Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.03.1995, Blaðsíða 2

Vesturland - 25.03.1995, Blaðsíða 2
BLAÐ VESTFIRSKRA S|ÁLFSTÆÐ1SMANNA Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstseðisflokksins áVestíjörðum Ritstjóri og Steinþór Gunnarsson ábyrgðarra.: Sjálfttæðishúsinu Hafnarstræti 12 ísafirði. Pósthólf374 Skrifetofa: Súmi: 94-4232 Fax: 94-5262 Blaðnefnd: Auðunn J, Guðmundsson, formaður Björgvin Björgvinsson Finnbogi R.Jóhannesson Jóhann Ólafson Steinþór Gunnarsson Tölvuvinnsla og prentu n: H-prent hf., ísafirði Blaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift fritt inn á hvert heimili áVestfjörðum. Samgöngur á Vestfjörðum verða alltaf erfiðar að vetri til. Hversu mjög sem við bætum ástand vega í fjórðungnum.Avait skapast það ástand í verstu veðrum og óvenju erfiðum vetr- um, að vegir verði kol ófærir um lengri eða skemmri tíma. Vissu- lega má sigla öflugustu skipum milli staða með aðgát og góðri skipstjórn, en það breytir hins vegar ekki því að vegir út úr fjórðungnum eru lokaðir íhverju því ofsaveðri sem yfir gengur. Við höfum stundum verið ósammála um hvaða áfangar ættu að hafa forgang í vegagerð á Vestfjörðum. Ég býst þó við að flestir séu sammála um að byggja upp þá vegi sem ætlaðir eru til suðurferða. Hvort sem er yfir Kleifaheiði, Gilsfjörð eða um ísafjarðadjúp. í kjölfar þess erfiða vetrar sem vonandi er senn liðinn hafa skoðanir verið skiptar um hvort leggja eigi áherslu á uppbyggingu Djúpvegar eins og fyrirhugað er, eða viðhalda og byggja upp fullkomna ferjuað- stöðu. í ljósi þess hvað mikið er ógert í Djúpvegi, tel ég að tekin hafi verið rétt ákvörðun að hefja nú verulegt átak í vegagerð um ísafjarðar- djúp. Samt sem áður er samstaða um að trvggja að til staðar verði skip til ferjusiglinga yfir erfiðasta tíma ársins og þá jafnframt lágmarks aðstöðu til þess að koma bifreiðum um borð í inndjúpi. Hvað sem slíkum neyðarleiðum líður, verður krafa okkar Vestfirðinga sú sama og allra annara landsmanna, að vegakerfið verði gert akfært, jafnt að sumri sem vetri. Við skulum samt sem áður gera okkur grein fyrir því að vegir um Vestfirði, þó góðir verði síðar í framtíð, munu lokaðir í verstu veðrum og vegna legu Vestfjarða og landslags lokast oftar en vegir í öðrum landshlutum. Ferjuleið um ísafjarðardjúp tryggir ekki að fært verði suður úr ísafjarðardjúpi í vondum veðrum. Við höfum iðulega séð það í vemr, að vegir sem liggja mun lægra en Vestfjarðavegir út úr fjórðungnum, verða kolófærir í ofankomu og skafrenningi og það mun gerast oftar hjá okkur. Um það er varla deilt að vestan Dýrafjarðar eru allt önnur og minni snjóalög en á norðanverðum Vestfjörðum. Á næsta vetri verða jarðgöngin undir Breiðadalsheiði opin umferð. Spyrja má með fullum rökum hvort ekki sé betri ferjuleið til Bíldudals og kostnaðarminni til þess tryggja vetrarsamgöngur? -Guöjón Amar Kristjánsson Margirleggja leið sína á kosningaskrifstofu Sjálfstceðisjlokksins. Leifur Pálsson íHnífsdal er einn þeirra og við eitt tækifærið smelltum við af honum þessari mynd. Var rétt að krefjast þessað sjávarúívegsstefnan verði tekin til umræðu á nýjum grundvelli? NÆR ALLIR VESTFIRÐIN GAR STYÐJA KRÖFUNA Maður má ekki orðið útrýma fiskstof'ninum í friði fyrir þeim... Rúmlega níu af hverjum tíu Vestjírðingum telja aö það hajt veriö rétt af frambjóöendum Sjálfstœðisflokksins hér á Vest- fjöröum aö krefjast þess aö sjávarútvegsstefnan verði tekin til umrœöu á nýjum grundvelli. Þetta kemur fram í skoöana- könnun sem Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands hefurgert. Eins og kunnugt var settu fjórir efstu menn á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins hér á Vestfjörðum fram nýjar hugmyndir að sóknar- og flotastýringu í stað þess miðstýrða kvótakerfis sem við lýði hefur verið undanfarin ár. Óhætt er að segja að þetta frumkvæði vakti verulega athygli og kallaði fram miklar umræður. Skoðanakönnunin sýnir svo ótvírætt er að Vestfirðingar eru lang flestir afar ánægðir með þetta frumkvæði frambjóðendanna. Jákvæð afstaða beggja kynja og allra aldurshópa Ekki er neinn merkjanlegur munur á afstöðu kynjanna. Rúmlega 90 prósent kvenna sem karla eru ánægð með frumkvæði sjálfstæðismanna. Sama er að segja um einstaka aldurs- hópa. Almennt er fólk á öllum aldri ánægt með þetta mál. Þó er óhætt að segja að yngra fólkið er alveg sérstak- lega ánægt með að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vilji að sjávarút- vegsstefnan sé tekin til umræðu á nýjum grundvelli. Almennur stuðningur Ef skoðaðir eru kjósendur einstakra lista og framboða vekur athygli að undantekningarlaust lýsa allir kjós- endur Alþýðubandalags, Kvennalista og þeir sem ætla að kjósa einhvern vinstri flokk en hafa ekki að öðru leyti gert upp hug sinn, yfir fylgi við frum- kvæði frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins. Tæp 98 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru þessarar sömu skoðunar, 92 prósent kjósenda Þjóðvaka og 91 prósent kjósenda Alþýðuflokksins. Aðeins efi í Framsóknar- flokkunum tveimur Það er einungis í röðum Fram- sóknarflokkanna tveggja hér í kjör- dæminu þar sem menn hafa merkjan- legar efasemdir um að það hafi verið rétt að krefjast endurskoðunar á fisk- veiðistefnunni af hálfu sjálfstæðis- manna. Þóerþaðsvoaðyfirgnæfandi hluti kjósenda beggja framsóknar- framboðanna er fylgjandi frumkvæði sjálfstæðismannanna. Þó enn frekar í Pétursarminum. 81 prósent þeirra sem hyggjasts kjósa Pétursarm Fram- sóknar eru málinu jákvæðir, en í Gunnlaugsarmi Framsóknar eru sjö af hverjum tíu jákvæðir því máli. Ljóst er því að jafnt karlar og konur, hinir yngri sem eldri og kjósendur allraflokkaeru að miklum meirihluta jákvæðirvegnafrumkvæðis frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins. VIÐ ERUM KOMIN I GEGN NÚ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ TENGJA í tilefni af sprengingu lokahafts Vestfjarðagangnanna bjóða frambjóðendur SJálfstæðisflokksins á Vestfjörðum til almenns stjórnmálafundar um samgöngu- og byggðamál I Stjórnsýsluhúsinu sunnudaginn 26. mars n.k. kl. 20:30. Frummælendur:__________ Halldór Blöndal, samgöngi og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Fundarstjóri:__________ Hildigunnur L. Högnadóttir - Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins Sunnudaginn kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu Bls. 2

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.