Kirkjublaðið - 22.05.1950, Qupperneq 1

Kirkjublaðið - 22.05.1950, Qupperneq 1
VIII. árg. Mánudagur, 22. maí 1950. 9. tbl. Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi í Saurbæ á Kjalarnesi er kirkju getið þegar um 1200. Var það Péturskirkja og átti 30 hundruð í heimalandi. Lágu þangað tíundir milli Blikdals- ár og Eilífsdalsár. Þar var og prestssetur í kaþólskum sið. Lágu þangað tvær útkirkjur. Var önnur í Mýdal og sungið þangað annan hvorn dag helg- an. Hin var á Eyri og stóð sú kirkja fram yfir miðja 18. öld, var lögð niður með konungs- bréfi 17. maí 1765. Nú er Saur- bæjarkirkja útkirkja frá Reyni- völlum. I Saurbæ er steinkirkja reist af Eyjólfi bónda Runólfssyni í Saurbæ árið 1902, er þá var eigandi kirkjunnar. Þessi kirkja hefur hinn 7. maí s.l. verið af- hent söfnuðinum til umsjónar og fjárhalds. Er nú verðið að gera við kirkjuna bæði utan og innan og var sú aðgerð hafin nokkru áður en eigendur af- hentu kirkjuna. Þessi kirkju- viðgerð mun verða hin myndar- legasta og sýnir hinn fámenni söfnuður þar mikinn áhuga og fórnarlund. Kirkja þessi er allauðug að góðum gripum og gömlum. Má þar einkum nefna: Kaleik með patinu úr silfri, bakstursdósir úr silfri, sVo altarisstjaka tví- arma úr eir og tvo minni úr látúni, ljósahjálm úr eir, skírn- arfont og skírnarskál, gamlan korpóraldúk og kristmynd forna. Séra JAKOB JÓNSSON: ÁHRIF ANDANS HVÍTASUNNUPRÉDIKUN Lexía: Post. 2, 36—41. Nokkur ár eru liðin síðan ég sat á laugardagskvöld fyrir hvítasunnu inni í vinnustofu Einars Jónssonar og virti fyrir mér Kristsmyndina, sem nú er í Hallgrímskirkju. Einu sinni ennþá hafði myndsnillingurinn sezt að fótskör meistarans, lát- ið anda hans snerta sál sína og leiða hönd sína, er hann mótaði leirinn. Það tekur mig oftast nær alllangan tíma að kynnast myndum. Ég tók mér sæti og horfði stundarkorn á myndina. Hin rósama tign, karlmann legur þróttur og sárþýða við- kvæmni snart huga minn. Mér fannst ég vera að horfa á eins konar hvítasunnutéikn. Svona hefur andi Krists um aldaraðir stigið niður í efnisheim list- anna og skapað þar hin dýr- ustu form í línum, litum og ljóð- um. f helgum siðum og venjum, í trúfræðilegum kenningum, sálmum og ytri starfsformum. Eins og ljósið laðar fram líf í óteljandi myndum, eins og krafturinn birtist í fjölmörgum ótíkum athöfnum, eins og lind- in vökvar blóm af ótal gerð og tegund, þannig hafa máttur og tákn hins andlega máttar Krists birzt í hinum jarðneska leir, frá dögum hinnar fyrstu hvíta- sunnu. Það er freistandi að óska sér þess að mega öllum stund- um njóta þessara undra, dást að þeim, rýna í þau og sökkva sál sinni í íhugun dásemdanna. Slík tilfinning er rík í sálum mannanna. Hefirðu lagzt niður í græna grasbrekku á sumar- degi og fundið Guðs anda í hverju strái? Hefirðu, vermt sál þína við innblásinn söng? Hef- irðu fundið friðinn og rósem- ina gagntaka þig við fagra helgiathöfn í guðshúsi ? Hefirðu fundið undrun og hrifningu þeirrar stundar, er þú varst vottur að dulrænum athöfnum eða atvikum, sem færðu þér heim sanninn um, að kraftur hins andlega heims streymir inn í jarðlífið? Þú varst eftir það sannfærður um, að sending hins heilaga anda Krists hefði verið staðreynd. Tákn hvítasunnunn- ar, hið ytra, urðu þér raun- verulegri en fyrr. — Hefirðu ekki einhvern tíma orðið hug- fanginn af öllu því, sem andi Guðs er að skapa í náttúrunni og mannlífinu, allt til þessa dags? En hefirðu svo aldrei hrokk- ið upp úr slíkum draumum við sting í hjartað, eins og menn- irnir, sem textinn getur um? Skömmu eftir stríðslokin var ég í heimsókn hjá vini mínum, sem sýndi mér allmikið af myndum. Það voru ljósmyndir frá ferðalagi, er hann var ný- kominn úr fi'á Mið-Evrópu og Norðurlöndum. Þessar myndir sýndu sjúkl- inga, flóttamenn og öreiga, sem meir líktust beinagrindum en lifandi fólki. Þjáning meitluð í hvern andlitsdrátt. Ógn og dauði letruð í hálfbrostin augu. Vinur minn sagði mér frá vandamálum, sem enginn virt- ist vita hvernig leysa skyldi, frá mönnum og stofnunum, sem voru að reyna að hjálpa hver á sínu sviði, en gætu þó ekki slitið úr huga sér fordóm hefndarinnar og ekki stillt sig um að líta á þjóðerni, flokka eða stefnur í hjálparstarfi sínu. Jafnvel kristindómsins merki er ekki dregið að hún, en blakt- ir í hálfa stöng yfir hálfdauð- um val, því að hugurinn er hálfur, sem höndinni stýrir. En vinur minn undirstrikaði hvað eftir annað í frásögn sinni þetta: Hér fær enginn leyst hnútinn, — hér fær enginn hjálpað og læknað, nema heilag- ur andi. Mér varð hugsað til Krists- myndar Einars Jónssonar upp í Hnitbjörgum. Hvenær kem- ur sú stund, að mennirnir reyn- ist færir um að móta úr sjálf- um sér þá Kristsmynd, sem andi meistarans sjálfs vill knýja þá til að mynda? Á hinni fyrstu hvítasunnu skiptust mennirnir í tvo hópa. í öðrum flokknum þeir, sem voru áhorfendur að teiknum hvítasunnunnar, ýmist undr- andi, háðskir, reiðir, forvitnir eða fagnandi, — en þó fyrst og fremst áhorfendur. f hinum voru postularnir og aðrir, sem gerðust þáttta(kendur f hvíiá- sunninni sjálfri. Þegar Pétur hafði haldið síná' merkilegu prédikun, sém endáði á þeirri niðurstöðu, að Guð hefði gert hann að Drottni og að hinum smurða, þennan Jesús, sem þér krossfestuð, — þá stungust menn í hjörtun og spurðu: „Hvað eigum vér að gjöra?“ Þessir menn skildu það, að leiftur andans voru ekki gerð sem eins konar hátíðaflug- eldar til skemmtunar fyrir fólk- ið, — heldur átti þetta allt saman eitthvert erindi til þeirra sjálfra, gerði kröfu til þeirra og knúði þá til aðgerða. Þeir vildu beinlínis vera þátttakend- ur. Og Pétur lét ekki standa á svari. í fyrsta lagi skyldu þeir gjöra iðrun, síðan skyldu þeir gefa sig Jesú Kristi á vald með j því að skírast í /lafni hans til fyrirgefningar synda sinna. Skírnin var þeim hið ytra tákn þess er fram fór hið innra. Gjöf heilags anda mundi þeim sjálf- um verða veitt. Andi Krists skyldi leiða líf þeirra. Og eins og sársaukaþung eggj unarorð kemur áminning Péturs: Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð. Þar með var skorin upp herör gegn rangsleitni mannlífsins og merki kirkjunn- ar hafið svo hátt á loft, að all- ar kynslóðir hafa síðan séð það borið fyrir sér í herför ljóssins gegn myrkrinu. Að frelsast frá hinni rangsnúnu kynslóð var því ekki það að flýja út úr ver- öld vonzku og syndar til þess eins og dást að teiknum and- ans, og sökkva sér niður í guð- rækilegar stemningar. Að frels- j ast var að dragast upp úr feni | illsku og andleysis, til þess síð- an að láta anda Krists móta sig og verða verkfæri í hendi hans til að ummynda jarðnesk- an leir til himneskrar myndar. Þátttakendur hvítasunnunar líkjast þeim, sem dást ekki að- eins að mætti fossins, heldur virkja hann. Þeir yrkja ekki að- eins ljóð um sólarljósið eða lindina, heldur hagnýta fyrir sjálfa sig og aðra það, sem ljósið eða lindin veitir. Og hin ytri tákn hvítasunnunar urðu hjá þeim ekki aðeins eldtungur og stormþytur, heldur „kenn- jiiig postulanna og samfélagið ;0g brotning brauðsins, og bíen- irnáf“. Kehnirig þosiuíanna var fagnaðarerindið, sern' Kristur hafði falið þeim að prédika. Samfélagið var söfnuður með þeim einkennum, að þar var eitt hjarta og ein sál. Brotning brauðsins var hvort tveggja, minningarmáltíðin, þar sem lærisveinunum veittist andleg gjöf, og kærleiksmáltíðin, sem til var stofnað vegna hinna hungruðu og fátæku. Bænin var sá lykill að Drottins náð, er ávallt hélt dyrum andans opnum. Líf þessara manna varð líf í fögnuði, friði og kærleika. Þó að nýja testamentið fræði oss um það, að snemma hafi borið út af um eitt og annað, þá verður heildarmynd frum- safnaðanna þess eðlis, að innan hans vébanda voru þær óhugs- andi, myndirnar, sem vinur minn kom með frá Evrópulönd- um. Hvítasunnan hafði raun- veruleg áhrif í mönnunum sjálfum. Andi Krists var andi hins sanna og góða, andi friðar og kærleika. í þessu. samfélagi ríkti sá hugsunarháttur, sem Páll postuli lýsir með þessum orðum: Með einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, hvort sem vér erum þrælar eða frjáls- ir, og allir vorum vér drykkj- aðir einum anda. Á meðan mennirnir eru þau börn að halda að hægt sé að breyta mynd hins sundurtætta, lemstraða mannkyns í Krists- mynd guðsríkisins með póli- tískum ráðstefnum, tilfærslu landamæra, þröngsýnu skipu- lagi í hjálparstarfsemi eða hatursfullum hefndarráðstöfun- Framh. á U- síáu. Séra Kristján Bjarnason kjörinn prestur á Reynivöllum Prestskosning fór fram í Reynivallaprestakalli í Kjalar- nessprófastsdæmi sunnudaginn 14. maí s. 1., og voru atkvæði talin á skrifstofu biskups þann 19. s. m. Kjörinn var lögmætri kosn- ingu séra Kristján Bjarnason á Raufarhöfn með 101 atkvæði. Séra Gísli Brynjólfsson hlaut 36 atkvæði, séra Einar Stur- laugsson 9 óg séra Lárus Hall- dórsson 4. ■ Á kjörskrá yoru alls 168 kjós- erióiir ,og 'greiddu 150 atkvæði.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.