Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 5
Viltu skapa
spennandi framtíð?
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og
sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum
framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem
umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til 4. september 2022. Sótt er um starfið á landsnet.is.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar til að bætast í hópinn.
Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, mannaudur@landsnet.is.
Við leitum að nákvæmum, drífandi og ábyrgum einstaklingi í fullt starf
greiðslu- og innkaupafulltrúa á starfsstöð okkar í Reykjavík.
Greiðslu- og innkaupafulltrúi kemur til með að framkvæma allar
greiðslur fyrir Landsnet, hafa umsjón með innheimtu viðskiptakrafna
ásamt því að sjá um miðlæga rekstrar- og afsláttarsamninga,
innflutning á vörum, gerð verðfyrirspurna og önnur verkefni sem
falla undir starf innkaupafulltrúa.
Helstu verkefni
• Framkvæmd og undirbúningur greiðslna og eftirfylgni
með samþykkt reikninga
• Umsjón með innkaupakortum og samskipti
við lánardrottna
• Umsjón með miðlægum rekstrar- og afsláttarsamningum
• Umsjón með innflutningi og samskiptum við flutningsaðila
Hæfniskröfur
• Reynsla af gjaldkerastörfum og þekking á bókhaldi
• Gagnrýnin hugsun, skipulagning og sjálfstæð vinnubrögð
• Drifkraftur, heilindi, þjónustulund og jákvæðni
• Menntun sem nýtist í starfi
Greiðslu- og
innkaupafulltrúi
Við leitum að rafiðnaðarnemum sem lokið hafa grunndeild rafiðna á
samning. Rafiðnaðarnemar fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttu starfi
við tengivirki og háspennulínur.
Starfsstöðvar okkar eru í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum og er
starfsvettvangur um allt land.
Helstu verkefni
• Í starfinu fá nemar að kynnast vinnu við tengivirki og
háspennulínur um allt land undir leiðsögn reynslumikils
og hæfileikaríks rafiðnaðarfólks
• Nemar njóta stuðnings, fá góða þjálfun, hafa tækifæri
til að vaxa í starfsgreininni og eru hvattir til að hafa áhrif
Hæfniskröfur
• Hafa lokið grunndeild rafiðna
• Sterk öryggisvitund
• Metnaður og rík ábyrgðarkennd
• Geta til að sinna verkefnum um land allt
Rafiðnaðarnemar
á spennandi samning
Við leitum að sérfræðingi í nýtt starf innan netþjónustuteymis okkar
þar sem áhersla er lögð á persónuöryggi á öllum sviðum og örugga
afhendingu raforku í flutningskerfinu.
Starfið snýst um að stuðla að hagkvæmum og skilvirkum rekstri
stafræns búnaðar í flutningskerfinu með markvissu eftirliti, viðhaldi
og endurnýjun. Stærstu verkefnin snúa að stjórn- og varnarbúnaði
flutningskerfisins.
Helstu verkefni
• Eftirlit, viðhald og endurnýjun á stafrænum búnaði
• Verkstýring stafrænna verkefna
• Virk þátttaka í verkefnum þvert á svið
• Þátttaka í viðbragðsáætlunum og æfingum
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði tækni-, verk- eða tölvunarfræði
• Góð samskiptahæfni, sköpunargleði og frumkvæði
• Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun
• Góð skipulags- og greiningarhæfni
Sérfræðingur í viðhaldi
stafrænna tengivirkja