Morgunblaðið - 20.09.2022, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.2022, Page 2
M unurinn á verði rafbíla og bensínbíla fer minnkandi ár frá ári og hafa margir spáð því að með aukinni stærðarhagkvæmni og tækniframförum verði það bráðum reglan að rafbílar verði ódýrari en sambærilegir bensínbílar, ef miðað er við söluverð framleiðenda og ekki tekið tillit til ívilnana og styrkja eða eldsneytiskostnaðar. Bílavefurinn Motor 1 segir að það geti þó átt við a.m.k. suma stærð- arflokka bifreiða að það þurfi meiri- háttar tæknibreytingu til að jafna verð sprengihreyfilsbifreiða. Hefur Motor 1 eftir einum af æðstu stjórnendum japanska bíla- risans Honda að litín-jónarafhlöður, sem eru notaðar í flestum rafbílum í dag, séu einfaldlega ekki nægilega hagkvæm lausn og að greinin bíði eftir að fastefnisrafhlöður (e. solid state battery) umbylti rafbílafram- leiðslu. Segir stjórnandinn hjá Honda að með slíkri tækni verði verð raf- magns- og bensínbíla sambærilegt, og rafmagnsbílarnir væntanlega ódýrari. Fastefnisrafhlöður geyma meiri orku en lítín-jónarafhlöður og geta fyrir vikið verið minni og léttari án þess að fórna drægni og krafti. Þá eiga fastefnisrafhlöður líka að hlað- ast hraðar, endast lengur og vera öruggari í notkun. Er þróun fastefnisrafhlaðna þó komin tiltölulega skammt á veg og telja greinendur að þess sé langt að bíða að framleiðsla þessarar nýju kynslóðar rafhlaðna nái því umfangi og þeirri stærðarhagkvæmni sem þarf til að tæknin eigi erindi við raf- bílamarkaðinn. Fyrsti fjöldaframleiddi rafbíll japanska fyrirtækisins, Honda e, hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega hönnun en sölu- tölurnar ekki verið í samræmi við væntingar. Seldust 3.752 eintök af bifreiðinni í Evrópu á síðasta ári en stefnan hafði verið sett á 10.000 ein- tök. Er Honda ekki af baki dottið og er rafmagnsjepplingurinn Prologue handan við hornið. Þá hyggst Honda verja 310 milljörðum dala í þróun fastenfisrafhlaðna á komandi árum. ai@mbl.is Verða rafbílar alltaf dýrari ? Fastefnisrafhlöður munu á endanum um- bylta markaðinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Honda E þótti heppnast vel en hefur ekki selst eins vel í Evrópu og vonir stóðu til. Honda hyggst setja aukinn kraft í þróun fastefnisrafhlaðna. 2 | MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is F yrsti 100% rafdrifni vöru- bíllinn fyrir sorphirðu er væntanlegur á göturnar á vormánuðum 2023. Eigandi bílsins er Íslenska gámafélagið sem kaupir hann af Kletti – sölu og þjónustu ehf. Jafnframt er um að ræða fyrsta samning sem gerður er hér á landi um kaup á rafmagns- vörubíl í fullri stærð eða yfir 16 tonna flokki. Bifreiðin er af gerðinni Scania L25 og er með rafknúinn sorp- kassa frá JOAB. Heildarþyngd bílsins er 26 tonn. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að bíllinn verði notaður miðsvæðis í Reykjavík. „Það er bráðsniðugt að nota rafbíla í miðbænum. Þeir menga minna og eru hljóðlátari en hefðbundir sorpbílar,“ segir Jón. Hann segir að kaupin séu enn eitt skrefið í orkuskiptum félags- ins en nú þegar hefur félagið fest kaup á rafdrifnum skot- bómulyftara og tveimur raf- magnssendibílum. Þá er félagið með í skoðun kaup á fyrsta svo- kölluðum krókabílnum, þ.e. bíl sem tekur stærri gáma en hefð- bundnir ruslabílar. Kostar tvöfalt meira Íslenska gámafélagið á og rek- ur fjörutíu ruslabíla og er með tuttugu og fjögur sveitarfélög í viðskiptum. Viðskiptavinir eru fimm þúsund. Jón segir að rafmagns- ruslabílar séu enn sem komið er mjög dýrir. „Hefðbundinn rusla- bíll kostar um þrjátíu milljónir en rafmagnsútgáfan er tvöfalt dýr- ari.“ Jón segir að rafhlaða bílsins ætti að endast út vinnudaginn. „Þar sem bíllinn verður notaður í miðbæ Reykjavíkur er hann kannski lengi í gangi en ekur fyrir vikið færri kílómetra.“ Bílinn verður sambærilegur í útliti og núverandi bifreiðar ÍG. „Við þurfum að eiga mjög öfl- uga hleðlustöð fyrir bílinn og Ís- orka er að hjálpa okkur við upp- setningu hennar.“ Bíllinn verður með tvö hólf að aftan og getur safnað bæði papparusli og al- mennu sorpi í sömu ferðinni. „Hann skilar svo af sér ruslinu í höfuðstöðvar okkar í Kalksléttu. Pappírinn fer í endurvinnslu en hitt fer til orkuvinnslu erlendis.“ Er 26 tonn en mengar ekki og læðist um göturnar Rafdrifinn sorphirðu- bíll verður fyrst not- aður í miðborginni Íbúar í miðborginni munu eflaust gleðjast yfir hljóðlátari sorphirðu. Rafmagnaði ruslabíllinn er með tvöfalt sorphólf. Með Snjallákvörðun Creditinfo getur þú framkvæmt mat á þínum viðskiptavinum á augabragði. Stórar ákvarðanir með lítilli fyrirhöfn Snjallákvörðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.