Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.05.1996, Blaðsíða 2

Vesturland - 02.05.1996, Blaðsíða 2
BLAÐ VESTFIRSKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Útgefandi D - listinn í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestijörðum Ritsijóri og ábyrgðarmaður HlynurWrMagnússon Skrifstofa Sjálfstæðishúsinu Hafnarstræti 12,2. hæð, Isafirði Sími 4564232 Fax 456 5262 Veffang http://isafjord.ismennt.is/~dlisti96 Netfang dlisti96@ ismennt. is Tölvuvinnsla og prentun il-prent ehf., ísafirði MADDAMAN Á BAUNINNI Eftirrúmavikuverð- ur kosið til sveitar- stjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á norðan- verðum Vestfjörðum. Fimm framboðslistar eru í kjöri og reyna hægt ogbítandi aðnáathygli kjósenda með kynn- ingu á stefnuskrám sínum ogframbjóðend- um. Þessi kosningabarátta virðist um margt ólík því sem gerðist hér á árum áður og er það vel. Sérhver framboðslisti leggur sig í líma við að kynna eigin áherslumál, menn eru málefnalegir, eins og sagt er - nema... Svo bregður við að frambjóðendur í samstarfsflokki okkar sjálfstæðismanna á Þingeyri og ísafirði leggja sig í framkróka við að níða skóinn af sjálfstæðis- mönnum og var tónninn gefinn strax í fyrsta leiðara blaðs þeirra um daginn. Ekki svo að skilja að sjálfstæðismenn séu ófærir um að bera hönd fyrir höfuð sér, öðru nær. Við reynum aftur á móti að gera okkur grein fyrir því, hvað valda muni þessum óróleika hjá samstarfsflokknum, því ekki er hægt að bregðast við á réttan hátt nema orsökin sé þekkt. Þetta minnir okkur á söguna af prinsessunni á bauninni. Prinsessan átti erfitt með svefh, enda þótt hlaðið væri dýnum í rúmið, og fékk ekki hvíld fyrr en að baunin smáa fannst og var fjarlægð undan einum tíu dýnum. MESSA OG KIRKJUKAFFI ÍSFIRÐINGA í REYKJAVÍK ísfirðingafélagið gengst fyrir messu og kirkjukaffi í Neskirkju í Reykjavík á sunnudaginn (5. maí) og hefst athöfnin kl. 14. Prestur verður sr. Agnes Sigurðardóttir, en hún er fædd og uppalin á ísafirði. Kór brottfluttra ísfirðinga syngur undir stjórn Herdísar E. Jónsdóttur, en organleikari verður Reynir Jónasson. Kirkjukaffi verður strax á eftir messu og verður fólki þar gefinn kostur á því að kaupa kaffl. Auk þess að hlusta á Guðs orð er þetta kjörið tækifæri til þess að hittast og spjalla saman að messu lokinni. Kirkjunefnd ísfirðingafélagsins skipa þau Una Halldórsdóttir, Sveinn Elíasson og Rannveig Margeirsdóttir, en formaður félagsins er Einar S. Einarsson. sV Netscape - [D LISTIHN 1996 - Magnea Guómundsdóttir] File Edit Vieve Go Bookmarks Options örectory VVjndow Help Relcíd Go to j l' , 11 ,i i, i .•> i. n .)> r, V/liat': f Jewi | What's Cod1 | Hándbool' | Net Seatch | Net Ditectory [ Softwan? j r.r.r- Jx D-LISTINN 1996 Magnea Guðmundsdóttir [ Heimasíða D-listans ] [ Fraittbjooendur ] Magnea Guðmundsdóttir er bifreiðarstjón og oddviti Flateyrarhrepps. Hún er fædd á Flateyn 6. febrúar 1959, dóttir Guðrúnar Bjamadóttur frá Flateyn og Guðmundar B Hagalínssonar á Hrauni á Ingjaldssandi. Eigmmaður Magneu er Páll S. Önundarson bifreiðarstjón og eiga þau ^ögur böm, þrjá stráka á aldnnum 10-18 ára og eina fimm ára stúlku Magnea er gagnfræðtngur frá Héraðsskólanum að Núpi. Hún hefur fengist við margvísleg storf um dagana, svo sem fiskvinnslu. ræstingar og verslunarrekstur, hefur unnið á leikskóla og stundað akstur. Meðal félagsstarfa sem Magnea hefur tekið þátt í má nefiia, að hún hefur starfað mikið með Leikfélagi Flateyrar og venð í stjóm þess í 14 ár Hún hefur starfað í Sjálfstæðisfélagi Flateyrar síðustu 6 ánn Magneu þykir skemmtilegt að rækta garðrnn sinn þann stutta tíma sem það er hægt, en að oðru leyti eru helstu áhugamál hennar heimilið og Qölskyldan, að hitta fólk heima og heiman, lesa góðar bækur og fá sér góða göngutúra þess á milli JClzSli DocumertiDœie C3’? D-LISTINN Á NETINU Baunin í rúmi „maddömunnar11 veldur okloir út af fyrir sig ekki áhyggjum en er engu að síður vísbending um að eitthvað sé að. Eitthvað, sem samstarfsaðilinn er ekki ánægður með en hefur ekki döngun í sér til að segja frá beinum orðum. Þetta og ýmsar „sirkussýningar“ frambjóðenda samstarfsaðilans á kostnað bæði samherja og mótherja í bæjarstjórn hlýtur að leiða hugann að heilindum þess flokks sem kennt hefur sig við framsókn. Þess háttar vinnubrögð frábiðja sjálfstæðismenn sér. Menn eiga að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þorsteinn Jóhannesson. Stefnuskrá D-listans, upplýsingar um frambjóðendur, greinar, viðtöl og annað sem viðkemur framboði Sjálf-stæðisflokksins í nýju, sameinuðu sveitarfélagi er að finna á Netinu. Slóðin er: http://isafjord.ismennt.is/~dlisti96 Gerið svo vel að líta inn! Raflagnir í nýbyggingar Endurnýjun og breytingar á raflögnum og töflum í eldri húsum Almenn raflagnavinna Tímavinna eða tilboð Löggiltur rafverktaki RAFMAGNSVERKSTÆDI BIRGIS EHF. SÍMI 456 3853 BOÐTÆKI 846 1212 Bls. 2

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.