Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 4

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 4
4 SAMBANDSTÍÐINDI Frá óskiftum afla dregst: olíur, beita, ís, áhnýting, ljós í beitinga- skýlum og kol. Lágmarkskauptrygging á vetr- ar- og vor-vertíð kr. 150.00 á mán- uði. 2. Hlutaskifti á síldveiðum með reknetum: 36% af bruttoafla er skiftist í jafn marga staði og menn eru á skipinu + frí kol, hreinlætisvör- ur og salt í fisk er áhöfnin dregur. Matsveinar sömu kjör + kr. 40.00 á mánuði. 3. Hlutaskifti á síldveiðum með dragnót: 5 manna áhöfn, 13 staða skifting, 6 manna áhöfn, 14 staða skifting, 7 manna áhöfn, 16 staða skifting. Frá óskiftu dregst: olíur og ís. Matsveinar sömu kjör + kr. 40,00 á mánuði. 4. Kaup háseta og matsveina við flutninga skal vera kr. 240,00 á mánuði + frítt fæði. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BRYNJA Á ÞINGEYRI samdi 20. jan. s.l. við vinnuveit- endur á staðnum. Helztu kaup- taxtar eru: Eyrarvinna: Næturv Karlar: Dag Eftir Helgid 18—60 ára 1.05 1.40 1.70 17 ára 0.95 1.30 1.60 15—16 ára 0.85 1.15 1.30 Konur: 17—60 ára 0.75 1.10 1.30 15—16 ára 0.70 1.00 1.20 Ofansetning skipa, hafnarvinna, íshúsvinna, ístaka: 10 aurum hærra kaup. Uppskipun á kolum og salti 35 aurum hærra kaup pr. klst. Fiskþvottur pr. 50 kg. af himnu- dregnum fiski kr. 0.42, af óhimnu- dregnum fiski kr. 0.32. — Dag- vinna kl. 7—18, eftirvinna kl. 18—21, næturvinna kl. 21—7. Kaffihlé 2X% klst. í dagvinnu. 23. jan. s.l. gerði félagið samn- ing við eigendur línuveiðagufu- skipa á staðnum. Helztu atriði samningsins eru: Af óskiftu skal greiða kol, salt, beitu og ís. Hlutaskifting skal vera: 18 manna áhöfn í 37 staði. 17 manna áhöfn í 36 staði. 16 manna áhöfn í 34 staði. 15 manna áhöfn í 32 staði. Aukaþóknun matsveina kr. 50.00 á mánuði. » VERKALÝÐSFÉLAG KALD- RANANESSHREPPS, DRANGS- NESI. samdi 8. jan. s.l. við atvinnurek- endur á staðnum. Helztu kauptaxtar eru: Kaup karla: Næturv Dag Eftir Helgid Alm. vinna 1.00 1.20 1.75 Fiskvinna 0.90 1.00 1.20 Kol og salt 1.15 1.30 1.75 Smíðavinna 1.10 1.30 1.50 Kaup kvenna 0.70 0.80 1.00 Fiskþvottur: Stórfiskur kr. 1.30 skpd., smáfiskur kr. 0,95 skpd. Dagvinna kl. 7—18, eftirvinna kl. 18—22, næturvinna kl. 22—7. Kaffihlé 2X15 mín. í dagvinnu. Vinnuréttindi hafa allir með- limir sambandsfélaga Alþýðusam- bands íslandS, nema þeirra félaga, sem ekki viðurkenna jöfn vinnu- réttindi annara Alþýðusambands- félaga. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BJARMI, STOKKSEYRI samdi 22. jan. s.l. við hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps um kaup og kjör í þeirri vinnu er hreppsnefnd- in hefir yfirráð yfir. Skal kaupið vera samkvæmt auglýstum taxta félagsins, en hann er fyrir karlmenn: Dagvinna kr. 1.00, eftirvinna kr. 1.25, helgi- dagavinna kr. 1.50 og næturvinna kr. 2,00 pr. klst. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ AFTUR- ELDING, HELLISSANDI. 8. febrúar s.l. undirrituðu Al- þýðusamband íslands og Vinnu- veitendafélag íslands samning um hlutaskifti á vélbátum minni en 8 smálesta, sem stunda sjó í Krossa- vík á Hellissandi. Helztu atriði samningsins eru: Eftir að búið er að taka af óskift um afla hvers báts slysatrygging- argjöld skipverja, skal skifta afl- anum svo sem hér segir: Á þeim bátum, sem hafa: 7 skipv. skal skifta í I2V2 staði. 6 sikpv. skal skifta í 11 staði. 5 skipv. skal skifta í 9 staði. 4 skipv. skal skifta í IVt. staði. Beitukostnað greiðir útgerð báts- ins í öllum tilfellum að hálfu og skipverjar að hálfu. Allan annan kostnað, sem til útgerðarinnar og sjósóknar þarf, greiði útgerð báts- ins að öllu leyti. Frá sambands- skrifstofunni. Erindrekstur. Á fundi sam- bandsstjórnar 31. okt. sl. var sam- þykt tillaga um að félög sambands- ins sjái erindreka og öðrum sendi- mönnum sambandsstjórnar fyrir uppihaldi, hvert á sínum stað, þeg- ar þeir eru á ferðalagi 1 erindum sambandsins. Leiðrétting. Á bls. 19 í þingtíð- indum síðasta sambandsþings hef- ir fallið úr nafn Péturs Guðmunðs- sonar, varamanns í miðstjórn Alþýðusambands íslands og Al- þýðuflokksins. Sólbakkaverksmiðjan. Út af sam- þykt þeirri, sem sambandsstjórn er kunnugt um að gerð hafi verið í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, um að flytja vélar Sólbakkaverk- smiðjunnar til Raufarhafnar, sam- þykti stjórn Alþýðusambands ís- lands, á fundi sínum 30. janúar s.l. eftirfarandi áskorun: „Stjórn Al- þýðusambands íslands skorar ein- dregið á hæstvirta ríkisstjórn að koma í veg fyrir, að vélar verk- smiðjunnar á Sólbakka við Flat- eyri verði fluttar í burtu þaðan, enda yrði slík ráðstöfun til lítils sparnaðar á vélakaupum til annara verksmiðja og þó óbærileg fyrir atvinnulíf á Flateyri." Á fundi Verkamannafélags Raufarhafnar 1. febrúar s.l. var samþykt svohljóðandi ályktun: „Fundur haldinn í Verkamanna- félagi Raufarhafnar 1. febrúar 1939 samþykktir að mótmæla því gerræði Síldarverksmið just j órnar, að Sólbakkaverksmiðjan verði flutt þaðan,“

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.