Káess-blaðið - 16.01.1939, Blaðsíða 4

Káess-blaðið - 16.01.1939, Blaðsíða 4
4 KAESS-blaðið Herranærföt í mikiu úrvali. Verzl. Siá. Fanndal. PRÓTTAR- Brunabóta- félagar i f Munið fundinn í kvöld. Stjórnin. Skíði Skíðasftafir Skíðabindingar Skíðaáburður væntanlegt með Goðafoss. ;jöld. Peysur Allir sem skulda brunabóta- gjöld eru alvarlega áminntir um að greiða þau strax, þar sem þau verða að öðrum kosti tekin lögtaki seinni hluta þessa mán- aðar, samkv. fyrirmælum aðal- skrifstofu B. í. Þormóður Eyólfsson. Höfuðbækur kvart og folio Dagbækur Kladdar Skjalamöppur Fundargerðarbækur mikið úrval. og vesti. Gestur Fanndal. Ábyrgðarm.: Blaðnefnd Knattspyrnufélags Siglufjarðar. G E I S L I N N. Hannes Jónasson. Sigluf i arðarprentsmíð j a. Olympiuleikarnir 1940. Það féll að Iokum í hlut Finn- lands, eftir miklar erjur þjóða á milli, að halda næstu leika í Hels- ingfors. Þegar leikarnir voru haldnir í Stockhólmi fyrir 26 árum, laut Finnland Rússum, og hafði þess- vegna ekki rétt til að h~,lda neins- konar sýningar eða keppa við aðr- ar þjóðir, þrátt fyrir það þó þjóðin ætti marga efnilega íþróttamenn, sem vissa var fyrir að mundu standa jafnfætis eða framar öðrum þjóðum. Enda sýndí það sig fljótt eftir ófriðinn mikla, þcgar Finnar höfðu unnið sjálfstæði sitt, að á iþróttavanginum stóðu þeir fremst- ir af Norðurlandaþjóðunum. Hafa einkum Nurmi og Kolainen, fyrir hlaup sín, borið hróður landsins langt út og sjálfir hlotið heims- frægð fyrir heimsmet sín. Að Finnum hefir verið falið að halda næstu leika, er því vegna hinna erfðabundnu íþróttastarfsemi og afreka þeirra. Þö ákvörðunin um hvar leikina skyldi halda hafi dregist í 2 ár fram yfir þann tíma, sem aðrar þjóðir hafa talið sig þurfa til und- irbúnings leikanna, er í erlendum blöðum fullyrt, að Finna hafi allt- af dreymt um að halda þá, og undirbúið sig því eftir bestu getu. Sérstaklega þakka Finnar þessa draumóra utanríkisráðherra sínum, sem árum saman hefir verið for- seti iþróttasambandsins finnska og hlotið mikla frægð meðal stærri þjóða fyrir þekkingu sína og starf- semi í þágu íþrótta. Ef Finnar hefðu ekki verið svona vel undirbúnir, er fullyrt að næstu leikar hefðu fallið niður. Finnar hafa lýst því yfir, að leik- arnir hjá þeim muni fyrst og fremst verða til þess að sýna íþrótt hverja eins og hún raunverulega er, án þess að utanum hana sé pólitískt skrúð, eða þjóðernislegur ofstopi. Að hver hreifing íþróttamannsins sjáist á sem eðliiegastan hátt, svo hún nái til hjarta hvers áhorfenda, sem tákn þess háleitasta og full- komnasta, sem i manninum býr Finnar hafa nú komið upp hjá sér íþróttavangi miklum, þar sem rúm er fyrir 40 þúsund manns. — Húsi fyrir innileika, sem tekur 12 þúsund, og áður en langt um líð- ur verður sundhöllin til, þar sem rúm er fyrir 10000 áhorfendur Auk þess hafa verið reistar íbúðir fyrir íþróttamennina sjálfa, gesti og starfsmenn. Við innganginn að aðalleikvanginum er 17 hæða turn, byggður í »funkis«. Verður efst á honum komið fyrir ljóskösturum, svo turninn bæði nött sem dag dragi athygli fólks að hvar leik- svæðið sé. Vér íslendindingar verðum að senda íþróttamenn á leikana, fyrst þeir eru haldnir það nærri oss, að fjárhagsleg geta vor leyfir það. — Því ekkkert skapar betri né meiri þekkíngu á þjóð vorri út á við, en að útlendingar sjái að við séum að minnsta kosti »hvítir aríar«. — Auk þess sem þjálfun íþróttamanna vorra fyrir leikana, nám og keppni þeirra á leikjunuin, blæs nýjum byr í iþróttahreyiinguna hérheima og hvetur alla ti! aukinna iðkana og líkamlegrar menntunar.

x

Káess-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Káess-blaðið
https://timarit.is/publication/1771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.