Kirkjublaðið - 22.05.1950, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 22.05.1950, Qupperneq 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ Júlíus Ólafsson, vélstjóri: BÆNIN kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og stórt jðlahefti. Verð kr. 15.00 Arg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: SiffurgeÝr Sigurðsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJU B’LA’ÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 532. Tekið á móti áskrifendum I síma 5015 frá kr. 10—12 og 1—6 e. h. íemfeldarprentsmiOja h.f. Prestastefnan 1950 Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, verður Prestastefna íslands háð í Reykjavík dagana 21.—23. júní n. k. að báðum dögum meðtöld- um. Hefst hún að venju með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni og stígur séra Jón ísfeld á Bíldu- dal í stól. Aðalmál Prestastefnunnar að þessu sinni verður kirkjuleg eining. Mun þar sennilega einkum verða rætt um einingu í starfi, þrátt fyrir ólíkar skoð- anir í trúarefnum. Islenzka þjóðkirkjan hefur jafnan verið frjálslynd og rúmgóð. Á það vafalaust sinn mikla þátt í því, hve fátt er um sértrúarflokka og öfgastefnur í landinu. Innan þjóðkirkjunnar hafa jafnan í seinni tíð verið prestar með mjög mismunandi skoðanir á einstökum trúfræðilegum kenni- setningum, en eigi að síður hafa þeir unnað kirkjunni og lagt sameiginlega fram krafta sína til þess að vinna að heill hennar og gengi. Slíkur andi ætti enn að geta ríkt innan kirkjunnar, þótt eigi verði sam- einast um skoðanir og játning- ar.. Einnig mun verða rætt um friðarmálin og kirkjuna, en á sviði þeirra mála vænta menn nú mikils af kirkjunni víðsveg- ar um heim, og telja, og það vafalaust með réttu, að hin kristna lífsskoðun ein megni að skapa batnandi heim og frið á jörðu. Biskupinn mun ræða um al- mennan bænadag fyrir þjóðina, en um það mál hefur nokkuð verið rætt og ritað undanfarið. Loks mun verða rætt um frumvarp um afnám prests- kosninga, er lagt var fyrir sið- asta Alþingi. En þar sem það mál snertir svo mjög alla söfn- uði landsins, er vafalaust rétt að leita álits þeirra um þessi efní. Að þessu sinni munu heim- sækja synadus og íslenzku kirkjuna fulltrúar fr/ systur- kirkjunum á Norðurlöndum, fyrir hönd hinnar merku stofn- unar Nordisk Ökumenisk Isti- tut. Eru meðal þeirra forseti stofnunarinnar Manfred Björk Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. H. P. Það er talið, að bænin hafi alltaf fylgt mannkyninu. I öll- um trúarbragðaflokkum eru biðjandi menn. Trúarlærdómur og aðrar lífsskoðanir breyta þar engu um. Menn biðjast fyr- ir. Bænin er mannleg þörf, sem virðist samgróin manneðlinu. Þessi djúpa bænaþrá kynslóð- anna í öllum löndum og í gegn- um aldirnar, getur ekki verið annað en sönn í innsta eðli sínu. Jesús Kristur höfundur krist- indómsins og stofnandi kirkj- unnar hér á jörð, kvatti læri- sveina sína til að biðja og þreytast ekki: „Biðjið, og yður mun gefast leitið, og þér munið finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, og sá finn- ur, er leitar, og fyrir þeim mun upplokið, sem á knýr“. Kristur var sjálfur bænræk- inn. Hvort heldur í meðlæti eða hann stöðugur í bæninni. Hann andi tengslum við uppsprettu máttarins og kærleikans. Bæna- samband hans við Guð var leið- in, sem hann fékk nægtir sálar sinnar frá. Fyrst Kristur þurfti að fara bænaleiðina til að öðlast styrk og blessun í sínu eigin lífi og starfsemi, hvað um oss, van- máttuga- og þroskalitla menn? I bæninni er ein trú. Þar eru allir sammála og sannfærðir um mátt hennar og blessun. „Faðir yðar veit, hvers þér við þurfið, áður en þér biðjið hann“. Guðs óendanlegi heimur liggur allt umhverfis oss. Vér erum umvafin af máttugum hersveitum Guðs huldu heima, — sem eru langtum æðri og lengra komnar en vér. Þegar vér biðjum til Guðs, berast ósk- ir vorar út til Guðs dýrðar heima, og samtengjast þeim, er miklu lengra eru komnir í því að gera Guðs vilja en vér, sem þessa jörð byggjum. Sendum stöðuglega bænir vorar til Guðs, gefum honum tækifæri til að láta uppsprettu máttarins — og kærleikans streyma inn í sálir vorar, svo að vér getum orðið farvegir og hjálpendur í dag- legri breytni vorri og störfum. quist Stokkhólmsbiskup, Dr. theol. Harry Johansen, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, Kristian Hansson forstjóri frá Noregi, prófessor Regin Prent- er frá Danmörku og fulltrúi frá Finnlandi. Munu þeir allir fíytja erindi -á prestastefnunni. Trúum þeirri staðreynd, að Guð bænheyrir oss. Reynum það í daglegu lífi voru. Guðs huldu heimar umlykja oss á alla vegu og bænin er brúin, sem tengir oss mennina við Guð og þá þjónustubundnu anda, er gjörð vilja hans í alheimin- um. Ég trúi því, að þessu sé þann- ig varið, að þögul eða töluð bæn nái út yfir gröf og dauða, ekki aðeins til hinna æðri máttar- valda, heldur einnig til vina vorra og allra er famir eru af vorum heimi. Hvernig ætti þetta að vera öðru vísi? Guð er réttlátur. Þegar hlustað er á útvarpsguðs- þjónustur eða komið í kirkju, verður maður var ósamræmis í flutningi bænarinnar af pré- dikunarstóli kirkjunnar. Eins og venja er eftir prédikun, er beðið fyrir þjóð vorri og fóst- urjörð, forsetanum, ríkisstjórn, kirkju, kennimönnum, atvinnu- vegum til lands og sjávar, ís- lendingum í öðrum löndum, les- ið faðir vorið og postujleg kveðja. Sumir prestar biðja einnig af prédikunarstólnum við allar guðsþjónustur fyrir þeim, er farnir eru af vorum vheimi, aðrir alls ekki. Hvernig stendur á þessu ósamræmi frá jafn háheilögum stað, eins og prédikunarstólum kirkju Krists? Mér finnst bæn fyrir framliðnum skipta afar miklu máli, bæði við guðsþjónustur og jarðarfarir. Að sú brú (bænin), er tengir saman heimana, megi undir engum kringumstæðum vera sniðgengin við þessar kristilegu athafnir. Ég tel mig hafa veitt því at- hygli, að það eru prestar, sem ýmist eru spíritistar eða hlynnt- ir spíritismanum, sem biðja fyrir framliðhum af prédikun- arstóli kirknanna og með sér- stökum hætti við jarðarfarir. Nú langar mig að fá svarað: Gera þeir þetta í forboði kirkju- ráðsins eða hr. biskupsins? Eða ber öllum prestum að gera þetta samkvæmt stöðu sinni og því heiti, er þeir unnu er þeir voru vígðir til heilagrar kirkju Krists og safnaðanna? Ég vil fúslega viðurkenna, að ég er fákunnandi leikmaður í kristinni rökfræði. Ég hefi alla tíma verið frjálslyndur í trú- málum og veraldlegum málum. Ég held að oss skorti margt frekar en bókstafsdýrkun. — Frjálsræði til að hugsa og á- lykta óbundinn af misjafnlega fornum mannasetningum, er nauðsyn. Hlekkjaður andi, er eins og fuglinn í búrinu. Er ófrjáls gjörða sinna. Ég er spíritisti og hefi fylgt þeirri heillastefnu í full 80 ár. Tel ég það eitt af'mínum mestu höpp- um í lífmu að hafa kvnnst hon- um. Vegna áhrifanna frá spíri- tismanum, er ég örugglega viss um persónulegt framhaldslíf eftir líkamsdauðann. Sökum þessarar sannfæringar minnar og fyrirheita Krists, legg ég svo mikið upp úr bæninni, bæði milli manna hér í heimi og þeirra er farnir eru af vorum heimi, og æðri máttarvalda. Það er í flestum efnum það eina, er vér getum gert fyrir framliðna menn, að senda þeim fagrar og góðar bænir, og þann veg hjálpa þeim á þeim braut- um er þeir hafa lagt út á til þroska og fullkomunnar. Vér gerum oss ef til vill allt- of sjaldan grein fyrir því, hversu mikilvægt það er að hafa bænasamband við látinn vin, einkum fyrst í stað eftir viðskilnaðinn. Þess gætir ekki við jarðarfarir og minningar- athafnir hjá sumum prestum, að þeir séu vissir um raunhæft framhaldslíf sálarinnar eftir líkamsdauðann. I ræðunum er ekki minnst á það, að hinn látni eða látna, sem verið er að kveðja, sé viðstaddur þessa við- kvæmu; kveðjustund. Til hans er ekki vikið orði, frekar en hann væri ekki lengur til. Vin- inum horfna er gleymt og hann hulinn móðu þekkingar- og af- skiptaleysis. Nú ættu þeir kennimenn kirkjunnar, er þannig hagá orð- um sínum að vita, að látinn lif- ir í öðrum verulegum heimi, og er þess meðvitandi hvað er að gerast þessa kveðjustund. Fá- um er meiri þörf á huggun, ástúðarhugsunum og fyrirbæn- um en einmitt þeim, sem farnir eru af vorum heimi. Ekki hvað sízt er það nauðsyn, þegar menn fara snögglega og undirbún- ingslaust yfir landamærin: hug- urinn bundinn við athafnir líð- andi stundar og uppfylling margvíslegra óska. Framh. í næsta blaði. Sléttubönd Margir góðvinir blaðsins víðsvegar á landinu sendu því ljóð til birtingar. Því miður er rúm blaðsins svo takmarkað, að það getur eigi birt nema lítið brot af þeim sæg ljóða, sem því barzt. Má því engin skilja það svo, sem blaðinu sendir ljóð sín, að í því felist nokkur dómur ritstjórnarinnar um það, að ljóðin séu eigi hæf til birting- ar, þótt hún, vegna rúmleysis í blaðinu, sjái sér ekki fært að birta þau. Auðvitað eru kvæðin, sem berast, misjöfn að gæðum, og sumt þannig, að hvorki væri greiði við höfundinn eða þjóð- ina að prenta þau. En hin mörgu Ijóð bera ótvíræðan vott um, að enn ann þjóðin ljóða- gerð og hefur unun af að yrkja. Og enn lifir ferskeytlan og jmgir sig sífellt upp. Ýmsir leika sér að dýrum háttum, eins og sléttuböndum, þar sem kveða má vísuna jafnt aftur á bak sem áfram og jafnvel á. fleiri vegu. Hér eru nokkrar slíkar vísur eftir Helgu Sigurðardóttir Mal- arási: Raknar drómi, skelfast ský, skúra úði kveður. Vaknar Ijómi, himinhlý heimsins bruður gleðmr. Moldarhvarma titra tár, tíbrá flóa prýðir. Faldarbarma, unnir, ár ástkær góey skrýðir. Víkja nætur húmahvörf, himna sætan vakir. Ríkja lætur stórvirk störf, stonna bætir sakir. Gefur öllu kærleikskoss, kal.laö lífrænt yndi. Vefur snjöllu frjálsan foss fögni ívafsbindi. * Bjarni Guðmundsson frá. Hörgsholti sendir blaðinu nokkur kvæði og með bréf í ljóðum er endar á þessari vísu ^ Sæla, f rvóur, gleði góð gæfu þína prýði. Mæla biður, lítið Ijóð lestu, sína smíði. KIRKJUFUNDARSÁLMUR Lag: Víst eru Jesú. Drottinn vor, Jesú, dýrð sé þém Dýrð þína’ að efla þráum vér. Send þú oss kraftinn Föður frá. Fóimandi kærleik vek oss hjá. Lyft vorum anda’ á æðra svið. Opna þar sjónum stefnumið. — Lát þú oss keppa’ í Ijósið inn, Leiðarsteinn vor er krossinn þinn. Onýtir þjónar erum vér. Allt er því traust vort fest á þér. Án þín vér megnum ekki neitt. Einn þú oss getur máttinn veitt. Gef vorum tungum andans eld, orð þitt að flytja .Mædd og hreld hjörtun það vermi’, og líf hjá lýð láttu það vekja’ á hverri tíð. Blessaðu, Drottinn, land og lýð. Leið þina kirkju ár og síð. Auk henni stöðugt andans megn, alls konar böli’ og fári gegn. Böðvai' Bjarnason, Fundur „SAMTÖK JÁTNINGA- TRÚRRA PRESTA“. halda aðalfund sinn mánu- daginn 19. júní kl. 1,30-e. h. í húsi K.F.U.M. Fundarefni samkvæmt dag- skrá. Stjórnin.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.