er kirkjan hafði verið vígð, settust kirkjugestir að - kaffi- drykkju í stóru tjaldi, er hafði verið reist á staðnum, og þar var veitt af mikilli rausn. Hefir hér verið unnið mjög fagurt og fórnfúst starf, og eiga þeir sem beittu sér fyrir endur- byggingu kirkjunnar miklar þakkir skyldar. Sýnir það í senn ræktarsemi þeirra við staðinn og vilja þeirra til þess að láta kirkj- una og hennar boðskap ná sem bezt til fólksins. Miklaholtskirkja er fögur smíði og vönduð utan sem iftnan. Mun hún hafa kostað um 70 þús. krónur fullgerð. f Miklaholti búa nú Valgeir Elíasson og kona hans Guðlaug Jónsdóttir. Kapellan að Voðmúla - 'stöðum Að Voðmúlastöðum í Landeyj- um í Rangárvallaprófastsdæmi hefir verið kirkjustaður í marg- ar aldir, þar til nú um nokkurt skeið, að þar hefir engin kirkja staðið. \ Margir undu því illa, að þar skyldi ekki vera kirkja, og þess vegna hófust ýmsir áhugamenn og konur handa um fjársöfnun í því skyni, að kirkja eða kapella yrði aftur reist að Voðmúlastöð- um. Voru það bæði innan og ut- anhéraðsmenn, en helzti for- göngu- og hvatamaður þessa máls er Sigmundur Sveinsson, fyrrv. umsjónarmaður í Miðbæj- arskóla Reykjavíkur. Hefir hann unnið að framkvæmd byggingar- málsins af svo miklum áhuga, að fátítt mun vera, og svo má og segja um ýmsa aðra, sem hér koma við sögu. Þeir sem næstir búa kirkjustaðnum, hafa lagt til hans mjög mikla vinnu og fé og með þessum sameinuðu átökum er nú kapellusmíðinni lokið og var hún vígð 4. ág. s. 1. af bisk- upi landsins að viðstöddum sókn- arprestinum og svo miklum mannfjölda að margir urðu að standa úti við dyr og glugga kirkjunnar meðan vígsluathöfn- in fór fram. Vígsluathöfnin fór þannig fram, að biskup flutti vígslu- ræðu og vígði kapelluna að.svo búnu. Sóknarpresturinn séra Sig- urður Haukdal að Bergþórshvoli steig í stólinn og var vígslu- vottur, ásamt leikmönnunum Sigmundi Sveinssyni, Geirmundi Valtýssyni og Pétri Guðmunds- syni. Organisti kirkjunnar Björg vin Filippusson lék á hljóðfæri og annaðist sönginn við athöfn- ina, og vakti söngurinn almenna athygli fyrir fegurð sína. Kjart- an heitinn Sigurjónsson, sem um skeið starfaði á vegum kirkj- unnar, hafði um tíma sagt kórn- um til í tónmyndun og kirkju- söng, áður en hann féll frá. Allir, sem til athafnarinnar komu, dáðust að fegurð kapell- unnar og þeirri fórnfýsi, sem birst hefir á meðan á byggingu hennar hefir staðið. Hún mun taka á annað hundrað manns og hvíla litlar skuldir á henni. Mun kapellan hafa kostað allt að 70 þúsundum króna. Er hér um mikið afrek að ræða og kapellan skýr vottur þess, að sá sem treystir því, að Guð sé í verki með honum, yfir- stígur alla erfiðleika. Húsameistari ríkisins teiknaði kapelluna og kemur öllum, eins og áður er sagt, saman um, að hún sé einkar falleg. Aðalsmið- irnir voru Jón Kristjánsson og Geirmundur Valtýsson. 1 lok guðsþjónustunnar fliTttu þeir biskup og Sigmundur Sveinsson ávörp til safnaðarins. Að vígsluathöfninni lokinni gengu kirkjugestir út í. kirkju- garðinn, sem er umhverfis kirkj- una og voru lögð blóm á leiði framliðinna, er þar hvíla og mælti biskup þar nokkur minn- ingarorð. Trúboði verður sendiherra USA í Kína New York: — Hinn nýi sendi- herra Bandaríkjanna í Kína, dr. Leighton Stuart, útnefndur af Truman forseta, hefir verið 41 ár í Kína sem trúboði þar. Hann er vígður prestur, og hefir einn- ig verið prófessor í guðfræði og háskólarektor. í sambandi við starf sitt í Kína hefir hinn nýi sendiherra látið svo um mælt: Kínverska þjóðin er að vakna til meðvitundar um, að til þess að geta orðið lýðveldi á nú- tíma mælikvarða og samræmst hinni nýju skipan heimsins, vantar hana siðferðislegan styrkleika. Og hún sér, að sannir kristnir menn hafa slíkan styrkleika. Framtíð Kína mun leiða í Ijós, að kristin trú er sú eina, sem mun verða lífi gædd. Um tvennt er því að velja: Krist- indóm eða trúleysi. ---— Kirkjukór Reykjahlíðar var stofnaður 2. júní 1946 með 20 meðlimum. Organisti og söngstjóri er Sig- fús Hallgrímsson, Vogum. Stjórn: Kristján Þórhallsson, formaður Ungfrú Svava Sigurðardóttir Ungfrú Ásdís Sigfúsdóttir, rit. Illugi Jónsson, gjaldkeri Frú Bára Sigfúsdóttir Frú Guðfinna Stefánsdóttir Kominn heim frá Svíþjóð RNS ljósmynd. Séra Ingólfur Ástmarsson. Þann 8. júlí s. I. komu þau hjón- in séra Ingólfur Ástmarsson og frú Rósa Blöndal heim. frá SvíbjóS meö strandferSaskipinu Esju. Þau hjónin fóru erlendis í sept. 1945 og flugu þau þá til Uppsala í Svíþjóð, þ ar sem séra Ingólfur stundaði framhaldsnám í sálgæzlu, prédikun og trúfrœoi. TíSindamaSur blaSsins átti tal viS séra Ingóif rétt eftir aS hann kom til landsins, og spurSi hann um dvöl þeirra hjóna í SvíþjóS. „Ég lagSi aðallega stund á trú- fræðink4 ‘, sagSi séra Ingólfur, „og sótti í þeirri grein tíma til Hjálm- ars Lindroth prófessors, sem er mjög lærSur og rnerkur guðfræS- ingur“. „HvaS var það helzt í trúfræS- inni, sem þú kynntir þér?“ „Það, sem Svíar kalla „Luther Renesansen“. I SvíþjóS hafa þró- azt merkar rannsóknir, þaS sem af er þessari öld, á ritum Lúthers. Þessar rannsóknir hafa sett sterk- an svip á alla guSfræSi SvíþjóSar og kirkjulíf“. „HvaS getur þú sagt mér af kirkjulífinu í Uppsala?“ „Hin veglega Uppsala-dómkirkja, sem er ein veglegasta dómkirkja á Norðurlöndum, setur mestan svip á allt kirkjulegt starf í þeim frœga háskólabæ. Er messaS þar kl. 11 f. h. á hverjum sunnudegi, og kirkj- an þá venjulega fullsetin. Þá erit viS messu þar á þriSja þús. manns, en við sérstök tœkifœri eru yfir þrjú þúsund. Á föstudagskvöldum er mjög hátíSleg stund í kirkjunni, og eru þá flutt fegurstu og fræg- ustu verk úr andlegri tónlist. A hverjum sunnudagsmorgni og á miSvikudagskvöldum eru altaris- göngur. „I Uppsala eru einnig fleiri kirkj- ur. Þar eru tvær aSrar þjóSkirkj- ur og kirkjhr ýmsra sértrúar- flokka“. „Eru sértrúarflokkar öflugir í Svíþjó3?“ „Já, þeir munu vera þaS. Þó eru þeir lieldur aS dala, en sænska þjóS kirkjan aS eflast“. EIDEM — — Séra Ingólfur fékk tækifæri til þess aS hitta erkibiskup Svía, Erl- ing Eidem á kirkjulegum þingum og fundum presta í SvíþjóS. Einn- ig lilustuSu þau hjónin oft á liann flytja guSsþjónustur. „Hvernig kom þér þessi yfirmaS- ur sænsku kirkjunnar fyrir sjónir?“ „Mér fannst hann ‘ bera mikinn persónuleika“, sagði sér Ingólfur, „er hann hinn Ijúfasti maður í'per- sónulegri viðkynningu. Hann er áhrifamikill prédikari“. Séra Ingólfur hitti fleiri biskupa þar á meSal Gustav Aulen, er skrif- aSi þá bók trúfræSinnar, sem er lesin viS guSfræSideild háskólans liér. ÍSLENZKT NÁMSFÓLK 1 UPPSALA. „Eru margir íslenzkir stúdentar viS nám í Uppsala?“ „Þar er allmikill liópur íslenzkra námsmanna. M. a. get ég nefnt Ár- mann Snævarr, er starfar viS lög- fræSirannsóknir, séra GuSmund' GuSmundss., er var viS svipaS nám og ég. Þóri Þórðarson viS nám í semetiskum málum. Magnús GuS- mundsson í sálfræSi. Geir Krist- jánsson les slafnesk mál. Bjarni Benediktsson les Norðurlanda bók- menntir. Lárus Bjarnason og Ámi Pétursson eru viS landbúnaðarnám. Áxel Kristjánsson og FriSbjöm Benjamínsson við framhaldsnám í kennarafræSum. BAR KVEÐJU FRÁ ÍSLANDI. Á kirkjufundi í höll einni rétt fyrir utan Stockholm, vom séra Ing- ólfur og séra Guðmundur GuS- mundsson mættir fyrir hönd ís- lenzku kirkjunnar. Þar vora mætt- ir fulltrúar frá kirkjum allra Norð- urlanda, og flutti séra Ingólfur þar kveðju héðan að heiman. Einnig sótti hann fund presta suður á Skán, sem var eins konar undir- búningsfundur að öðram fundi, sem á að vera þar í ágústbyrjun. Tilgangur þessa fundar er sá, að ræða þau atriði, er ágreiningur er um meðal kirkjufélaganna, í þeim lilgangi aS efla samúð og skilning milli þeirra. Sá sem stefnir til þessa fundar, er Kyrkeherd Gunnar Ros- endahl. ÍSLAND Á MARGA VINI ERLENDIS. „Hvernig fannst þér vera hugs- að í garð Islendinga?“ spurðum vér að lokum. „ísland á marga ágœta vini í Sví- þjóð, og undraðist ég það mikið, hve vel sumir Svíar gátu talað ís- lenzku. En stundum tók ég eftir því, að ísland vildi gleymast t. d. í blaða- fréttum og greinum, þar sem þess hefði átt að vera getið, en þetta á engan veginn aðeins við um Sví- þjóð. En vinir Islands eru margir, eins og ég sagði, sent jafnan era reiðubúnir til að leggja landinu okkar lið sitt, hvenær sem færi gefst“. Þau hjónin eru nú kómin heim að Stað í Steingrímsfirði ásamt syni þeirra Emi, er var með þeim á ferðalaginu. Ætlar að gefa Stalin Biblíu RNS fréttastofan: ATLANTA: — Þegar forseti baptista í Suður-ríkjunum, dr. L. D. Newton, heimsækir Rússland um þessar mundir, ætlar hann að færa Stalin að gjöf Biblíu sér- staklega prentaða fyrir þennan f oring j a Ráðst j órnarrík janna. Á að standa á henni: Til sam- sveitunga. (Þeir eru báðir komn- ir frá Georgíu). Biblía þessi var prentuð hjá ameríska biblíufélaginu og er nafn Stalins á kápunni. Dr. Newton hefir sagt frá því, að hann ætli að strika undir með rauðu bleki þá ritningarstaði, sem eru sérstaklega þýðingar- miklir.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.