Kirkjublaðið - 23.10.1950, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 23.10.1950, Blaðsíða 3
IvIRKJUBLAÐIÐ 3 Séra Árelíu-s Níelsson: KIRKJAN Þ I Á sumrin flæðir ferðamanna- straumurinn um allt landið. Bæði innlendir og erlendir ferðamenn þjóta í bifreiðum eftir öllum vegum, og meira að ^segja veglaus héruð fá heim- sóknir sjálfboðínna fótgöngu- liða. Og þessir gestir eru for- vitnir og vilja sjá allt möguegt, og margir þeirra eru eftirtekt- arsamir og sniðugir að segja frá, meira að segja ritfærir. Það gæti komið til mála, að þeir opinberuðu leyndardóma úr sveitinni þinni í einhverju erlendu stórblaði, áður en minnstu vonum varði. Oft er fyrsta spurning ferða- mannsins, sem kemur í þorpið þitt eða sveitina: Hvar ef kirkj- an? Ætli ég mætti líta á kirkj- una ? Svarið-er venjulega jákvætt, og ferðafólkið gengur inn í kirkjuna þína hátíðlegt á svip, skimar upp í loftið, horfir til beggja hliða, gægist inn í alt- arið, gónir á altaristöfluna orð- fátt en hugsandi. Gaman væri að geta lesið hug þess eða hlustað á þegar komið er út í bílinn og ekið af stað. En segðu mér nú eitt, hvað sér fólkið í kirkjunni þinni? Hefurðu litast þar um sem óhlutdrægur áhorfandi ? Sá það rykfallin sæti, haug af dauðum maðkaflugum á gólfinu, grænan gamburmosa í gisnum gluggum, aurspor við gráturnar, máða og upplitaða altaristöflu, kryppluð og slitin messuklæði? Sá það skrautlausa, óhreina, hepjukalda útiskemmu, þar sem fúkkalyktin fær að hafast við í hverju skoti allt sumarið, þrátt Jyrir blómaangan og sólaryl ? Sá það kannski reiðningsdýnu og beizli í krókbekknum við dyrnar, eða gamalt bókadrasl og blaðarusl í kassa á kirkju- loftinu ? Sá það hljóðfæri þar sem önnur hver nóta þegir, en hinar garga óhugnanlega symfóníu, ef mýsnar eru þá ekki búnar að næra sig á belgnum og böndun- um í fótafjölunum? Það er óskandi, að þú hafir ekki þurft að sýna neitt af þessu því að kirkjan er eins og nokk- Airs konar sýnishorn af menn- ingu og hugsunarhætti sóknar og sveitar, nokkurs konar aug- lýsing á þeirra innra manni. Og hvernig var hún utan? Ekki þó eins og skjöldótt kýr eða skjótt hryssa. Nei, svona kirkjur mega ekki sjást á íslandi framar, hafi þær nokkurn tíma verið til. Nú erum við ekki lengur í líkingu við afdalakotið, þar sem enginn kom, nema smalinn af næsta bæ. íslendingar og land þeirra er allt í einu komið í þjóðbraut. Heiður þjóðarinnar getur verið I veði, þótt ekki sé, nema vegna einnar ómyndarkirkju. Og heið- ur Islendinga er dýr og dýr- mætur. Útlendingar dæma okk- ur og menningu okkar hlífðar- laust. Við verðum að auglýsa þjóðina, sem hugsandi fólk, sem ann fegurð og þokka og skilur, hvað hæfir eða hæfir ekki á sínum helgustu stöðum. Og viltu nú hlusta á mig ró- lega ofurlitla stund og helzt að fara eftir því, sem ég segi. Þetta árangurslausa skraf er svo þreytandi. Það eru ekki sóknarnefndirn- ar, sem verða að gera allt. Þú ert ef til vill í kvenfélagi eða ungmennafélagi. Þar ertu ein- mitt á réttum stað. Kvenfólkið og unga fólkið, þar er foryztan, vaxtarbroddur hugsjónalífs og fegurðarþrár. Einhver áhuga- samur piltur eða atorkusöm stúlka þarf að tala um kirkjuna og hvetja til að fara þangað eitt eða fleiri laugardagskvöld. Hreinsa þar og þvo, strjúka alt- arisdúka og klæði, flytja brott óviðkomandi hluti, sem hafa gleymzt. Kveikja upp í ofninum til að hrekja brott fúaþefinn, brenna reykelsi eða lyng í ör- uggu íláti innan dyra. Ekkert gefur kirkju eins mikinn helgi- blæ og unað, eins og mildur, leyndardómsfullur ilmur. Svo þarf að hreinsa glerið í gluggunum, bóna altari, gi'átur og geymsluskápa, fægja kerta- stjaka, könnur og málmhluti. Og gaman væri, ef ungmenna- félagið eða kvenfélagið gæfi kirkjunni við og við einhvern verðmætan hlut. T. d. kerta- stjaka, smáfána, blómvasa á alt- arið, mynd á vegginn, biblíu eða sálmabók í skrautbandi. Að ég nú ekki nefni eithvað stærra, eins og altarisklæði, skrúða, skírnarfont, ljósastikur, gólfá- breiður eða dúka, Allt slíkt er hægt að gefa Guði til dýrðar, gefendum til heiðurs og ástvin- um til minningar, ekki sízt ef hagar og ástríkar höndur hafa unnið hlutinn sjálfar. En ég vil líka minnast á hið smáa, sem veitir ekki sízt líf og litu þessum sameiginlega helgidómi fólksins. Leggið saman í nokkur af- skorin blóm, helzt ilmandi blóm. ! Hafið sem mest af logandi kertaljósum, þar sem þau fara | vel meðan á guðsþjónustu stend- ur. Og viljið þið ekki reyna að gefa kirkjunni kraftmikil blóm í jurtapottum og fá einhvern til að sinna þeim ákveðnar stundir á viku? Og þið í kvenfélaginu og ungmennafélaginu skuluð svo ekki spara að jagast í sókn- arnefndinni viðvíkjandi máln- ingu kirkjunnar utan og innan, sömuleiðis umhverfi hennar, að þar sé allt þokkalegt, vel um gengið og gróandi. Ég þori að fullýrða, að allt sem þú gerir fyrir kirkjuna þína gjörir þú líka fyrir sjálfan þig. Það er ekki mælt út í blá- inn að kirkjan sé auglýsing og sýning á innra manni safnaðar- fólksins. Um leið og þú skreytir kirkjuna og fórnar henni fé eða tíma, tekurðu til í þínum eigin hugarheimi um leið. Og þú gerir líka landi þínu heiður, þjóð þinni sóma og Guði þínum til dýrðar. En mundu samt, að bezta skartið, sem kirkjunni þinni veitist er, að hvert sæti sé skipað af fallegu, guðræknu fólki, sem tekur þátt í guðsþjónustu með bæn og söng og ást til Guðs og manna. Himnaför Maríu gerð að trúaratríði kaþólskra manna Páfagarði 16. okt,: — Talið er að Píus páfi XII. muni hverfa frá sumarsetri sínu til Rómar seinustu dagana í október. Að morgni 3. nóvember ætlar hann að lýsa því yfir í St. Péturs- kirkju, að himnaför Maríu sé gerð að trúaratriði. Um 500 þús. pílagríma hlýða á, en 40 kardí- nálar og 700 biskupar hvarvetna að úr heiminum verða að lík- indum viðstaddir athöfnina. Daginn eftir tekur páfinn á móti biskupunum og kardínál- unum í Vatikanhöllinni. Verða þar komnir saman fleiri kirkju- höfðingjar en nokkru sinni á seinni tímum. Reuter. - Sjómannasálmur - Ég leita vil unz Ijós er fyrir stafni, á lífsins sænum climm þó skyggi él. og stýra svo í Drottins náðamafni til nýja landsins bak við gröf og hel. Ég veit þú ert mitt Ijós og líf og skjöldur, þú líknarfulli góði Jesú minn, og þótt hér stundum ýfist háar öldur, fæst ávallt -skjól viö ná 'öarfa ðrninn þinn. Því bið ég þig, minn bróðir Jesú kæri, um brimsæ lifs að stjórna minni gnoð og hjálpa mér, að lífsorð þín ég læri; í lífi og dauða vertu mín aðstoð. Gamall sjómaður. FIMMTÍU ÁRA VÍGSLUAFMÆLI Hinn 14. okt. s.l. áttu 50 ára vígsluafmæli þeir séra Friðrik Friðriksson, stofnandi K. F. U. M. í Reykjavík og framkvæmda- stjóri þess um hálfa öld, og séra Jónmundur Halldórsson prestur að Stað í Grunnavík. Kirkjublaðið þakkar störf þeirra og árnar þeim heilla og blessunar. Þriðji maðurinn, sem vígðist þenna dag, var séra Ólafur Briern að Stóra-Núpi, en hann andaðist 22. apríl 1930. Passíusálmamir Passíusálmar H. P., með „orða- lykli“, eftir Björn Magnússon próf. Utgefandi Snæbjörn Jóns- son, Rvík. 1950. Bókin er vönduð á allan hátt. En þetta eru óvenju fyrirferða- miklir Passíusálmar, 208 bls. (í Búnaðarrits broti) og orða- lykillinn annað eins, 205 bls., en formálar að auki, 24 bls. Bókin hefst á markmiði út- gefanda, með „lyklinunT , er vera skal til minningar um for- eldra hans, Jón Þorsteinsson (1849—1923) og k. h. Sesselju Jónsdóttur (1854—1947), er bjuggu lengi á Kalastöðum, næsta bæ við Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, sæmdar- og gæða hjón. Útgefandi og systkin hans gefa Hallgrímskirkju í Saurbæ útgáfurétt bókarinnar framveg- is. Næst á eftir þessu, er stutt skýring höfundar á notkun „lyk- ilsins“. Þá koma „Minningar- orð“, eftir séra Jón Guðnason skjalavörð: Um Saurbæ, höfund sálmanna, áhrif þeirra og aldar- far, en meirihlutinn minning um Kalastaðahjónin. Orðalykillinn er mikið verk og vísindalegt fyrir málfræð- inga, þ. e. meginefnis orð öll úr Passíusálmunum, í stafrófsröð með tilvísun í sálma óg vers, eftir töluröð. Þótt sálmarnir séu ekki alveg lausir við dönsk orð, eða meng- uð af því máli, þá er slíkt marg- falt minna en algengu málspjöll- in á 17. og 18. Óld. Og málfarið íslenzka og orðaforðinn mikli, er með ágætum hjá Hallgrími Péturssyni. I orðaforða hans eru mörg orð, sem nú eru lítið notuð og oft lakari orð í stað þeirra, t. d.: biðlund fyrir langlundar- geð, hratt f. felldi, þollyndi, kænskunægð o. m. fl. Notagildi bókarinnar, að öðru leyti. Talin hefur bókin verið góð fermingargjöf, og er hún það vjssulega fyrir ' efnamenn, því hún er í ágætu bandi og verður að vera nokkuð dýr, eftir núver- andi aðgerðum — heima brugg- uðum og aðfluttum. Hætt er þó við, að börn og æskulýður verði misjafnlega á- hugasamur og laginn til þess að nota þennan langa ,,lykil“, sér til gagns og ánægju. Rosknara fólk, sem hefur þó ekki vanist söng eða lestri allra Passíu- sálma föstutímanna, og mun því lítið kunna í þeim, það gæti, með góðum vilja haft mikil not af vísbending þessari og leið- beint þeim yngri. Gamla fólkið kann og þar af að geta haft gagn og gaman til ígripa. En þar er þörfin minni. Fólkið, sem söng sálmana alla, áratugum saman, hlaut að læra það allt, er því þótti hugnæmast í þeim. Og menn eru margir á lífi, er kunna sálmana alla, eða svo að segja, þó förlast kunni föst röð versanna, eða orð einstöku hend- inga, enda er orðamunur tölu- verður í ýmsum útgáfum sálm- anna. — En þær munu nú orðn- ar nálægt 50. á voru máli, auk þýðinga og annarra Hallgríms- kvera. Á húslestraárunum gátu margir sungið sálmana, með öðrum, utan bókar — jafnvel æskufólk, rúmlega á tvítugs aldri. Minni útgáfa. Jafnframt þessari ágætu út- gáfu, tel ég víst að efnalitlu og tekjurýru fólki kæmi betur handhæg, lítil útgáfa sálmanna, og svo ódýr, sem mögulegt væri, eins og algengast hefur verið. Og sennilega hefði það góð áhrif og vekjandi eftirtekt — í líking við „lykilinn" — ef þeirri litlu útgáfu fylgdu 3—4 blöð, með tilvísun beztu vers- anna: bæn, lofgjörð, heilræði og lífsspeki. Svo og bending á beztu sálmana, er ætti að læra alla (t. d. 30. sálminn, er ég tel einn af þeim bezt kveðnu og efnis- ríkustu), líka paila úr sálmum, svo sem nú eru í sálmabókinni. (Nefni ég þar til aðeins sem Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.