Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.05.1996, Blaðsíða 3

Vesturland - 02.05.1996, Blaðsíða 3
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRSKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA TRYGGJUM ÓDNI GESTSSYNI SETU í NÝRRI BÆJARSTJÓRN - STURLA PÁLL STURLUSON SKRIFAR Nú styttist óðum í kosningar í okkar nýja, sameinaða sveitarfélagi og þarf því hinn almenni kjósandi að fara að gera það upp við sig, hverjum hann ætlar greiða atkvæði sitt. Margir hafa fyrir löngu gert upp hug sinn en aðrir eru enn að velta fyrir sér kostum og göllum þeirra fulltrúa sem í fram- boði eru. Ég er einn þeirra kjósenda sem staðið hafa á krossgötum í því efni, hverjum ég ætti að greiða at- kvæði mitt. Að vandlega athuguðu máli hef ég nú tekið afstöðu og ákveðið að kjósa D-lista, lista sjálfstæðismanna, og leggjaþar með mitt lóð ávogarskálina til þess að tryggja Óðni Gestssyni setu í nýrri bæjarstjórn. Nú vaknar eflaust eftirfarandi spurning hjá þeim er til þekkja: -Af hverju tekur sveitarstjórnarmaður og eðalkrati (væntanlega fvrrverandi eðalkrati eftir þessi greinarskrif) upp á því að lýsa yfir stuðningi við fram- boð D-listans?? Fyrir því eru nokkrar ástæður og ætla ég að skýra hér frá tveimur þeirra í stuttu máli. x við umbúðirnar eða innihaldið? í kosningum til sveitarstjórna í fámennum sveitarfélögum eiga kjósendur ekki eingöngu að einblína á flokkskírteinin sín þegar gengið er til kjörklefans. Skoða verður inni- haldið en ekki bara umbúðirnar og leggja síðan mat á það, hvaða einstaklingar eru hæfastir til stjórnunarstarfa. Gamla kjörorðið „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“ á ekki að ráða því, hvar þú setur x-ið í kjör- klefanum. Þeirri staðreynd verður þó ekki breytt, að hvert framboð hefur að baki sér ákveðinn stuðningsmanna- hóp sem tryggir því ákveðin „örugg“ sæti. Atkvæði óákveðinna og þess hóps sem ekki er rótfastur í flokks- pólitískri moldu munu litlu breyta þar um. Þau munu hins vegar ráða úrslitum um það, hverjir frambjóð- endannaíhinum svokölluðu baráttu- sætum munu skipa hina nýju sameiginlegu bæjarstjórn. Óðinn Gestsson, 6. maður á D- lista, er einn þessara frambjóðenda. Af mörgum ágætum frambjóð- endum sem sitja í þessum baráttu- sætum tel ég Óðin unt margt hæfari en aðra til starfa í nýrri bæjarstjórn ogtel að hann eigi fullt erindi þangað inn. Þetta er skoðun sem ég hef myndað mér eftir að hafa starfað með honum að sveitarstjórnar- málum á liðnum árum. Við Óðinn höfum setið saman í minnihluta í hreppsnefnd Suður- eyrarhrepps síðasta kjörtímabil og þekki ég því vel til starfa hans sem sveitarstjórnarmanns. í störfum hans hafa farið saman festa, áræðni og víðsýni ásamt ó- bilandi trú og löngun til þess að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í byggðamálum hér á norðan- verðum Vestfjörðum. Velur hag heildarinnar Óðni er ekkert óviðkomandi er snýr að sveitarstjórnarmálum og hann velur hag heildarinnar fram yfir pólitískar flokkslínur. Eitt dæmi um það er, að þrátt fýrir setu í minnihluta síðasta kjörtímabil var hann m.a. kjörinn til forystu í skólanefnd Suðureyrarhrepps, þar sem hann hefúr unnið með góðu fólki mikið og gott starf við uppbyggingu skólamála á Suður- eyri. Þá býr Óðinn yfir dýrmætri reynslu sem hann hefur aflað sér með setu sinni í hreppsnefnd Suðureyrar- hrepps. Reynslu, sern er nauðsynleg þeim er ætla að starfa í hinni nýju bæjarstjórn. Eftir kosningar verða mörg mál óljós og í lausu lofti. Ýmis vandamál og ágreiningsatriðimunuskjótaupp kollinum, bæði innan sveitarfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu. Þá mun reynaverulega á kunnáttu, þekkingu og reynslu sveitarstjórnarmanna, því að lög og reglur um sveitarstjórnar- mál eru viðamikil og flókin og lærast ekki á einni nóttu. Tryggjum jafnvægi byggðanna í bæjarstjórn Eftir kosningar verður sveitar- félagið orðið eitt. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að byggðakjarnarnir verða áfram fjórir. Reynsla mín af sveitarstjórnar- málum segir mér, að nauðsynlegt verði fyrir alla þessa byggðakjarna að eiga fulltrúa í nýrri bæjarstjórn fyrsta kjörtímabilið, á meðan fyrstu skrefin verða stigin. Þetta segi ég þar sem ennþá er töluverður hópur fólks, sem þjáist enn af hrepparíg og fælni við sam- eininguna. Taka verður fiillt tillit til þessa hóps á meðan hann er að laga sig að nýjum og breyttum aðstæðum. Það er því deginum Ijósara, að ef einhver byggðakjarnanna fær ekki fulltrúa í nýju bæjarstjórnina, mun mörgum finnast sinn hagurfvrir borð borinn. Það mun strax skapa óá- nægju, tortryggni ogöfund. Slíkstaða er ekki eftirsóknarverð, né líkleg til framdráttar fyrir okkar nýja sveitar- félag. Það er því mjög mikilvægt að skipting bæjarfulltrúa sé sanngjörn, svo að jöfnuður og sátt ríki milli byggðakjarnanna. Óðinn Gestsson. D-listinn er eini raunhæfi kosturinn í þeim kosningum sem framundan eru er ekkert fram- boð sem býður upp á raunhæfan möguleika til þess að skapa þennan jöfnuð - nemaD-listinn, listi sjálfstæðismanna. Ég bið Súgfirðinga að hugleiða þetta mjög rækilega áður en í kjör- klefannkemur - ogreyndarallaþá er ganga að kjörborðinu þann 11. maí næstkomandi. Það varðar hag okkar allra, að samstaða og eining verði innan hins nýja sveitarfélags, svo að nienn geti snúið bökum saman og beint spjótum sínum útá- við. Ágæti kjósandi. Atkvæði þitt skiptir máli. Tryggjum fulltrúa frá öllum byggðakjörnunum og þar með dreifingu valdsins. Tryggjum Óðni Gestssyni öruggt sæti í nýrri bæjarstjórn. Það verður okkar sameiginlega sveitarfélagi til heilla. Höfundur er starfsmaður Flug- málastjórnar, býr á Suðureyri og á sœti í hreppsnefnd Suðureyrar- hrepps. Bls. 3

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.