Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 2

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 2
2 SAMBANDSTÍÐINDÍ S AMB AND STÍÐINDI. !; Útgefandi | Verkamálaráð Alþýðusam- j! Ibands íslands. j! Ritstj.: Óskar Sæmundsson. l! ■ Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu, !| Hverfisgötu 10 — Sími 3980. !; Áritun: „Sambandstíðindi“. !; Box 694, Reykjavík. !; Verð kr. 1,75 árgangurinn. J; Alþýðuprentsmiðjan. ;j skilyrði eru fyrir hendi, verið raunhæfari og áhættuminni en verkföll. í hvert sinn er til átaka kemur verða stéttarfélögin að gæta þess að vera í sem nánustu sambandi við verkamálaráðið og önnur stéttarfélög á staðnum. Styrkur stéttarfélaganna og brautargengi er að miklu leyti fólgið í félagafjölda þeirra. Þess Vegna mega þeir, sem útbreiðslu- starfið annast, eigi unna sér hvíld- ar fyrr en allir, sem nokkur tök eru að binda í félagsskapinn, eru félagsbundnir. Upplýsinga verður að afla sér um ófélagsbundna verkamenn, síðan ræða við þá á vinnustöðvunum, og ef nauðsyn krefur innan vébanda heimilanna. Einnig er sjálfsagt að nota út- breiðslufundi og skemtanir í því skyni að tengja þessa verkamenn samtökunum. Ekkert erfiði má spara, ef um möguleika er að ræða í þá átt að binda þessa ófélags- bundnu verkamenn félagsböndum. Sérhverju stéttarfélagi er nauð- synlegt að mynda sér hagkvæmt kerfi, sem lagt sé til grundvallar í sambandi við bókfærslu á vinnu- stöðvunum. Innan hvers starfs- flokks eða deildar þarf að vera eftirlitsmaður, sem með vissu millibili endurskoðar bækur stétt- arfélaganna. Að fengnum upplýs- ingum frá þessum eftirlitsmanni getur stjórn félagsins ávalt haft nákvæmt yfirlit yfir, hve margir eru félagsbundnir eða ófélags- bundnir innan hvers starfsflokks eða deildar. Einnig getur stjórnin fengið upplýsingar frá undirgjald- kerum og aðalgjaldkera um greiðslur hinna einstöku félaga, og að fengnu því yfirliti gert ráð- stafanir í þá átt að viðkomandi fé- lagsmönnum sé eigi vikið úr fé- laginu vegna vanskila. Grundvöllur allrar félagsstarf- semi eru félagsfundirnir, og á það eigi síður við stéttarfélögin en önnur félög. Óski menn því eftir öflugu félagsstarfi, verða þeir að sjá svo um að fundir innan félags- ins séu með ágætum. Það er með öllu ástæðulaust að leyna því, að stéttafélagsfundir eru oft mjög illa sóttir. Lítt dugir í þ.ví sam- bandi að leggja árar í bát, æðrast og skjóta skuldinni á þá félaga, sem ekki mæta. Sigurvænlegra mun að kryfja til mergjar þær ástæður, sem þessu valda og gera síðan fundina þannig úr garði, að félagarnir mæti. Fundirnir þurfa að vera með stuttu millibili, því ella er hætt við því að fundartímanum sé spilt með því að lesa upp miður skemti- leg skjöl og skilríki, sem safnast hafa saman milli funda. Einnig er nauðsynlegt að taka til meðferðar á fundum stéttarfélaganna póli- tísk, stéttarleg og menningarleg viðfangsefni, sem á hverjum tíma krefjast úrlausnar. Áherzlu ber að leggja á það, að fundirnir séu virk- ir og alt fundarstarfið þrungið af þrotlausum áhuga. Þá er og gott að nota kvikmyndir og skugga- myndir, sem bæði geta verið fræð- andi og til skemtunar. Undirbúið fundina vel, svo alt geti gengið sem greiðlegast. Auglýsið fundina rækilega með áberandi auglýsing- um í blöðum þar sem því verður viðkomið, og festið einnig upp auglýsingar á vinnustöðvunum. Hinar daglegu annir og úr- lausnir stærri og smærri mála gera það oft að verkum, að stjórnir stéttarfélaganna gleyma fræðslustarfinu. En það dregur jafnan þann dilk á eftir sér, sem hefnir sín, þegar minst varir. Stéttarfélögunum, eins og raunar Öllum félögum, er það nauðsynlegt að fá nýja og virka félaga, sem fræðslustarfsemin vekur til starfa. Að vísu er því þannig varið að M. F. A. Menningar- og fræðslusamband alþýðu hóf starfsemi sína fyrir tæpu ári síðan. Tilgangur þess er að vinna að hvers konar upp- fræðslu meðal almennings í land- inu. Ætlunin er, að sambandið starfi í ýmsum deildum, þ. e. ann- ist bókaútgáfu, starfræki skóla, komi upp bókasafni, gangist fyrir námskeiðum, alþýðufyrirlestrum o. fl. En til svo víðtækrar starf- semi hefir sambandið ekkert bol- magn ennþá. Það hefir engin ráð á að greiða fyrir þá vinnu og það húsnæði, sem slík starfsemi krefst. Það, sem hingað til hefir verið gert, er að koma á fót allmyndar- legri bókaútgáfu, starfrækja skól- ann (alþýðuskólann), sem að vísu var til áður, og koma upp nokkr- um vísi að góðu bókasafni um efni, sem verkalýðshreyfinguna varða sérstaklega. Hvort nýrri starfsemi verður bætt við á þessu ári, skal látið ósagt, en það mun verða gert, ef efni og ástæður leyfa. Bókaút- gáfan sem fyrst um sinn hlýtur að verða aðalþátturinn í starfi MFA, tókst ágætlega á síðastliðnu ári. Þar sem bókaútgáfan verður undirstaðan að starfi MFA er þess að vænta, að allir þeir, sem unna þeirri menningarstarfsemi, sem hér er hafin leggi fram alla sina krafta til þess að útbreiða bæk- urnar. þeir, sem taka þátt í hinum dag- legu félagsstörfum, verða allmik- illar fræðslu aðnjótandi. En þetta nægir ekki. Þess vegna er nauð- synlegt að koma af stað innan stéttarfélaganna leshringum og málfundafélögum. Einnig þurfa í hverju stéttarfélagi að vera einn eða fleiri menn, sem eru þess um- komnir að skýra bókmentir þær, sem flokkurinn kann að gefa út. Félagar í stéttarfélagi mega aldrei gleyma því, að stéttasamtökin eru engu síður vopn í baráttunni en flokkurinn. í samstarfi, hlið við hlið, eiga þessi tvö öfl að ná meiri hluta í þjóðfélaginu, og síðan í sameiningu að byggja upp hið sósíalistiska þjóðfélag.

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.