Vesturland - 01.12.2007, Page 12
rætt er um fjármagn og samfélag:
Menntun má skilgreina sem það
ferli þar sem fjármagni er veitt til
uppbyggingar þekkingar. Slík fjár-
festing skilar sér í skólum og náms-
kerfi og fólki sem býr yfir mikilli
þekkingu.
Full hagnýting þessarar fjár-
festingar skilar sér ekki nema með
nýsköpun.
Þannig má skilgreina nýsköpun
sem það ferli sem tekur þekking-
una og skilar henni á ný sem nýju
fjármagni inn á markaðinn. Ný-
sköpun skilar þannig þvf fjár-
magni, væntanlega vel ávöxtuðu,
sem áður fór til menntunarinnar.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
Nýsköpunarmiðstöð Islands muni
hafa starfsstöð á Isafirði og var sú
ákvörðun tilkynnt sl. haust. Það
felst ákveðin áskorun í því að hefja
starfið hér á Vestfjörðum. Ég segi
áskorun vegna þess að byggða-
þróun á Islandi hefur þvi miður
leitt til þess að byggðir landsins
eiga í vök að verjast. Vestfirðir
þróuninni. Nefnd undir forystu dr.
Guðfinnu Bjarnadóttur alþingis-
manns og fyrrverandi rektors er að
vinna að tillögum um þetta.
I kjölfar menntunarþáttarins
þarf svo að huga að nýsköpuninni.
Vestfirðir hafa merkilega for-
sögu á sviði nýsköpunar og þró-
unar. Isafjörður var til dæmis fyrsti
búsetustaður verkfræðistofu á Is-
landi og hér var stórskipahöfn löngu
áður en aðrir staðir fengu slíkt.
I samtölum mínum við heima-
menn finn ég sterklega fyrir mjög
mikilli tæknihefð, háu þekkingar-
stigi og umfram allt djörfung og
hug til að takast á við nýja og
spennandi framtíð.
Starf Nýsköpunarmiðstöðvar
hér hefst með starfsemi Impru þar
sem tveir nýir starfsmenn hafa verið
ráðnir, þær Arna Lára Jónsdóttir
og Sigríður Kristjánsdóttir. Báðar
hafa góða reynslu af þessu sviði
og bind ég miklar vonir við þær.
I fyrstu er gert ráð fyrir fræðslu-
og námskeiðahaldi á sviði nýsköp-
JÓLAKVEÐJA TIL VESTFIRÐINGA FRÁ
NÝSKIÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri, skrifar:
Nýsköpunarmiðstöð
íslands
Þegar ég var beðinn um að skrifa
greinarkom í jólablað Vesturlands,
þótti mér tilhlýðilegt að velta upp
spumingunni um framtíð Vestfjarða
eins og hún horfir við aðila eins
og mér sem hefur fengið það hlut-
verk að hlúa sérstaklega og stjóma
nýsköpun í þartil helgaðri stofnun.
Nýsköpun er hægt að skilgreina
á ótal vegu. Hún hefur fylgt íslensku
þjóðfélagi um langa hríð og heilu
skeiðin í sögu okkar hafa ýmist
liðið fyrir skort á henni - eða ein-
kennst af framförum á því sviði.
Nýsköpunartogarar ruddu eldri
veiðiskipum úr vegi, ríkisstjórnir
kenndu sig við nýsköpun og þannig
mætti lengi telja.
Orðið nýsköpun er svo sterkt og
gildishlaðið að það hefur vissa
töfra. Hver hefur til dæmis heyrt
talað um neikvæða nýsköpun?!
Eða misheppnaða nýsköpun?
Alþingi íslendinga hefur með
lögum um Nýsköpunarmiðstöð
Islands frá því fyrr á árinu lagt
grunninn að sérstakri áherslu á
efnið og stendur ríkisstjórnin sterk
að baki því starfi sem unnið er við
miðstöðina.
Nýsköpunarmiðstöð Islands
hefur á að skipa um 80 manna
starfsliði. Hún byggir einkum á
tveimur til þremur aðalhópum;
sterkum hópi á sviði byggingar-
rannsókna sem áður var Rann-
sóknastofnun Byggingariðnaðar-
ins; öðrum sterkum hópi sem
myndaði Iðntæknistofnun og
reyndar þriðja hópnum sem er
IMPRA, stuðningur við frum-
kvöðla og skyld málefni.
Þegar ég tók við sem forstjóri
lagði ég strax áherslu á að Ný-
sköpunarmiðstöð gerði sér góða
grein fyrir því umhverfi og sam-
félagi sem hún starfaði í. Ég lagði
til dæmis mjög mikið upp úr því
að miðstöðin væri tengd atvinnu-
lífrnu og ekki síst skólakerfi lands-
ins, með sérstakri áherslu á fram-
haldsnám og háskóla.
Eiginlega má skilgreina ný-
sköpun sem ferli sem er nátengt
menntun. Saman geta menntun og
nýsköpun myndað hringrás sem
lýsa má með eftirfarandi hætti þegar
hafa ekki farið varhluta af þeirri
erfiðu þróun.
Ég spyr því sjálfan mig að því
hvernig nýsköpunarstefna geti
sem best nýst hér vestra. I ljósi
þess sem ofan er getið hlýt ég að
fullyrða að huga þurfi að því að
menntun og nýsköpun fari saman.
Þess vegna tel ég að hugmyndir
menntamálaráðherra um eflingu
háskólanáms á Vestfjörðum séu
mjög mikilvægur liður í fram-
unar innan vébanda Impru og þegar
er hafin vinna við stuðningsverk-
efni með áherslu á úrbætur í rekstri
og stjórnun fyrirtækja. Verkefni af
þessum toga hafa þegar borið
góðan árangur vestra.
Með þessum línum í lok ársins
vildi ég þakka Vestfirðingum fyrir
góðar móttökur gagnvart Ný-
sköpunarmiðstöð og lýsa tilhlökk-
un varðandi þau verkefni sem
framundan eru á nýju ári 2008.
Grundarstígur 5, 415 Bolungarvík • Sími: 456 7584
URSKOÐUN
VESTFJARDA ehf
AÐALSTRÆTI 19, 415 BOLUNGARVÍK
Sími: 450 7900 Fax: 456 7447 Netfang: jon@endvest.is
12