Kirkjublaðið - 29.10.1951, Síða 2

Kirkjublaðið - 29.10.1951, Síða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ Merk prestskona látin Sjötugur SÉRA BJARNI JÓNSSON vígslubiskup Hróður séra Bjarna eyk ég ekki, þótt ég riti um hann ör- fáar línur. Það er starf hans, sem heiðrar hann. En skylt er oss, sem hann hefur þjónað með boðun orðsins og sakra- mentanna, að virða það og þakka, og ljúf er sú skylda. Prédikun séra Bjarna er sér- kennileg, ekki sakir viðleitni til frumlegra setninga, kenninga eður sjaldgæfra orða, heldur hins, sem eðlilegt er: alíslenzks alþýðlegs orðfæris, sem er jafn- framt hátíðlegt, en fyrst og fremst lúthersks boðskapar. Stuttar, leiftrandi setningar, snögg og glögg rökvísi og brennandi hjarta fluttu einfald- an, öruggan fagnaðarboðskap. Hann boðar Krist. Kirkjulegur var hann í allri prestsþjónustu. Hann vakti yf- ir venjum kirkjunnar. „Af hverju er ekkert ljós á altarinu í dag?“ kann margur að hafa spurt, sem hlýddi messu í Dóm- kirkjunni á föstudaginn langa. Af engu öðru en því, að þetta er kirkjuleg venja. „En það var alltaf ljós á altarinu hjá hon- um séra Bjarna", sagði barnið, og það er satt. Hann kveikti ljósin. Tvö kerti eiga að standa á altari: lögmál og fagnaðarer- indi. Þau stóðu þar, bæði í ytra og innra skilningi. Biblíulegur var hann í boðun orðsins. Orðfæri hans var mót- að af sálmum Davíðs, spádóm- um Jesaja og spakmælum Saló- mons.En ekki það eitt. Kenning hans var biblíuleg. Hann mætti mörgum, sem börðust við efann. Þeir gátu ekki trúað því, sem Biblían kenndi. Þá spurði séra Bjarni ekki: „Hverju getur þú ekki trúað?“ heldur: „Hverjum getur þú ekki trúað?“ og benti á þann, sem óhætt er að treysta, Jesúm Krist. Hann talaði aldrei léttvæg orð um dauðann, en hann boðaði orð lífsins um hann, er sigrar hinn síðasta óvin. Ég finn það sjálfur, hve ó- eðlilegt er að skrifa allt þetta í þátíð. Svona er séra Bjarni. Hann er enn boðberi orðsins, boðandi Krists. Ég hef verið á mörgum biblíulestrum hjá séra Bjarna. Hann er listamaður á því sviði. Ég veit, að hann á eftir að prédika og tala oft og víða, en ég vænti þess, að hann eigi einnig eftir að flytja marga biblíulestra. „Land, land, land, heyr orð Drottins". Vinir séra Bjarna þakka honum mikið og gott starf á þessum tímamótum og fagna því, að Guð gefur honum krafta til meira starfs. Guð blessi séra Bjarna og heimili hans. Magnús Runólfsson. Hinn 23. ágúst s. 1. andaðist að Stað í Grunnavík frú Guðrún Jónsdóttir kona séra Jónmund- ar Halldórssonar. Hún var fædd að Eyrar-Upp- koti í Kjós 12. júní 1865. Eoreldrar hennar voru Jón bóndi Guðmundsson og kona hans Guðrún Konráðsdóttir. Hún giftist séra Jónmundi Halldórssyni 25. sept. 190(7, en nokkru síðar, hinn 14. okt., tók hann prestsvígslu, sem aðstoð- arprestur til séra Helga Árna- sonar í Ólafsvík. Síðan fór hún með manni sínum að Barði í Fljótum 1902, og í Mjóafjarðar- prestakall 1915. Að Stað í Grunnavík hafa þau hjónin búið og starfað fyrir kirkjuna frá því 1918. Eignuðust þau 7 börn og eru nú 3 þeirra á lífi. Prestskonustaðan er vanda- söm og oft erfið. Hefir jafnan verið mikil risna á prestsheim- ilunum hér á landi, víða er prestssetrið í námunda við sókn- arkirkjuna og öllum er kunnugt um hverja gestkomu það hefir í för með sér á heimili prests- hjónanna. Oft er húsbóndL heimilisins á ferðalögum, í embættiserindum og verður húsfreyja þá að verða hvort- tveggja í senn, húsbóndinn og húsfreyjan. Frú Guðrún var mjög mikil húsmóðir og frábær kona fyrir margra hluta sakir. Hún stóð við hlið manns síns í störfum hans, erfiðleikum hans og reynzlu, svo sem bezt mátti verða og var honum vinur í raun. Heimili þeirra hjóna var á- valt rausnar og gestrisnisheim- ili og hafði orð á sér fyrir örlæti og góðvild. Þar var líka oft gest- kvæmt því hjónin voru bæði að- laðandi, glaðlynd og göfuglynd Það stóð opið vegfarandanum, sem að garði kom og það var athvarf þeim, sem minstir voru og vantaði athvarf og skjól. Munaðarlaus börn komu mörg til þeirra á fyrri árum og tók frú Guðrún á móti þeim með móðurlegri blíðu og annaðist þau með mikilli umhyggju og kærleika. Það mun hafa verið slíkur einstæðingur sem fyrst gaf henni nafnið „Góða mamma““, og upp frá því varð ástvini hennar og öðrum er næstir henni stóðu tamt að nefna hana því nafni. Um- hyggja hennar og ástúð varð til þess að hún var elskuð og virt af öllum þeim, sem hana þekktu og mun mynd hinnar góðu, göfugu konu aldrei líða þeim úr minni. En sérstaklega verður mynd hennar og minn- ing varðveitt af börnum hennar og ættmennum, því betri móður en hana var vart unnt að hugsa sér.En um fram allt man lífs- förunautur hennar og bezti vin- ur hana og þakkar Guði hina dýrmætu gjöf. Kirkja íslands þakkar frú Guðrúnu hennar mikla og góða starf. Hún gegndi skyldu sinni, sem eiginkona og móðir sem bezt má verða og hún var jafn- framt eins og fagur ljósgeisli, sem vermdi alla þá sem með henni dvöldu og ef til vill eink- um þá, sem fáa áttu að og einir voru á kaldri braut. — Hún var ein af ágætustu konum íslenzku þjóðarinnar, sem aldrei verður þakkað eins og vert er. Mynd hennar og minning mun lýsa öllum þeim, sem hana þekktu og henni unnu, til æðri lífs og betri heima. S. S. Fjölmennt kirkjumót í Vík í Mýrdal Síðastliðinn sunnudag var efnt til kirkjumóts í Vík í Mýr- dal og voru þar saman komnir allir kirkjukórar prófastsdæm- isins. Mótið hófst með messu og prédikaði séra Gísli Brynjólfs- son prestur á Kirkjubæjar- klaustri, en séra Jón Þorvarðar- son, prófastur þjónaði fyrir altari. Allir kirkj ukórarnir sungu við messugjörðina. Eftir messu hófst fundur í kirkjunni og flutti prófastur ávarp. Þar sungu kirkjukórarnir einnig saman undir stjórn Ezra Péturs- sonar læknis. Séra Jón Þor- varðarson flutti erindi er hann nefndi Kirkjan og þjóðlífið. Ezra Pétursson lék þá einleik á fiðlu. Séra Valgeir Helgason flutti ræðu og sálm, er hann hafði ort, en síðan sungu kór- arnir enn undir stjórn séra Jóns Þorvarðarsonar. Jón Kjartans- son sýslumaður flutti að lokum ávarp og þakkaði kirkjukórun- um fyrir hið mikla menningar- starf þeirra í héraðinu. Safnaðarkonur í Vík buðu síðan kirkjukórnum og fleiri gestum til kaffidrykkju. Þar voru margar ræður fluttar. Einkum var Ezra Péturssyni fluttar miklar þakkir fyrir starf það, sem hann hefir af svo mik- illi alúð og ósérplægni unnið í þágu söngmála í héraðinu. Ezra er nú að flytjast á brott úr Vestur-Skaftafellssýslu.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.