Vesturland - 01.12.2007, Síða 5
HUGLEIÐINGAR
Á JÓLAFÖSTU
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, skrifar:
Sturla Böðvarsson, oddviti sjálfstœðismanna í Norðvesturkjördcemi og
forseti Alþingis.
Þegar ég skrifa þessar línur og
sendi bestu jóla og nýárskveðjur
til Vestfírðinga hlýt ég að minnast
vinar míns og samstarfsmanns
Einars Odds Kristjánssonar sem
lést á árinu. Það er vissulega skarð
fyrir skildi að hann skuli ekki vera
lengur til þess að standa vaktina
með okkur sjálfstæðismönnum á
Alþingi til sóknar og varnar fyrir
kjördæmið. I þeim störfum naut
hann mikils trúnaðar og virðingar
sakir mannkosta og vegna öflugrar
málafylgju og reynslu sinnar úr
atvinnulífinu eins og þekkt er. Við
sem eftir stöndum á vettvangi
stjórnmálanna höfum mikið verk
að vinna við að tryggja sem best
hagsmuni fólksins jafnt til sjávar
sem sveita. Það starf er stöðugt
viðfangsefni.
KOSNINGAÁR
Alþingiskosningarnar og myndun
nýrrar ríkisstjórnar settu mark sitt
á árið. Síðasta kjörtímabil var mikill
framkvæmda- og framfaratími
sem við byggjum nú á þegar næstu
skref verða stigin á vettvangi
atvinnulífs og stjórnmála. Mikill
hagvöxtur, miklar framkvæmdir
og undirbúningur framkvæmda
ekki síst á sviði samgöngumála,
fjarskipta og ferðamála gefur nú
á þessu kjörtímabili tækifæri til
umbóta á öllum sviðum. Við eigum
að geta unnið að því að efla stöðu
okkar enn frekar með þeirri upp-
byggingu sem er og hefur verið í
gangi. Kosningarnar og aðdrag-
andi þeirra síðasta vetur voru okkur
sjálfstæðismönnum í Norðvestur-
kjördæmi mjög hagfelldar. Að
okkur var mjög hart sótt og and-
stæðingar okkar töldu nánast víst
að við fengjum ekki nema tvo
þingmenn kjöma við þær aðstæður
að það fækkaði um einn þing-
mann í kjördæminu. En við sjálf-
stæðismenn settum markið hátt og
fundum stuðninginn sem við
nutum í kjördæminu. Það var því
einstaklega sætur sigur að fá kjör-
inn fyrsta þingmann kjördæmisins
með nokkrum yfirburðum og
halda þremur þingmönnum inni.
Það er því mikil ábyrgð sem á
okkur hvílir að leiða starfið í kjör-
dæminu og standa vörð um hags-
muni okkar fólks. Við það verkefni
stöndum við níu þingmenn í byrjun
kjörtímabilsins einum færra í
áhöfninni en á síðasta kjörtíma-
bili. Tíunda þingsætið sem við
höfðum áður fluttist frá Fram-
sóknarflokknum til Suðvestur-
kjördæmis þar sem fólksfjölgunin
hefur verið mest frá því kjör-
dæmabreytingin var gerð.
NÝTT HLUTVERK MITT
SEM FORSETI ALÞINGIS
Mitt nýja hlutverk sem forseti
Alþingis er um margt mjög áhuga-
vert. Ástæða er til að minnast þess
að við státum af því að eiga elsta
þjóðþing veraldar og þvf teflum
við fram á vettvangi þjóðanna sem
þróað lýðræðisríki. StaðaAlþingis
og tiltrú þjóðarinnar gagnvart þing-
inu kallar hinsvegar á breytt vinnu-
brögð og breytt skipulag á starfs-
aðstöðu þingmanna. Það er mjög
tímabært og forverar mínir hafa
unnið að þessu verkefni eftir því
sem fært hefur verið. Ég tel það
verðugt verkefni að standa fyrir
breytingum sem styrkja stöðu
þingsins og auka virðingu fyrir
störfum þess og um leið tiltrú gagn-
vart lagasetningu. Þar ber hæst að
tryggja betri vinnubrögð við laga-
setningu, auðvelda eftirlitshlutverk
þingsins með framkvæmdavaldinu,
styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar
og auðvelda þingmönnum Norð-
vesturkjördæmis, Norðaustur-
kjördæmis og Suðurkjördæmis að
vinna sitt verk sem er að tryggja
sem best hagsmuni fólksins í þessum
dreifbýlu kjördæmunum eins og
gert var ráð fyrir við kjördæma-
breytinguna þegar þingmönnum á
landsbyggðinni var fækkað. Sam-
starf mitt við þingmenn er gott og
ég finn að þingmenn vænta
breytinga. Mestur tími minn hefur
farið í að endurskipuleggja starfið
í þinginu og undirbúa löngu tíma-
bærar breytingar. Er stefnt að því
að gera verulegar breytingar á
störfum þingsins og hef ég unnið
að því innan forsætisnefndar og í
samstarfi við formenn allra þing-
flokka nema Vinstri grænna sem
hafa staðið gegn öllunt breytingum.
SAMSTARFIÐ VIÐ
SAMFYLKINGUNA
Það er vissulega mikil breyting að
hefja samstarf við Samfylkinguna
í ríkisstjórn og á Alþingi. Sumirráð-
herrar Samfylkingarinnar virðast
ekki enn hafa sett sig í þær stell-
ingar sem eðlilegt er að ráðherrar
setji sig í þegar unnið er með öðrum
flokki í samstarfi á vettvangi rfkis-
stjórnar og Alþingis. Vonandi
breytist það. Losaralegur bragur á
samstarfi þar sem ráðherrar Sam-
fylkingarinnar tala út og suður um
mikilvæg málefni svo sem Evrópu-
málin, gjaldmiðilsmál, verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga, skatta-
breytingar og um svokallað íslenska
ákvæðið um losunarheimildir svo
nokkur mál séu nefnd kann ekki
góðri lukku að stýra. Hluta af þess-
um vinnubrögðum verður að líta á
sem óöryggi Samfylkingarinnar
vegna samstarfsins við okkur sem
höfum setið svo lengi við völd og
náð miklum árangri. Jafnframt þarf
að minnast þess að Samfylkingin
er barnungur flokkur sem skortir
allar hefðir og formfestu. Vonandi
sljákkar í þessum hræringum og ég
hef trú á að svo verði því formenn
stjórnarflokkanna virðast hafa náð
mjög vel saman og það skiptir
miklu máli. En auðvitað verður að
taka tillit til þess að þarna hafa
gengið til samstarfs tveir mjög
ólíkir flokkar. En Sjálfstæðisflokk-
urinn og Samfylkingin hafa
skyldum að gegna og verða að
tryggja stöðugleika og framfarir í
þjóðar þágu. Þröngir pólitískir
eiginhagsmunir verða því að víkja
fyrir þjóðarhagsmunum.
SAMGÖNGUMÁLIN
SKIPTA OKKUR MIKLU
Allir sæmilega sanngjarnir menn
viðurkenna að síðustu árin hafa
orðið stórstígar framfarir á sviði
samgöngumála, fjarskipta og ferða-
mála á fslandi. Ég naut þess mjög
að hafa á hendi ráðuneyti sam-
göngumála í heil átta ár. Á þeim
árum var mörgu komið í verk þrátt
fyrir að efnahagur og staða ríkis-
sjóðs leyfði ekki þau framlög til
þessa málaflokks sem hefði þurft
og við getum núna státað af með
stór bættum hag ríkissjóðs. Ég vil
nota þetta tækifæri og nefna nokkur
dæmi um aðgerðir á vettvangi
samgöngumálanna ekki síst vegna
þess að pólitískir andstæðingar
tala gjarnan eins og ekkert hafi
verið að gerast. Löggjöf um nær öll
svið samgöngumála var endur-
skoðuð og breytt. Jafnframt var sett
sérstök löggjöf um samgöngu-
áætlun, fjarskiptaáætlun og ferða-
málaáætlun. Allar þessar áætlanir
hafa það markmið að tryggja að
unnið sé skipulega að uppbygg-
ingu innviðanna svo fjármunir
nýtist sem best því skattpeningar
almennings eru auðvitað takmark-
aðir. Afrakstur þessara áætlana má
sjá um landið allt og eftir þeim
áætlunum sem ég mótaði og fékk
samþykktar er enn unnið. Fjar-
skiptin og upplýsingatæknin hefur
gjörbreytt öllum samskiptum.
Gjaldeyristekjur þjóðarinnar af
ferðaþjónustu hafa vaxið stöðugt
vegna öflugrar landkynningar og
markaðssetningar. Til að skýra
þetta betur vil ég nefna hér í stikk-
orðastíl nokkur dæmi til þess að
minna vestfirska lesendur á hversu
miklu hefur verið komið í verk en
minna jafnframt á að allt tekur sinn
tfma. Margt hefur vissulega áunnist
og mikið er framundan sem vinna
þarf skipulega að.
Vegamál: Lokið var við að tengja
byggðirnar á suðurfjörðunum með
uppbyggðum vegi sem nú er ekið
um milli Brjánslækjarog Bíldudals.
Nýr vegur byggður upp og tek-
inn í notkun um Bröttubrekku og
Svínadal.
Miklar framkvæmdir standa yfir
á Vestfjarðavegi í Barðastrandar-
sýslu og undirbúningur á lokastigi
við þverun fjarðanna sem leysa af
hólmi Odrjúgsháls og Hjallaháls.
Það sér fyrir endann á gerð Djúp-
vegar og vegar um Arnkötludal á
næsta ári en miklar framkvæmdir
hafa staðið yfir á Djúpveginum.
Jarðgöngin til Bolungarvíkur
hafa verið fjármögnuð og fram-
kvæmdir að hefjast á næstunni
eftir rannsóknir og hönnun.
Jarðgöng milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar komin á samgöngu-
áætlun og undirbúningur hafinn.
Hafnamál: Framkvæmdir í
höfnunum hafa verið í samræmi
við áætlanir hafnaráðs þar sem sitja
fulltrúar sveitarstjóma, útgerða og
samgönguráðherra. Framkvæmdir
hafa miðast við breyttan skipastól,
útgerðarmynstur og nýjar þarfir
svo sem höfn fyrir Kalkþörunga-
verksmiðjuna á Bíldudal.
Flugmál: Isafjarðarflugvöllur
endurhættur með stærri öryggis-
svæðum og nýjum flugturni.
Þingeyrarflugvöllur endur-
byggður. Honum er ætlað að nýtast
með ísafjarðarflugvelli semeins-
konar þverbraut og auka þannig
stórlega flugöryggi til norðanverðra
Vestfjarða. Samgönguáætlun gerir
ráð fyrir áframhaldandi endur-
bótum flugvallanna á Vestfjörðum.
Fjarskipti: Samkvæmt fjar-
skiptaáætlun sem ég lét vinna og
Alþingi samþykkti er gert ráð fyrir
að nýta 2.5 milljarða af söluand-
virði Símans til að byggja upp
GSM kerfið á megin þjóðvegum
og fjallvegum, koma sjónvarpi til
sjófarenda og tryggja aðgang að
háhraðatengingum í dreifbýlinu.
Öll þessi verkefni eru langt komin
og lokið við sum. Vert er að minna
á að það er hlutverk símafyrir-
tækjanna sjálfra að tryggja örugg
sambönd svo sem með hring-
tengingum á Vestfjörðum. Verði
það ekki gert á markaðslegum for-
sendum eða á grundvelli starfsleyfa
símafyrirtækjanna verður Fjar-
skiptasjóður að koma til skjalanna
með framlögum. Því er nauðsyn-
legt að tryggja tekjur sjóðsins áfram.
Sett voru lög um þriðju kynslóð
farsíma svokallaða 3G síma og
leyfin boðin út á grundvelli laganna
sem tryggja ákveðna útbreiðslu
um landið allt. Jafnframt voru
boðin út leyfi til þess að reka lang-
drægt farsímakerfi í stað NMT
símans. Mun það kerfi verða sett
í rekstur á næstunni. Tekin var
ákvörðun í samstarfi samgöngu-
ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis
og fjármálaráðuneytis að byggja
upp Tetra fjarskiptakerfið sem
landsdekkandi almannavarna- og
björgunarkerfi á sviði fjarskipta.
Er það rekið af Neyðarlínunni. Af
þessu má sjá hversu vel hefur verið
unnið á sviði fjarskiptanna enda
gera landsmenn miklar kröfur um
þjónustu.
Ferðamál: Ferðaþjónustan
hefur vaxið gríðarlega síðustu
árin. Þar hjálpast margt að. Ekki
síst markviss landkynning og
markaðssetning með samstarfi
ráðuneytis, Ferðamálastofu og
Samtaka ferðaþjónustunnar og
Ferðamálasamtakanna. Að frum-
kvæði samgönguráðuneytisins var
efnt til gerðar menningarsamninga
ríkisins og sveitarfélaganna í
nokkrum landshlutum. Var það í
framhaldi af því að ég lét vinna
viðamikla skýrslu og tillögur um
menningartengda ferðaþjónustu.
Á grundvelli menningarsamning-
anna hefur nú verið ráðinn menn-
ingarfulltrúi fyrir Vestfirði. Verk-
efni hans munu ekki síst gagnast
ferðaþjónustunni sem atvinnu-
grein.
MENNT ER VISSULEGA
MÁTTUR
Síðustu daga hafa orðið miklar
umræður um svokallaða PISA
skýrslu. Með henni er kynnt
mæling á skólakerfi þjóðanna. Það
veldur vissulega vonbrigðum að
ísland hefur færst niður á þessum
kvarða um menntun þrátt fyrir að
við verjum meiri fjármunum til
skólanna en þær þjóðir sem standa
okkur framar í að mennta unga
fólkið. Við þessari stöðu verður að
bregðast. En hvað er til ráða?
Heimilin og skólarnir verða að
taka höndum saman og leggjast á
eitt um að bæta skólastarfið. Það
verður að vera forgangsmál næstu
misserin. Þau frumvörp til laga á
sviði skóla og menntamála sem nú
liggja fyrir Alþingi eiga að geta
verið uppsprettan að bættu skóla-
starfi og þeim breytingum sem
gera verður. Heimilin, skólar,
sveitarstjórnir, ríkisstjórn og Al-
þingi verða að sameinast um sókn
til bættra starfshátta skólanna.
Foreldrar verða einnig að taka til
endurmats sinn hlut því í góðri
menntun bama okkar verður máttur
þeirra í framtíðinni. Þar gegna
heimilin lykilhlutverki ekki síður
en kennarar og skólakerfið.
5