Vesturland

Årgang

Vesturland - 01.12.2007, Side 4

Vesturland - 01.12.2007, Side 4
Jólablað gefið út í desember 2007, 83. árg. LJtgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Isafjarðarbæ. Abyrgðarmaður: Ingólfur H. Þorleifsson. Ritnefnd: Birna Lárusdóttir, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Hildur Halldórsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Forsíðumynd: Halldór Halldórsson. Prentun: H-prent, fsafirði. UM HVAÐ SNÚASTJÓLIN? Jólahátíðin er á næsta leyti. Fólk og fyrirtæki setja upp skreytingar og ljós og umhverfið verður jólalegra með hverjum deginum. Börnin geta varla beðið eftir að aðfangadagur renni upp. Fólk keppist við að kaupa allt það sem til þaif til að hægt sé að haldajólin. Kaupmenn gleðjast manna mest yfir því kaupæði sem grípur um sig og segja má að jólin séu nánast orðin eins og ein löng innkaupahelgi. Inn um lúguna flæða bæklingar með alls kyns gylliboðum um raðgreiðslur og vaxtalaus lán sem ekki þarf að byrja að borga af fyrr en eftir dúk og disk. A hverju ári er sett nýtt met í kreditkortaveltu og sumir eru fram á sumar að borga jólareikninginn. En hvaða máli skiptir það? Island er jú besta land í heimi hvað lífsgæði varðar og fólk getur bara fengið hærri yfirdrátt hjá bankanum. En það kemur að sjálfsögðu að því að það þarf að borga hann. Er það þetta sem jólin snúast orðið um? Heldur fólk á Islandi í dag að jólin komi ekki nema það versli fyrst frá sér allt vit? En á Islandi fyrirfmnst líka fólk sem getur ekki tekið þátt í svona neyslukapphlaupi. Margir kvíðajólunum vegna þess að þeir hafa ekki efni á að taka þátt í því æði sem jólin virðast vera orðin. Þegar sagðar eru fréttir af fólki sem kvíðir jólunum þá verður maður sorgmæddur og hugsar til þeirra sem hafa orðið undir í lífinu og geta ekki geta notið jólahátíðarinnar af ýmsum ástæðum. Og þá hugsar maður einnig um hversu lánsöm við flest erum að geta haldið gleðileg jól. Jólin er hátíð ljóss og friðar þar sem fólk fagnar fæðingu frelsarans. Jólin eiga að snúast um samveru fjölskyldunnar en ekki leikfangaverslanir og kreditkortareikninga. Fólk ætti ekki að þurfa að kvíða jólunum á íslandi í dag. Er ekki kominn tími til að íslendingar skoði hvort ekki sé ástæða til að taka upp nýjar áherslur í jólaundirbúningnum? Megi þið eiga gleðilega jólahátíð og gæfuríkt ár. Ingólfur H. Þorleifsson, formaður stjórnar fulltrúarráðs Sjálfstœðisfélaganna í Isafjarðarbœ Hvíldarklettur íbúa og gestaþjónusta Aðalgötu 14, 430 Suðureyri • Sími 456 6666 líiiífuin 'bofuif't/ijjii/// ofj oöriin! ^jjfirÖhiguii! oajlu újfir um . .--'S'Jt’/'t’Ur, BAKKAVIK hf. Hafnargötu 80 - 96 • 415 Bolungarvík • Sími 450 7500 Ungir sjálfstœðismenn á Sólbakka t' Önundarfirði í júní 2007. NOKKUR ORÐ FRÁ FYLKI FÉLAGI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í mörg hom hefur verið að líta hjá félags- mönnum Fylkis, á árinu sem nú er að líða. I þessari litlu grein er ætlunin að fara vítt og breitt yfir starfsemi félagsins og varpa þannig ljósi á fjölbreytt og skemmtilegt starf ungra sjálfstæðismanna í Isafjarðarbæ. Stærsta verkefni félagsins á síðastliðnu ári var þátttaka í kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokkinn fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í maí síðastliðnum. Há- punktur kosningabaráttu ungra sjálfstæðis- manna var skemmtikvöld sem Fylkir stóð fyrir, skemmtunin var ágætlega sótt og var mikil ánægja með hana. Ohætt er að segja að félagsmenn hafi lagt sig alla fram við þá miklu vinnu sem unnin var fyrir kosn- ingarnar, þó svo að alltaf megi gera betur. Úrslit þessara kosninga sýna, svo ekki verður um villst, þá gríðarsterku stöðu sem flokkurinn hefur á landsvísu. í júní kom fyrirspum frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þess efnis að haldinn yrði á ísafirði svokallaður SUS dagur. SUS dagur er tækifæri fyrir stjóm SUS og aðildarfélög að hrista sig saman, ræða málin, skemmta sér og ferðast um landið. Dagurinn var hinn skemmtilegasti. Farið var á kajak, snæddur plokkfískur í Neðstakaup- stað og bæði Háskólasetrið og 3x technology heimsótt. Á öllum stöðum var tekið alveg einstaklega vel á móti ungum sjálfstæðis- mönnum og kunnum við gestgjöfunum bestu þakkir fyrir. Dagurinn endaði svo með alls- herjar veislu f Faktorshúsinu og var mikil ánægja með daginn bæði hjá okkur og gestum okkar. Nú á haustdögum var á Seyðisfirði haldið þing Sambands ungra sjálfstæðismanna og mættu fjórir fulltrúar frá Fylki. Skemmtilegt er frá því að segja að varaformaður Fylkis, Helga Margrét Marzellíusardóttir, var kjörin í varastjórn Sambandsins. I alla staði var þetta góð og gagnleg ferð og kom þar greini- lega í Ijós að bæði mörg og misjöfn sjónar- mið mætast í SUS. Mikilvægt er fyrir félag eins og Fylki að taka þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna á landsvísu. Ungir sjálfstæðismenn takast á um ýmis málefni og skoðanir oft á tíðum æði skiptar. En mestu skiptir að samstaða er um stefnu SUS og hvernig sjálfstæðisstefnunni skal unnið fylgi um land allt meðal ungs fólks. Aðalfundur Fylkis var svo haldinn þann 22. nóvember síðastliðinn. Þar var kosin ný stjórn félagsins en hana skipa: Hlynur Kristjánsson formaður, Helga Margrét Marzellíusardóttir varaformaður, Hafdís Gunnarsdóttir ritari, María Rut Kristins- dóttir gjaldkeri og Teitur Björn Einarsson meðstjórnandi. I kjölfar aðalfundar sendi Fylkir frá sér stjórnmálaályktun en í henni lýsti félagið yfir miklum vonbrigðum með 30% niður- skurð á aflaheimildum í þorski og telur fiskveiðráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar ekki virka. Því var skorað á stjórnvöld að aflétta ríkiseinokun Hafrannsóknarstofn- unar á fiskveiðirannsóknum og -ráðgjöf. Fylkir fagnaði stefnuyfirlýsingu meirihluta bæjarstjómar um að leitast yrði við að lækka gjaldskrár í boðuðum aðgerðum meirihlut- ans vegna niðurskurðar á aflaheimildum. í því samhengi sætti þó furðu að lagt hefði verið til að almenn gjaldskrá sveitarfélagsins hækkaði um 4,5% og að útsvarið héldist óbreytt. Þá var þeim tilmælum beint til bæjaryfirvalda að gæta meira aðhalds í rekstri og fjárfestingum á vegum bæjarins. Otækt væri að sveitarfélagið yki við heildar- skuldir sínar frá ári til árs. í því ljósi verður að hafa í huga að skuldasöfnun nú verður greidd af ungi fólki og komandi kynslóðum í framtíðinni. Þessu til viðbótar var skorað á stjórnvöld að flýta fyrir því að ísafjarðar- flugvöllur verði skilgreindur sem alþjóða- flugvöllur, og millilandaflug með farþega og vörur verði heimilað. Góðar samgöngur til og frá Vestfjörðum em ein af forsendum þess að hér fái þrifist blómlegt og fjöl- skrúðugt mannlíf. Því eiga stjómvöld allra síst að standa í vegi fyrir því að ný tækifæri verði nýtt til að treysta stoðir atvinnulífs á svæðinu. Ber þeim að afgreiða svona ein- föld mál án frekari tafa. Að lokum viljum við, stjórnarmenn í Fylki, taka fram að þrátt fyrir að á Vestfjörð- um hafi á undanfömum áratugum harðnað á dalnum er það eindregin skoðun ungra sjálfstæðismanna að fjölmörg tækifæri séu til staðar til að snúa vörn í sókn. Vestfirðir hafa upp á að bjóða einstök lífsgæði sem ættu að vera ungu fólki, sérlega fjölskyldu- fólki, eftirsóknarverð. I Vestfirðingum býr athafnarkraftur og eljusemi sem gefur fyrir- heit um að hægt er að nýta tækifærin. Miklu skiptir að í þeirri vinnu allri sameinist ungt fólk og taki við keflinu af þeirri kynslóð sem nú stendur í eldlínunni. Ungir sjálf- stæðismenn munu ekki láta sitt eftir liggja og munu á nýju ári og komandi árum halda áfram að vinna með öðmm að framgangi góðra mála sem málsvarar ungs fólks á Vestfjörðum. Fylkir, félag ungra sjálfstæðismanna sendir öllum Vestfirðingum, nær og fjær, hugheilar jólakveðjur og ósk um farsælt komandi ár. 4

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.