Vesturland - 01.12.2007, Qupperneq 3
LÁTUM TRÖLLIN EKKI
STELA FRÁ OKKUR JÓLUNUM
✓
Sr. Magnús Erlirigsson, sóknarprestur á Isafirði:
Ein af mínum uppáhaldsbókum barnæsk-
unnar var gula heftið með vísum Jóhannesar
úr Kötlum um jólasveinana þrettán, mynd-
skreytt af Tryggva Magnússyni. Nú les ég
gjarnan heftið fyrir börnin mín.
Jólasveinamir í gamla daga vom hálfgert
hyski, hvimleiðir gestir líkt og pestin sjálf,
enda vom þeir af tröllum komnir.
Grýla var þeirra móðir
og gafþeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
það var leiðindafólk.
Og þeir voru þrettán staularnir, sem er
auðvitað óhappatala á meðan lærisveinar
Krists voru tólf talsins. Jesús sagði læri-
sveinum sínum að fara saman tveir og tveir
til að húsvitja. Jólasveinarnir kómu hins
vegar einn og einn til byggða. Þótt þeir væm
hvergi auðfúsugestir þá smeygðu þeir sér
inn í fjárhúsin og bæina og hrelldu bæði
menn og skepnur. Og aungvar gjafir gáfu
þeir, fjarri fer því, heldur stálu þeir mat frá
fólkinu og röskuðu ró fólks með því að
skella hurðum ellegar leggjast á glugga-
skjáinn. Þegar maður hugsar um þetta þá
stóðu jólasveinar í gamla daga fyrir þrettán
daga langri hrekkjavöku.
En svo kynntust sveinarnir boðskapi
Krists. Þegar Islendingar fóm að hafa meiri
samskipti við aðrar þjóðir við upphaf 20.
aldar þá hittu íslensku sveinarnir starfs-
bróður sinn, hann Santa Kláus, sem lært
hafði sína iðn hjá heilögum Nikulási, biskupi
í Smyrna, sem var verndardýrlingur bama
og sæfarenda. Og Santa Kláus sagði svein-
unum frá Kristi og kenningu hans; að sælla
væri að gefa en þiggja og sérstaklega ættu
menn að gleðja börnin því að þeirra væri
guðsríkið. Og það var ekki að sökum að
spyrja, hafandi heyrt boðskap Krists þá
ventu jólasveinarnir sínu kvæði í kross og
tóku upp nýja háttu. Þetta er skýringin á því
af hverju jólasveinarnar hættu að hrekkja
og fóru að gefa í skóinn.
Því hef ég rifjað þessa sögu upp að við upp-
haf jólaföstu stigu á stokk nokkrar ftgúrur,
sem töldu upp á að börnum stafaði veruleg
ógn af kristnum boðskap og væri því rétt-
ast að halda öllu, er tengist kristinni trú sem
fjærst skólum og leikskólum landsins. Því
meir sem ég hugsa um þetta því sannfærðari
verð ég um að nú séu þau Grýla og Leppalúði
komin aftur á kreik og ætli að spilla sjálfum
jólunum. Gott ef Eggert Olafsson spáði ekki
fyrir um þetta í Grýlukvæði sínu frá 18. öld:
Afturgengin Grýla
gœgist yfir mar;
ekki verður hún börnunwn
betri en hún var.
RABB UM RAFMAGN, KETTI,
IZámantíl, NET OG 18 STAFA ORÐ
Guðmundur Jónsson í Stóru-Avík og Hrafn Jökulsson með Reykjaneshymu á milli sín.
Guðmundur leikur stórt hlutverk í bók Hrafns, Þar sem vegurinn endar.
Hrafn Jökulsson í Trékyllisvík skrifar:
Bœr í Trékyllisvík baðar sig í vetrarsólinni.
Þegar ég settist niður til að skrifa
þennan pistil fór rafmagnið af í
Trékyllisvík. Myrkrið var algert,
nema tinandi stjörnur og norður-
ljós sem dönsuðu um himin-
hvolfíð. Og þögnin alger, nema
svarrandi brimið við Árnesey. Og
eitt eymdarlegt mjááá.
Með rafmagninu fór auðvitað kyndingin,
og því ekkert að gera nema hreiðra um sig
undir sæng með kertaljós á náttborðinu og
góða bók í kjöltunni. Kettirnir Bernharð og
Óskar læddust upp í til okkar, nýfluttir á
Strandir og ennþá litlir í sér. Þeir eru rétt að
venjast víðáttunni, fjallahringnum og nýjum
félagsskap. Óskar er öllu meiri töffari og
búinn að klófesta fyrstu músina sem ætlaði
að láta greipar sópa um búrið í Finnboga-
staðaskóla.
Ég kom fyrst á Strandir árið 1974, á
undan rafmagninu. Þá voru ljósavélarnar að
vísu komnar og þær voru ræstar svo hægt
væri að fylgjast með fréttum í svarthvíta
sjónvarpinu. En rafmagnið hefur sem sagt
aldrei komið í eitt skipti fyrir öll, því það er
alltaf að fara aftur. Myrkrið hefur auðvitað
sínar rómantísku hliðar (ef hægt er að tala
um hliðar á myrkrinu) og maður skilur betur
afhverju flest hjón á Ströndum áttu að
minnsta kosti tíu börn.
I fyrra las ég unt hátíðahöld enskumæl-
andi fólks vegna þess að milljónasta orðið
hafði fæðst á enskri tungu. Ég man ekki
hvert orðið var, en þetta rak mig til að spyrj-
ast fyrir um hversu mörg íslensk orð eru til.
Því miður virðist enginn orðabókahöfundur
eða málfræðingur hafa nákvæma tölu á
orðum íslenskrar tungu - við eigum ekki
miðlægan gagnagrunn með allri súpunni -
en óhætt er að slá því föstu að íslensk orð
séu einhversstaðar á milli 700 og 800 þúsund.
Mér endist ekki ævin til að læra þau öll,
en eftir að ég flutti í Árneshrepp í haust hef
ég tileinkað mér eitt orð sem er býsna mikið
notað hér um slóðir. Það er heilir 18 stafir,
enda sett saman úr þremur orðum.
Snjómokstursáœtlun.
Þannig er mál með vexti að fram að ára-
mótum sér blessuð Vegagerðin um að halda
veginum til okkar opnum með því að moka
tvisvar í viku, þegar þörf krefur. Eftir áramót
er hinsvegar engin snjómokstursáætlun í gildi.
Þá er ekki mokað fyrr en allir í Árneshreppi
eru búnir að hringja í blessaða Vegagerð-
ina og biðja um að vegurinn verði opnaður.
„Svo verðið þið að vera dugleg að hringja
í Vegagerðina,“ var einmitt eitt af fyrstu heil-
ræðunum sem við Elín Agla fengum í haust.
Mér finnst gaman að spjalla við Vega-
gerðarmenn, en mér finnst miklu einfaldara
að það verði einfaldlega útbúin snjómokst-
ursáætlun Árneshrepps eftir áramótin. Og
þangað til snjómokstursáætlunin kemur ætla
ég að tala um snjómokstursáætlun við alla
sem ég hitti.
Um daginn hitti ég til dæmis okkar vaska
samgönguráðherra og hann hafði aldrei
heyrt annað eins: Að ekki væri til snjó-
mokstursáætlun fyrir heilt sveitarfélag.
Hreppsnefndin var einmitt nýbúin að
bjóða Kristjáni Möller í opinbera heimsókn
hingað norður - þar sem vegurinn endar -
og ég hlakka til að taka í spaðann á honum
hérna í Trékyllisvík og þakka honum fyrir
snjómokstursáætlunina.
(Nú fór rafmagnið aftur, en ég er búinn
að venja mig á að vista allt sem ég skrifa
jafnóðum. Svona verður maður fyrirhyggju-
samur í sveitinni.)
Ég veit að ritstjórar Vesturlands sýna mér
skilning, ef mér gengur illa að senda grein-
ina frá mér, því Netið í Árneshreppi er álíka
hraðvirkt og snigill á valíum.
Það stendur allri uppbyggingu atvinnulífs
í minnsta sveitarfélagi á Islandi fyrir þrifum,
og þýðir líka að hér er ekki hægt að leggja
stund á neinskonar fjarnám. En 2008 er ár
hinna góðu tíðinda fyrir Árneshrepp, því í
suðurferð minni um daginn var mér líka sagt
að netsambandið yrði lagað strax næsta sumar.
Við erum nefnilega ekki að biðja um undur
og stórvirki í fallegu sveitinni við ysta haf
- bara nokkurnveginn það sama og flestum
finnst sjálfsagt: Rafmagn sem virkar, vegi
sem hægt er að keyra og Net sem hægt er
að nota. Við getum séð um rest.
En mestu skiptir auðvitað að lífið er yfir-
leitt undursamlegt, þótt við gleymum alltof
oft að þakka fyrir það kraftaverk að fá að
vera til.
Ég sendi lesendum Vesturlands kærar
jólakveðjur úr Árneshreppi.
3