Vesturland - 01.12.2007, Síða 13
Það hlýtur að vera hvíld í þessu
hugarfari en að sama skapi er
eitthvað sem mætti gera betur áður
en hlutirnir reddast einhvernveg-
inn geri ég ráð fyrir. „Reddið“ er
stundum nauðvöm þegar ekki er
bjart framundan og menn sjá eitt-
hvað sem þarf að ganga í og bjarga
á síðustu stundu. Hugarfar Vest-
firðinga er einhvern veginn að
endurspegla einmitt þetta, það er
að mönnum virðist innblásið
ákveðið langlundargeð og að auki
þvermóðskan að gefast ekki upp.
Einmitt þess vegna álíta lands-
menn að þetta muni reddast ein-
hvernveginn að lokum.
Hugarfarið sem birtist í sér-
hæfingu starfsmanna stórmarkaða
og heyrist stundum á þessa lund
„þetta er ekki mín deild, þú verður
að leita til annars sem sér um
þetta“ heyrist ekki á Vestfjörðum.
Það er einfaldlega gengið í málið
og því „reddað“. Svoleiðis hefur
það bara verið. Ég geri ráð fyrir
að þetta „redd“ hugarfar eigi sér
lengri skýringar en sem nemur
nokkrum árum, ég hreinlega held
að leita þurfi til uppruna okkar til
að skýra þetta frekar.
Að vera konungur eða drottning
eigin lífs er eitthvað sem virðist
mörgum þegnum þessa lands vera
í blóð borið. Vilja ekki sæta of-
sköttun, kúgun, vera frjáls sem
sjálfstæður einstaklingur var lík-
lega það sem varð til þess að for-
feður okkar létu sig dreyma um
nýtt upphaf á öðrum stað. Orðróm-
urinn um óbyggða eyju í norðri var
nægur til að frumkvöðlar og hug-
sjónafólk þess tíma lét sér ekki
nægja að láta sig dreyma, heldur
settu sér háleit markmið og gerðu
skipulega áætlun um hvernig hægt
væri að komast þangað. Forfeður
okkar víkingarnir voru vanir að
leysa úr hverri þraut og hugsuðu
lausnarmiðað að markmiðinu.
Þetta var fólk sem var orðið þaul-
vant hinu óvænta á nýjum stað,
kunni að aðlaga sig breyttum að-
stæðum hverju sinni og má segja
að lögmál um að þeir hæfustu lifa
af, hafi verið í fullu gildi þar sem
annað hvort var að duga eða drep-
ast. Blóð þeirra sem voru dugandi
rennur enn í æðum fjölmargra
landsmanna enda ljóst að erfða-
fræðilegar líkur fyrir slíku eru yfir-
gnæfandi þar sem dauður getur
líklegast ekki barn.
Þarna áttu sér stað búferlaflutn-
ingar fólks sem átti sér draum, setti
sér markmið og þeir fyrstu sem
létu úr höfn voru án sjókorta eða
vitneskju um nákvæma staðsetn-
ingu fyrirheitna landsins. Þeir
voru einhvernveginn handvissir
um að þetta myndi allt sarnan
„reddast" að lokum, það væri
hreinlega áunnin hefð fyrir því.
Þeir sem komust heilir á húfi til
baka gátu leiðsagt hvert skildi
halda og hvers væri þörf. Sigl-
ingarleiðin til íslands gekk manna
á milli. Þar hefur eflaust verið
minnst á að hægt væri að vista sig
upp í fjáreyjum eða Færeyjum eins
og þær heita víst.
Góðlátleg þjóðsaga af frændum
okkar er sú að þegar land var þar
Þetta „reddast“ segja Vestfírðingar stundum og reyndar fjölmargir lands-
menn. „Reddið“ er fólgið í því að hafa trú á því að ekkert sé óyfirstíganlegt
og allt gangi eftir að lokum á rétta vegu. Þessi óbilandi trú hlýtur að koma
frá erfðum eða umhverfí, nú eða hvoru tveggja.
KONUNGAR OG
DROTTNIN GAR
Björn Theodórsson, hugmyndasmiður á Tálknafirði, skrifar:
tekið, þá hafi forfeður okkar hent
í land dugleysingjum, þeim sjó-
veiku og jafnframt öllu ófríða
fólkinu. Einmitt þess vegna sé
svona ófrítt fólk í Færeyjum enn
þann daginn í dag, en við nánari
skoðun virðist það ekki standast.
Altént hringdi íslenskur drengur
heim þegar hann var á fyrsta degi
á skólaferðalagi í Færeyjum, og
sagði „pabbi, pabbi, veistu hvað
... þær eru alls ekki ljótar hérna í
Færeyjum."
Með þessu má nefna að Fær-
eyingar nefna okkur jáaranna, það
er, þeir vilja meina að við séum
alltaf að segja já með ýmsum hætti
nánast með reglulegu millibili.
I hverju samtali manna á milli
viðgengst já þetta og já já jáaaá
hitt. Jafnframt er sagt að þeirra
söguskýring í þessu samhengi sé
að ástæðan fyrir því hvað geð-
heilbrigði Færeyinga sé gott en
flestir á Islandi eru meira og minna
tæpir á geðsmunum. sé einmitt
vegna þess að þeir sem voru geð-
heilbrigðir stigu frá borði eftir
mikla svaðilför og settust að í Fær-
eyjum. En meintir geðsjúkling-
amir héldu áfram blint út í sortann
upp á von og óvon með fyrirheitið
um eyjuna í norðri enn að leiðar-
Ijósi.
Burtséð frá þessum óskráðu
þjóðsögum þá hófst landnám.
Hægt og rólega myndaðist búseta
umhverfis Island og eflaust hafa
landsins gæði og hlunnindi ráðið
miklu hvar menn vildu búa. Tím-
inn leið og þegar þessum þaul-
vönu sjófarendum hugkvæmdist
loks að líta upp úr mysutroginu í
moldarkofunum, fiskandi eftir
súru sauðaketi, urðu þeir varir við
aðra sjófarendur við strendur og
firði landsins.
Einmitt þá verður sú þróun að
menn loks búast til sjósóknar, læra
af útlendinginum og fara að stunda
sjóinn af einhverju viti. Verstöðvar
myndast þar sem best var að sækja
sjóinn og síðar meir festist sum-
staðar þar byggð og er enn í dag.
Þessi byggðaþróun var ekki sér-
íslenskt fyrirbrigði, svona þróaðist
búseta víða um heim, til dæmis
einnig í Kanada. Einmitt hjá vin-
um okkar í Kanada, nánar til tekið
við austurströnd Nýfundnalands
árið 1992, þá hrundi þorskstofninn
með fyrirséðum afleiðingum.
Byggð sem þróast hafði með sjó-
sókn sem aðalundirstöðu atvinnu-
lífs stóð skyndilega á brauðfótum
og hvað gerðu Kanadamenn? Jú
þeir áttuðu sig á að það yrði að
líta fram á veginn, hugsa lausnar-
miðað hvernig mætti treysta byggð
á þeim stöðum sem áttu allt sitt
undir þorskveiðum. Þeir greindu
styrkleika og veikleika byggðanna
og umhverfi þeirra með skipu-
lögðum hætti og settu fjármuni í
frumkvöðlastarfsemi, stefnumörk-
un og svo framvegis.
Taka má fram að þessi vinna er
enn í gangi og til fyrirmyndar hjá
Kanadamönnum. Hinsvegar þá
má segja að þorskurinn haft einnig
horfið af miðum Islands. Það er
að segja með þeim hætti að sumar
sjávarbyggðir sem byggðust upp
umhverfis landið vegna nálægðar
við miðin, hafa ekki lengur þorska
að sækja þó hann syndi undir
bátum bundnum við bryggju. An
þess að ég hætti mér út í kvóta-
umræðu, þá verður að segja eins
og er að það er margt líkt með
aðstæðum í Kanada og á Islandi
hvað þetta mál varðar, sérstaklega
eins og ástandið er nú. Munurinn
liggur aðallega í því hvernig okkur
hefur tekist að vinna úr þessum
nýju aðstæðum. Beinbrotsplástur
ráðamanna eins og símsvörun fyrir
fyrirtæki og bygging menningar-
húsa var lengi eina útspil til lausn-
ar. Sem betur fer er slíkt ekki al-
farið raunin nú.
Litið til sögunnar þá verður að
segjast eins og er að það leið ekki
á löngu þar til aðstæðurnar sem
forfeður okkar flúðu forðum daga
voru orðnar að þeim veruleika sem
umlykur og hefur mótað líf lands-
byggðarfólks lengi vel fram á
þennan dag. Eins og óumflýjan-
legt lögmál þá urðu fljótlega til
hinir fáu sem högnuðust og höfðu
vald yfir hinum mörgu. Hinir fáu
og útvöldu nýttu sér yfirburði
sökum sértækra aðstæðna út í
hörgul. Þeir fóru fljótlega að stýra
og stjórna með öllum tiltækum
ráðum. Má segja að sagan hafi
endurtekið sig og það sem við
flúðum frá og óttuðumst hafi
komið yfir okkur að lokum.
En hvernig er staðan nú í þessu
Ijósi? Eru aðstæður með þeim
hætti að þær beri með sér farsæla
uppbyggingu á Vestfjörðum til
framtíðar. Hamingjan sanna, við
höfum haft á annað þúsund ár til
að „redda“ þessu til betri vegu. Og
hvað í ósköpunum getum við þá
gert, gæti einhver spurt? Jú það er
því líklegast einungis þrennt í
stöðunni. Númer eitt að sætta sig
við orðinn hlut og taka því þegj-
andi sem að okkur er rétt. Númer
tvö að flytjast búferlum til dæmis
til Kanada eða Evrópu. Númer
þrjú að setja af stað lausnarmiðaða
áætlun til 25 ára til að rífa okkur
Vestfirðinga úr þessu fari. Sú
áætlun væri leiðbeinandi fyrir
hvert sveitarfélag og sveitarstjómir
ynnu eftir þessari áætlun. Það þarf
að greina niður öll möguleg tæki-
færi á viðkomandi svæðum, for-
gangsraða þeim og byggja upp
áfangatengt. Slíkt myndi skapa
meiri samstöðu í ljósi þess að allir
væm að vinna að sama markmiði
en hrærðu ekki í málum eftir því
hver væri við völd fjögur ár í senn.
Aætlanir sem þessar væru jafn-
framt leiðbeinandi fyrir ríkisvaldið
hverju sinni. Það færi ekki milli
mála hvert markmiðið væri og
heildrænt væri unnið að því meðal
íbúa, sveitarstjórnenda og ríkis-
valds. Þess má geta að tækifærin
eru fjölmörg og hafa sjaldan verið
fleiri en einmitt nú, en slíkt gerist
einmitt í kjölfar þrenginga.
Þrengingar svifta öryggi og
værukæru burt og leiða til þess að
fólk fer á tærnar og fer að huga að
framtíðinni, og þá jafnvel útfyrir
hið hefðbundna. Það eina sem
Vestfirðingar þurfa að fá eru sam-
keppnishæfar samgöngur, fjars-
kipti, úrbætur í menntamálum og
tækifæri til að byggjaupp samfélag
framtíðarinnar eins og við viljum
að það verði fyrir börnin okkar, en
ekki einungis eins og við viljum
að þessu sé reddað eða kippt í
liðinn tímabundið fyrir okkur hér
og nú. Ef samkeppnisstaðan er
í lagi og markmiðin skýr,
kemur einfaldlega allt hitt
frá fólkinu sem býr á
stöðunum. Eins og þeg-
ar er byrjað að gerast
við núverandi að-
stæður sem ekki
eru samt sem áður nægjaniega
góðar. Góðu fréttirnar eru þær að
margt bendir sterklega til þess að
enn renni víkingablóð í æðum
Vestfirðinga og samtakamáttur
þeirra sé enn til staðar sem forð-
um. Við höfum trú á bjartri fram-
tíð eins og húsnæðislán margra
okkar hljóta að bera vitnisburð
um. Orð og skoðanir hafa hins-
vegar aldrei grafið skurð, byggt
hús eða slægt fisk. Vissulega áskil
ég mér rétt til þess að hafa rangt
fyrir mér, en kvart og kvein hefur
ekki heldur leitt til þess að hlut-
irnir gerist. Vinsamlega hafið
samband og leiðréttið mig ef ég
fer með rangt mál, ég er í síma-
skránni. En að gefa sér smá tíma
og hugsa I lausnum er eitthvað
sem við þurfum að gera á öllum
sviðum. Finnum, skilgreinum og
setjum markmið, fáum skýra sýn
fram á veginn og vinnum saman.
Þannig komum við til landsins í
upphafi, en vorum vart stigin frá
borði þegar við hugsuðum sem
konungar og drottningar. Hinir
sem ekki höfðu völd eða silfur
gátu bara þakkað fyrir molana sem
duttu af borðinu, nú að því gefnu
að þeir hafi ekki verið bundnir sem
Ingjaldsfíflið forðum daga og ekki
náð til molanna. Framtíðarmótun
samfélaga fyrir næstu kynslóð sem
tekur við, hlýtur að gefa bestu
raun. Við fengum Island að láni í
nokkur ár frá börnum okkar.
„Reddið“ er ágætt við margar að-
kallandi aðstæður, en við byggjum
ekki framtíð með skynsöntum
hætti á því. Við lifum
ekki á „reddi“
einu saman.
13