Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.2007, Síða 6

Vesturland - 01.12.2007, Síða 6
Stigið á land á Fillipseyjum. Kristún Lind, Freyja og Bjarki Garðarsson ásamt innfœddum drengjum. Það fer ekkert á niilli mála þegar jólin nálgast í Hong Kong borg frekar en annarsstaðar. Um miðjan nóvember hefjast verslunareigendur handa við að skreyta búðir sínar hátt og lágt. Hong Kong borg er töluvert háreistari en margar borgir og ljósa- skreytingar á háhýsunum njóta sín afar vel þegar myrkrið skellur á. Hong Kong búar eru snjallir, þeir kynda undir jólastemningunni og kaupæðinu þrátt fyrir að fæstir hér um slóðir haldi jólin hátíð- leg af trúarástæðum. JÓL í FJARLÆGU LANDI Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar: Huida Garðarsdóttir, Freyja Steindórsdóttir, Starri Steindórsson, Steindór Sigurgeirsson. Jólin 2006 voru fyrstu jólin mín í Hong Kong og fyrstu jólin okkar Bjarka. Mér var mikið í mun að ganga í augun á fjölskyldunni allri og þegar að tengdamamma bað mig fyrir ein 15 kg af pökkum, laufabrauði, smákökum og öðrum varningi gat ég auðvitað ekki annað en tekið það verkefni að mér. Það þýddi hinsvegar að ég fór heim og tók upp úr töskunum megnið af fötunum mínum til þess að koma restinni, sælgætinu sem mér var falið að kaupa, fyrir í töskunni. Það var jólaandinn sem kom mér tiltölulega brosandi í gegnum lestarferðirnar til London og þaðan á Gatwick með laufa- brauðsbaukinn í handtöskunni. Það var auðvitað mikil eftirvænt- ing hjá Hong Kong búunum að sjá hvað kæmi upp úr töskunum mínum og í augnablik leið mér eins og jólasveininum, ijóð í kinn- um eftir burðinn en glöð yfir að gleðja. Gleðin breyttist í örvænt- ingu þegar í ljós kom að jólarjúp- urnar sem fjölskyldan hafði gert ráð fyrir að hafa í jólamatinn, höfðu orðið eftir á Islandi. Ör- væntingin varði ekki lengi en það var mikið hlegið. Gleðin breyttist í örvæntingu þegar í ljós kom að jólarjúpurnar sem fjölskyldan hafði gert ráð fyrir að hafa í jólamatinn, höfðu orðið eftir á Islandi. Það var notaleg jólastemning á heimili mágkonu minnar Huldu Garðarsdóttur og svila, Steindóri Sigurgeirssyni á aðfangadags- kvöld en þau búa í Sai Kung sem er f útjaðri yfirráðsvæðis Hong Kong S AR. Veðrið var milt og gott og við borðuðum rjúpnalausa jólamatinn úti á veröndinni undir jólakveðjunum sem lesnar eru á aðfangadagsmorgun á Islandi. Eins og íslenskum fjölskyldum sæmir voru jólapakkamir opnaðir eftir að búið var að ganga frá eftir matinn. Eldsnemma að morgni jóladags héldum við öll af stað, ég, Bjarki, Hulda, Steindór og börnin þeirra Freyja og Starri, Rebekka og Petra Garðarsdætur og Kristján Björn Garðarsson (reyndar ótengdur Garðari tengdapabba), til Fillips- eyja en þar beið okkar Ying Mei, mótórbátur í eigu þeirra Huldu og Steindórs. Það tekur ekki nema rétt rúma klukkustund að fljúga niður til Fillipseyja en síðan tók við önnur eins bílferð til Maya Maya þar sem við eyddum fyrstu nóttinni. Ferðin gekk vel og á leiðinni keypti Bjarki gítar og við sungum og höfðum hátt í bflnum á leiðinni. Það vakti litla hrifningu hjá Huldu að fyrstu kvikindin sem mættu okkur í bátnum voru kakka- lakkar. Báturinn er annars mjög snyrtilegur og flottur en ég skildi Huldu vel að vera súra yfir ástand- inu. Nokkrar vel útilátnar gusur af skordýraeitri löguðu ástandið heil- mikið. Það er drjúgt plássið í bátn- um og það raðaðist vel í svefn- plássin, við Bjarki fengum að sofa úti undir eiginlegri himnasæng. An þess að gera ferðasögunni allri skil þá var siglt um nokkuð stórt svæðið norðan við Fillips- eyjar og suður af Manila, um Apo Reef, hringinn í kring um Corona eyju og aftur til baka til Maya Maya. Einn viðkomustaðurinn var Þar kom í ljós að flökin við eyjuna telja rúman tug en þetta eru japönsk herskip og flutningaskip sem skotin voru niður í síðari heimsstyrjöldinni. Sangat eyja en Steindór hafið fundið upplýsingar á Netinu um skipsflak sem hann var með punkt- ana fyrir. Við hittum beint á staðinn og Steindór og Bjarki voru fyrstir til að kafa niður að flakinu sem samkvæmt sónarnum var á um 20 metra dýpi. Ég og Bjarki fórum síðan næstu ferð niður en vegna þess að súr- efnið fer hratt á svona dýpi og súr efni í ferðinni af skomum skammti, þá vorum við stutt niðri. Það var samt alveg magnað að kafa þarna niður, flakið sjálft er auðvitað þakið gróðri og ekkert eftir af því nema skrokkurinn en stórfenglegt samt sem áður. Eftir köfunina fómm við í land á Sangat eyju þar sem við fengum okkur að borða. Þar kom í ljós að flökin við eyjuna telja rúman tug en þetta em japönsk herskip og flutningaskip sem skotin voru niður í sfðari heimsstyrjöldinni. A resortinu voru myndir á veggjum af skip- unum, bæði teknar úr herflugvél- unum áður en skothríðin hófst og myndir af því þegar unnið var að því að bjarga/taka varning úr skipunum. Við ákváðum að skoða annað flak sem væri á aðeins minna dýpi og fleiri gætu kafað eða snorklað. Ég, Rebekka, Bjarki, Steindór og Kristján köfuðum en aðrir snorkluðu. Næsta dag sigldum við í áttina að E1 Rio y Mar og á leiðinni setti skipstjórinn okkur í land til þess að skoða dýragarð en Ferdinard E. Marcos forseti lét í sinni tíð flytja frá Kenyja til Filippseyja dýr sem hann hafði dálæti á sér til yndis- auka. Dýragarðurinn var mun snyrtilegri og mannúðlegri heldur en sá sem Vigdís Erlingsdóttir sýndi mér um árið í Enteebe í Uganda en þarna gengu mörg dýrin frjáls um og plássið var nægt. Ferðin náði yfir eyjuna og þangað komu Steindór og Kristján og sóttu okkur. Leiðsögumanninum okkar þótti Steindór klár að finna okkur og taldi að hann hlyti að vera alvanur siglingum um eyjarnar. Líklega hefur hann hvorki séð GPS stað- setningartæki né „Forward looking sonar“. Nánast allt lauslegt fór af stað og báturinn leit út eins og eftir styrjöld þegar ég loksins staulaðist niður. Gamlársdegi eyddum við á E1 Rio y mar, http://elrioymar.com, sem er eins og heimasíðan ber með sér, algjörparadís. A gamlárs- kvöld var veisla og skemmtun í / Ævintýraferð: Freyja Steindórsdóttir (fremst), Starri Steindórsson og Hulda Garðarsdóttir, ég henni á vinstri hönd. Fyrir aftan Petra Garðarsdóttir (t.v.) og Rebekka Garðarsdóttir. 6

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.