Kirkjublaðið - 27.03.1953, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 27.03.1953, Qupperneq 2
r-nj' KIRKJUBLAÐIÐ S £ 11 A SVEINN VÍKIJÍGEB: Kirkjnstaðir f Skaftafellsprófastsdæmi I Skaftafellsprófastsdæmum eru nú, sem kunnugt er, sex prestaköll, en þrettán kirkjur. Prestaköllin eru: Bjarnanes, Kálfafellsstaður, Hof í Öræf- um, Kirkjubæjarklaustur, Ás- ar og Vík. Kirkjur eru nú á þessum stöðum: 1. Stafafelli, 2. Bjarnanesi, 3. Brunnhóli, 4. Kálfafellsstað, 5. Hofi, 6. Prestsbakka, 7. Kálfafelli, 8. Gröf, 9. Þykkvabæ, 10. Lang- holti, 11. Vík, 12. Reyni, 13. Skeiðfleti. Áður var þessi skipan all- mjög á aðra lund eins og brátt mun sýnt verða. Er með vissu vitað um eftirtaldar kirkjur og bænhús á þessu svæði. 1. Stafafell. Þar var prests- setur fram um 1920, er sóknin lagðisttil Bjarnanesskalls. Var sú sameining lögtekin 1907, þótt eigi kæmi til framkvæmda fyrr. Á Stafafelli var Maríu- kirkja og sátu þar löngum tveir prestar í kaþólskum sið, enda var þaðan sungið á fimm bænhús. Ekki hefi eg séð til- greind nema fjögur af þessum bænhúsum: Neðri Fjörð, Svín- hóla, Bæ og Hvamm. Bænhúss í Neðra Firði er getið í minnis- greinum Gissurar biskups um 1540. Og í sóknarlýsingu Stafa- fells 18. okt. 1842 segir séra Björn Þorvaldsson: „Munn- mæli eru, að bænhús hafi ver- ið í Svínhólum, Bæ og Hvammi, en engin merki sjást til þess nú, að kirkjugarður hafi þar verið, heldur eru á þessum jörð- um skemmukofamyndir, sem snúa í vestur og kölluð bæn- hús, en allar eiga þessar jarðir fjörupart og víst hefir Hvamm- ur verið stór jörð eins og Bær“. 2. Bjarnanes. Þar er enn í dag prestssetur og kirkjustað- ur og hefir svo verið frá önd- verðri kristni. Kirkja þar var Maríukirkja. í kaþólskum sið voru þar tveir prestar og að auki djákn. Var og þaðan sung- ið á tvær kirkjur, að Horni og Arnanesi, og sennilega tvö bænhús. Var annað í Skógey, sem löngu er komin úr byggð, en um hitt er mér ekki kunn- ugt. 3. Horn. Hálfkirkja og þjón- að frá Bjarnanesi. Máldagi hennar frá 1576 er enn til. Kirkja þessi var endanlega lögð niður með konungsbr. 17. maí 1765. 4. Arnanes. Kirkju þar var þjónað frá Bjarnanesi og er til máldagi hennar frá 1576. Síð- ast hefi eg séð kirkjunnar get- ið 1592. Sennilegt tel eg, að hún hafi verið lögð niður á undan Hornskirkju, enda þótt þess sjáist ekki getið. — Sumir telja, að bænhús muni verið hafa í Hafnarnesi og á Meðal- felli, en eigi hefi eg fundið sönnur á því, enda þótt vel megi það verið hafa. 5. Hoffell. Þar var Maríu- kirkja og átti hálft heimaland. Er kirkjunnar getið þegar um 1200. Þar var í kaþólskum sið bæði prestur og djákn og það- an sungið að Svínafelli og á bænhús í Krossbæ. Hoffells- kirkja hefir sennilega orðið út- kirkja frá Bjarnanesi seint á 16. öld. Með landshöfðingjabr. 31. jan. 1894 var kirkjan lögð niður og sóknin sameinuð Bjarnanesi. 6. Svínafell. Þar mun lengst- um hafa verið hálfkirkja og þjónað frá Hoffelli. Líklegt er, að kirkjan hafi lagzt niður um svipað leyti og Hoffellskirkja varð útkirkja Bjarnaness. — Krossbæjarbænhúss er getið í minnisgreinum Gissurar bisk- ups 1540, en hefir sennilega lagzt niður um það leyti. 7. Einiholt. I Einiholti var Maríukirkja og átti allt heima- land. Þar sátu í kaþólskum sið tveir prestar og var þaðan sungið að Viðborði og á bæn- hús í Holtum. Einiholtskirkja mun hafa verið flutt að Holt- um árið 1824. Hinn 17. jan. 1899 var leyft að flytja hana að Slindurholti. Af því varð þó eigi, heldur var kirkjan endur- byggð á Brunnhóli og stendur þar síðan. Einiholtsprestakall var með lögum 1880 sameinað Bjarnanesi. En með presta- kallaskipunarlögunum 1907 var sóknin lögð til Kálfafells- staðar og hefir staðið svo síð- an. í lögum 1952 er sóknin nefnd Brunnhólssókn. 8. Viðborð. Þar var hálf- kirkja helguð Maríu og var þjónað frá Einiholti og sungið þar annan hvern dag helgan. Viðborðskirkju er getið 1592 og hefir vafalítið staðið fram yfir aldamótin 1600. Bænhúss- ins að Holtum er getið um 1540. Þó er ekki öruggt, að húsið hafi þá verið uppistandandi. 9. Kálfafellsstaður. Ekki er ósennilegt, að Kolur Þorsteins- son, sem trú tók af Þangbrandi, hafi látið kirkju gjöra á Kálfa- fellsstað og þá sennilega um árið 1000. Þar var Ólafskirkja og átti allt heimaland. Sátu þar tveir prestar og djákn og var þaðan sungið á kirkjur í Borg- arhöfn, Reynivelli og Breiða- bólsstað og á fjögur bænhús. Ekki er vitað, hvar bænhús þessi ’stóðu, nema eitt þeirra mun verið hafa í Heggsgerði, en sennilega lagzt niður fyrir 1343. 10. Borgarhöfn. Þar var hálf- kirkja og þjónað frá Kálfa- fellsstað lengstum. Má þó vera, að prestar hafi verið þar stöku sinnum, því kirkjan átti svo mikið í heimalandi sem prests- skyld heyrði. Kirkja er með vissu í Borgarhöfn fram yfir 1576, en hefir lagzt niður ekki löngu síðar. 11. Breiðabólsstaður. Blasi- usarkirkja og þangað sungið annan hvern dag helgan frá Kálfafellsstað. Kirkjan hefir lagzt niður á tímabilinu 1576- 1708. 12. Reynivöllur. Maríukirkja og þangað sungið frá Kálfa- fellsstað annan hvern helgi- dag. Fyrst getið í máldaga 1343. Hefir lagzt niður á ára- bilinu 1576—1708. Frh. Almennur fundur um byggingu Hallgrfmskirkju Sunnudaginn 8. marz 1953 var haldinn fundur í húsi Gagnfræðaskóla Austurbæjar um byggingu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Ræðumenn voru: Sigurbjörn Þorkelsson, formaður sóknar- nefndar, frú Guðrún Guðlaugs- dóttir, frú Elínborg Lárusdótt- ir, frú Guðrún Jóhannsdóttir, Ingimar Jónsson skólastjóri, Jónas Jónsson skólastjóri og hr. Sigurgeir Sigurðsson bisk- up. — Á fundinum var upplýst, að byrjað mundi verða að steypa undirstöður aðalkirkj- unnar með vorinu. Að fundarlokum var ein- róma samþykkt svohljóðandi ályktun: „Almennur fundur um bygg- ingarmál Hallgrímskirkju í Reykjavík haldinn 8. marz væntir þess, að nú verði unnið að byggingu kirkjunnar svo ötullega7 sem aðstæður frek- ast leyfa. Fundurinn bendir á þessar staðreyndir: 1. Fjárhagsráð hefir leyft að hefja framhald bygg- ingarinnar. 2. Húsameistari ríkisins hef- ir, vegna velviljaðrar af- stöðu dómsmálaráðherra, getað lokið við að gera nauðsynlegar vinnuteikn- ingar. 3. Borgarstjóri hefir gefið fyrirheit um það, að skál- ar, sem enn eru á kirkju- lóðinni, verði ekki til fyrirstöðu, þegar byrjað verður. Fundurinn leyfir sér að skora á alla þjóðina að standa saman um byggingu þessa einstæða minnismerkis um mesta trúar- skáld þjóðarinnar”. Ingimar Jónsson, fundarstjóri. Dæmið ekki Frændur okkar í Noregi hafa haldið áfram blaðadeil- um um útskúfunarkenninguna -og þau ummæli próf. Halles- by, að þeir, sem í nótt deyja ófrelsaðir, vakni að morgni í eilífum kvölum í logum helvít- is. Mjög margir bæði lærðir og leikir hafa lagt orð í belg með og móti í deilum þessum, og virðist norskur almenningur fylgjast með deilunni af mikl- um áhuga. Hér vekja aftur á móti deil- ur þessar fremur litla eftirtekt. Hér var þetta mál á dagskrá fyrir rúmum 60 árum, er séra Matthías Jochumsson skrifaði grein í Norðurljósið 1891 í sambandi við trúardeilur landa okkar vestanhafs, og nefndi þar kenninguna um eilífa út- skúfun, „lærdóminn ljóta, sem svo voðalega neitar Guðs vís- dómi, almætti og gæzku“. „Sé nokkur kredda“, sagði hann, „sem löngu er úrelt orðin og kristindóminum til tjóns og sví- virðingar, þá er það þessi“. Enda þótt séra Matthías fengi biskupsáminningu fyrir þessi ummæli, stóð þó yfirleitt þjóðin sjálf og þorri prestanna með honum. Má segja, að síð- an hafi harla lítið borið á út- skúfunarkenningunni innan ís- lenzku kirkjunnar, enda munu fáir hafa saknað hennar, en yfirleitt flestir talið heppileg- ast og eðlilegast, að hún fengi að hvíla í friði og heyra aðeins fortíðinni tií. Nú hefir þó svo ótrúlega vilj- að til, að vakizt hefir upp mál- svari eilífrar útskúfunar og kvala í helvíti meðal fyrrver- andi presta íslenzku þjóðkirkj- unnar. Er það séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri K.F.U.M. í Reykjavík, og hefir hann átt í blaðadeilum um þetta efni við þá Ludvig Guð- mundsson, skólastjóra í Rvík, og Grétar Fells rithöfund. Kirkjublaðið sér ekki ástæðu til að blanda sér í deilur um það mál, sem í rauninni var út- rætt hér á landi fyrir meira en 60 árum. Það vill aðeins benda á þá staðreynd, að fyrir þessari kenningu er, eins og sr. Magn- ús játar, ekki unnt að færa full- gildar sannanir eða skynsamleg rök. Hún er því trúaratriði ein- göngu. Látum svo vera, að ein- hverjir trúi þessari ljótu kenn- ingu um eilífa glötun. Þeir um það. Hitt er alvarlegra, þegar slíkir menn telja sjálfir sjálfa sig bæra til þess að úrskurða um það, hverjir séu frelsaðir og hverjir glötunarbörnin, og jafnvel benda á þau og nefna þau með nafni. Hver hefir sett slíka fordæmingarpostula dóm- ara yfir bræðrum sínum og systrum? Þeir virðast hafa gleymt heilræði Krists: Dæmið ekki. S. V.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.