Kirkjublaðið - 14.03.1949, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 14.03.1949, Blaðsíða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ kamur út hálfsmánaðarlega, ca. Z6 blðð á ári. Auk þess vandað og stórt Jtlahefti. — Verð kr. 16.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgtir Sigurösson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: ___ KIRKJUBLAÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 682. # Tskið á móti áskrifendum i sima 6016 frá kl. 10—12 og 1—6 e. hád. Isafoldarprentsmiöja h.f. Ófrjóar deilur Páll postuli segir þau spak- legu orð að bókstafurinn dejðir en andinn lífgar. Þessi orð hafa þráfaldlega sannast í lítt frjóum deilum inn- an kirkjunnar á undanförnum árum og öldum, þar sem meiri áherzla hefir lögð verið á bók- stafinn en hinn lifandi og líf- gefandi anda. Enn virðist sama sagan end- urtaka sig er prestar og sagn- fræðingar hér deila um orð þau og ummæli er guðspjöllin hafa eftir Kristi varðandi það hvort verjast beri illvirkjum og of- beldismönnum eða eigi og er jafnvel ekki trútt um að deilur þessar hafi komist inn í sjálfa kirkjuna og alla leið upp í pré- dikunarstólinn. Einkenni deilunnar er það, að báðir deiluaðilar leggja höfuð- áherzluna á oröin, gera þau að allsherjarlögmáli allra tíma, og telja sig þannig hafa getað fundið orð, eignuð Kristi, sem sanni sín sjónarmið fyllilega. En „andinn sem lífgar" er ekki tiltakanlega áberandi í þessum kappræðum. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt gera mig að dómara í þessu hitamáli dagsins, vildi ég þó mega benda á þau meginatriði, sem ég hygg að allir geti orðið sammála um sem fremur líta á anda kristindómsins en einstök orð hinna helgu ritninga. Er það þá fyrst, að í því ríki, sem Kristur taldi sig kominn til að stofna á meðal mannanna, átti ofbeldi og hnefaréttur aldrei að ráða úrslitum neinna mála, hvorki skyldu þar sverðin úr skera né heldur nakínn hnefinn eða neinskonar kúgun eða þving- un er hindra mætti það að mað- urinn talaði og breytti eíns og samviskan og hið bezta í sjálf- um honum bauð hverju sinní. í öðru lagi skyldu menn eigi aðeins varast að gjöra öðrum mönnum rangt eða illt, heldur breyta við þá eins og væru þeir bræður manns og systur. Menn skyldu fúsir til sátta við and- stæðing sinn og heldur þola ó- rétt og jafnvel líkamlega mis- þyrming en að hefna þess í bræði. f þriðja lagi taldi svo hins- vegar Kristur vera til þau verð- mæti, er allt bæri að leggja í söl- urnar fyrir til að bjarga og varðveita, og jafnvel lífið sjálft Frá vísitazíuferðum biskups sumarið 1948 Niðurlag. Stóra-Vatnshornskirkja stend- ur í mjög fögru umhverfi í Haukadal. Hinn gróðursæli fjalladalur ber mörg hin feg- urstu einkenni íslenzka dalsins, þar sem friður og kyrrð ríkir, dalsins sem er hlýtt og gott at- hvarf og kært heimkynni. Það fann ég líka fljótt, að íbúum hans þykir vænt um dalinn sinn og skilja ekki við hann sárs- aukalaust. Stundin í kirkjunni var sannkölluð friðarstud. Söng- urinn var ágætur og þátttaka safnaðarins góð í því, sem fram fór. Kirkjan er nokkuð farin að eldast. Hún er reist 1877 og ýmislegt, sem gjöra má til þess að fegra hana, enda virtist mér öllum koma ásamt um að hrinda þeim endurbótum í framkvæmd við fyrsta tækifæri. Þessi litla kirkja varð fyrir því happi að henni var gefin vegleg gjöf fyrir skemmstu. Gef- andinn er Sigurður Skjaldberg stórkaupmaður í Reykjavík. Þegar Frjáislyndi söfnuðurinn ef þess væri krafist. Þessi verð- mæti gátu ýmist verið fólgin í eigin sál eða þau snertu heill bræðranna. Samkvæmt anda kristindóms- ins eru því takmörk fyrir því, hvað leggja megi í sölurnar til þess að bjarga eigin lifi. Að kaupa sér líf fyrir sannfæringu sína, er að gjalda það of dýru verði. En þegar um líf og frelsi annara er að ræða, gegnir öðru máli. Eða hver vill telja það ókristilegt og gagnstætt anda Jesú, að móðir verji barn sitt fyrir ofbeldismanninum, sem ætlar að vinna því mein? Eða mundi Kristur banna, að við skærumst í leik til þess að bjarga lítilmagnanum, ef hann er ofbeldi beittur? Á aðeins að ; láta sér nægja að segja við of- beldissegginn: „Hér er ég, berðu mig líka?“ Hin kristna hugsjón er guðs- ríki á jörð, þar sem Guðs vilji ræður og mennirnir breyta hver við annan, eins og þeír vilja að aðrir breyti við sig. En á meðan rangsleitni, ofbeldi, kúgun og synd gerir þessa jörð að heim- kynni þjáninga, óréttlætis og ógæfu, þá eigum vér í anda Jesú Krists eigi aðeins að gjöra vort til að lina þjáningarnar og græða sárin, heldur einnig að leggja allt í sölur og jafnvel líf- ið sjálft, ef þess er krafist, til þess að vinna bug á rangsleitn- inni í hvaða mynd sem hún birt- ist og verja lítilmagnann hvort heldur er gegn líkamlegu of- beldi eða andlegri kúgun. S. V. var lagður niður í Reykjavík, kvað Sigurður svo á um að 15 þúsundir króna, er hann hafði áður gefið þeim söfnuði, skyldu renna til Stóra Vatnshorns- kirkju til endurbóta og fegrun- ar kirkjunni. Eftir guðsþjón- j ustuna var rætt um ýms áhuga- j Séra Ólafur Ólafsson. mál safnaðarins, svo sem söng- málin jafnfrámt því sem notið var góðgjörða á hinu gestrisna og góða heimili að Stóra-Vatns- horni. Sóknarnefnd Stóra-Vatns hornskirkju skipa þeir Kristvin Jónasson bóndi að Leikskálum, Benedikt Jónasson bóndi Hömr- um og Jósef Jóhannesson Gilja- landi. Síðasti dagur .visitazíuferðar- innar var kominn. Sólskin var og hið fegursta veður. Mundu bændur ekki kunna því betur að vera heima í dag? Nei, — ég vissi af reynslunni að þeir mundu koma. Um 90% af söfn uðinum kom líka til kirkjunnar. Sumir komu á gæðingum sínum, eins og í gamla daga. Full hesta- rétt af hinum fríðustu fákum var við heimreiðartraðirnar í Snóksdal, er þangað kom. Mér varð starsýnt á þessa fallegu hesta. Og ekki get ég neitað því að mig langaði til þess að skifta um stund á bifreiðinni og ein- hverjum þessara góðu gæðinga. Ég held að Dalamenn eigi góða og fallega hesta og fari vel með þá. Fólkið var að streyma inn í kirkjuna og var nú ánægjulegt að hugsa til guðsþjónustunnar á þessiun sögufræga stað. Tveir af sóknarnefndarmönn- unum voru komnir: Gísli Þor- steinsson bóndi og oddviti í Geirshlíð, sem einnig er organ- isti og forsöngvari kirkjunnar og Pálmi Jónasson bóndi í Snóksdal, sem tók okkur séra Ólafi og kirkjugestum .með mestu vinsemd á heimili sínu. Þriðji sóknarnefndarmaðurinn og formaður nefndarinnar, Hjörtur ögmundsson hrepp- stjóri, var veikur og gat því ekki komið og fann ég að það var harmsefni þeim er til kirkju komu, enda er hann mjög vin- sæll og áhugamaður um öll mál- efni Snóksdalskirkju, sem og önnur er varða hag og heill sveitarfélagsins og héraðsins. Snóksdalskirkja er í raun og veru fallegt hús, en hún er frá 1875 og úr sér gengin á margan hátt. Enda var ákveðið að gera við kirkjuna og búa hana sem bezt svo að hún yrði veglegt guðshús og til sæmdar stað og söfnuði. Verður þessi viðgerð kostnaðarsöm, sem von er, og í raun og veru um endurbyggingu kirkjunnar að ræða. Hafa safn- aðarmenn sótt um styrk til þess- ara endurbóta til Alþingis og tel ég sjálfsagt að Alþingi verði við þeim óskum. Fámennir söfnuð- ir geta ekki einir byggt eða end- urbyggt kirkjur sínar. Og sann- færður er ég um að þjóðarvilj- inn er á bak við þá alþingis- menn, sem hafa skilning á þessu og ljá lið sitt til þess að hjálpa söfnuðunum í því verki og halda uppi og í heiðri mikilvægustu menntastofnununum og æðstu samkomustöðunum í landi voru, kirkjunum. Nú var ferðinni heitið að síð- ustu kirkjunni, Kvennabrekku- kirkju. Bifreiðin rann þægilega eftir veginum og gott tækifæri að skoða fegurðina sem blasti við hvert sem litið var. Ég var að hugsa um það, hversu mikil er fjölbreytnin 1 náttúrufegurð landsins. Þessar mildu línur og mér liggur við að segja suð- ræni blær yfir héraðinu var sér- staklega heillandi. En hvað þetta var fjarri ís og kulda. Og nú var komið að Kvenna- brekku. Þar hefir orðið stór og góð breyting hin síðari ár. Nýtt og fallegt prestsseturshús hefir verið byggt á staðnum og er nú mjög staðarlegt heim að líta er hið nýja hús blasir við og hin myndarlega kirkja, sem setur sinn tignarlega svip á brekkuna eins og sveitina alla. Prestsset- urshúsin í Hvammi og að Kvennabrekku voru reist sam- tímis og var þess mikil þörf á báðum stöðum að bústaðir prest- anna kæmust í annað horf. 0- víða mun nú heimkoman að prestssetri öllu fegurfi en á Kvennabrekku. Mjög smekklega er gengið frá öllu umhverfis húsið og hefir presturinn sýnt þar mjög mikinn áhuga og góðan smekk. Guðsþjónustan í Kvenna- brekkukirkju átti að hefjast kl. 6 e. hád. Var mér tjáð, að flest allt sóknarfólk væri komið til kirkju. Einnig var fólk komið lengra að, t. d. prófastshjónin í Hvammi og fleira fólk með þeim. Ennfremur Sigtryggur hreppstjóri á Hrappsstöðum. Kvennabrekkukirkja er ein hinna prýðilegustu sveitakirkna landsins. Hún er reist 1924—’25 og byggð úr steinsteypu. Fór vígsla hennar fram á uppstign- ingardag 1925. Við guðsþjónustuna þenna dag þjónuðu auk mín bæði pró- fasturinn og sóknarpresturinn. Þar voru lofsöngvar sungnir, orð Guðs prédikað, beðið fyrir landi og lýð og fyrir sjúkum. Óskir og bænir voru fram flutt- ar fyrir söfnuði og héraðinu, Dalaprófastsdæmi og starfi kristinnar kirkju innan vébanda þess. Að guðsþjónustu lokinni var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í hinum nýja sam- komusal í kjallara prestsseturs- hússins. Þar voru fluttar marg- ar ræður. Rómuðu menn rausn og gestrisni prestsins, sem létt- ur í lund, vinhlýr og einlægur talaði, sem bróðir og Nvinur við alla sem voru gestir hans, og þó eins og heimamenn. Söngsveit Kvennabrekku- og Snóksdalssóknar hafði annast söng á þremur kirkjunum og sýndi með því sérstaka fórnar- lund og vináttu v'ð kirkjuna. Ánægjulegt var að sjá hve góð- an árangur starf söngmálastjór- ans hafði borið í héraðinu, enda ríkti þar einlægt þakklæti til hans fyrir starfið. Sumarkvöldið var yndislegt. Kirkjufólkið var á leið heim. Mér fannst ég sakna þess. En ég var auðugri að góðum minn- ingum eftir þessa daga. Ég hafði eignast marga vini og samherja. Samstarfið við prest- ana í héraðinu hafði verið eink- ar ljúft. Ég hafði eignast meiri þekkingu á Dalamönnum, lífs- viðhorfi þeirra og lífsbaráttu. j Ég hafði kynnst fallegum heim- ! ilum og séð stórar framfarir og framkvæmdir á sviði landbún- aðar, og loks það sem mér finst skipta mestu máli. Ég fann hjá fólki í Dölum einlægan áhuga á menningar- og kirkjumálum. Er ég nú lýk máli mínu um visitazíuferð mína um Dala- prófastsdæmi, þakka ég prest- um og safnaðarfólki fyrir sam-. (starf og ágætar viðtökur og óska. :þess að vernd Guðs megi vaka, !yfir héraðinu og héraðsbúum I öllum. S. S. Úr Hallgrímsprestakslli Sóknarprestarnir í HalL grímsprestakalli í Reykjavík hafa aukið að nokkru störf sín síðan Hallgrímskapellan van vígð og tekin til afnota. Fyrir- skömmu gekkst séra Sigurjón Árnason fyrir kristilegum sam- komum þar, er haldnar voru að kvöldinu í vikutíma og töluðu þar ýmsir og þar á meðal dóm- prófasturinn í Rvík. Séra Jakob-. Jónsson hefir þar daglegar kvöldbænir alla föstuna og eru sungnir Passíusálmar á undan og eftir. Meðal þeirra sem þar flytja kvöldbænir eru kennarar og stúdentar við guðfræðideil<þ Háskólans. /

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.