Vesturland - 01.12.2007, Qupperneq 14
EJARÐALOGNIÐ BÆTIR
BÚ SETTJ SKILYRÐI
Birtu er tekið að bregða þegar Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, gefur sér tíma til að setjast
niður með blaðamanni Vesturlands sem kominn er til
að forvitnast um stöðu mála í sveitarfélagageiranum.
Þegar horft er inn Pollinn af skrifstofu bæjarstjóra
standa ljósin á haus í lognmyndinni sem Pollurinn
skapar að náttúrulegum vestfírskum hætti.
Hafið þið í meirihlutanum
staðið við fyrirheit í málefna-
samningi?
„Já það get ég fullyrt. Nú er liðið
eitt og hálft ár af kjörtímabilinu
og ef fólk les málefnasamninginn
sem er aðgengilegur á www.isa-
fjordur.is þá má sjá að búið er að
gera mjög margt sem þar er samið
um. Ég nefni sem dæmi lækkun
leikskólagjalda, fjórir tímar orðnir
gjaldfrjálsir fyrir fimm ára leik-
skólaböm frá I. janúar 2008, gjald-
fljálsar almenningssamgöngur fyrir
alla frá 1. janúar 2008, frítt í sund
Hvað finnst þér um ályktun
ungra sjálfstæðismanna í Isa-
fjarðarbæ um gjaldskrár og
útsvar hjá Isafjarðarbæ?
„Þetta er flott hjá þeim. Þau eiga
að láta f sér heyra og það væri ekki
gott ef þau væru sammála öllu sem
við gerum. Ungir sjálfstæðismenn
eru stundum kallaðir samviska
flokksins og það á við um okkar
fólk hér í Isafjarðarbæ. Ég hvet
þau til að halda áfram með þessi
mál og svo eiga þau að sjálfsögðu
að stefna að því að taka við af okkur
í rekstri bæjarins,” segir Halldór
Árni Þór Sigurðsson, fyrrv. varaformaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, Halldór Halldórsson formaður og Kristján Möller samgöngu-
ráðherra.
fyrir börn undir 16 ára aldri, bygg-
ing við GI, verið er að hefja hönnun
á sundlaug á Torfnesi, átak í
atvinnumálum og svona má lengi
telja. Ég hvet íbúa til að kynna sér
þetta.
og brosir kankvíslega en blaða-
maður ákveður að setja hér enda-
punkt á viðtalið, þakkar fyrir sig
og heldur út í rökkvaða kvöld-
kyrrðina í Skutulsfirðinum.
Oddvitar Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks
í Isafjarðarbœ undirrita málefnasamning í
garðinum Skráði í Dýrafirði 2. júní 2006.
Af hverju gafstu kost á þér sem
formaður Sambandsins, er það
ekki fullt starf?
„Ég hef verið spurður að þessu
áður og heyrt þessu haldið fram í
einhverri umræðu í bænum. Svo
hefur minnihlutinn haldið þessu
fram á opnum bæjarstjórnarfund-
um. Nei formennska í Sambandinu
er ekki fullt starf og hefur aldrei
verið. Formaður Sambandsins
sem var á undan mér gegndi því
embætti í sextán ár en var aldrei
með skrifstofu enda var hann í
fullu starfi við annað. Hjá Sam-
bandinu er framkvæmdastjóri í
fullu starfi með sitt starfslið. Þar
hefurfjölgað á undanförnum ámm
vegna aukinna verkefna.
Formennska f Sambandinu er
að mínu mati mikilvæg staða fyrir
okkur og eykur áhrif okkar við
ákvarðanatöku á landsvísu. Ég er
fyrsti formaður Sambandsins sem
kemur frá sveitarfélagi utan höfuð-
borgarsvæðisins í rúmlega 60 ára
sögu Sambandsins. Landsbyggð-
inni veitir ekki af fulltrúum þegar
verið er að taka ákvarðanir sem
varða allt landið. Varla vill fólk að
fulltrúar höfuðborgarsvæðisins
ákveði allt fyrir okkur?
Ég gaf kost á mér til að styrkja
sveitarfélögin og landsbyggðina
sérstaklega í sessi. Ég tel mig hafa
mikið fram að færa sem formaður
Sambandsins og ætla mér að sýna
fram á það á þeim fjórum árum
sem ég hef til þess. Nú hef ég verið
formaður í eitt ár.”
Það vantar ekki fegurðina og
lognið hér fyrir vestan?
„Eins og fólk þekkir þá er þetta
vestfirska veðrið. Við munum
frekar eftir því en þegar hvessir
vegna þess að veðrið er oftar svona.
Ég leyfi mér að halda því fram að
fjarðalognið á Vestfjörðum bæti
búsetuskilyrðin.”
Hvernig hefur starfið gengið frá
kosningum?
„Nokkuð vel, það er gott samstarf
í meirihlutanum. Það urðu auðvit-
að miklar breytingar við það að
okkar góði samstarfsmaður Guðni
Geir sagði af sér sem oddviti fram-
sóknarmanna og flutti úr sveitar-
félaginu. Svanlaug Guðnadóttir
tók við sem oddviti og sem fyrr
hefur samstarfið við Framsóknar-
flokkinn gengið mjög vel. Fyrstu
mánuðina eftir kosningar var óró-
leiki í bæjarfulltrúum
minnihlutans enda urðu
niðurstöðurnar skiljanlega
nokkuð áfall eftir að skoð-
anakannanir höfðu gefið til
kynna gott fylgi I-listans.
Ég vona að samstarfið slíp-
ist á kjörtímabilinu þannig
að eitthvað dragi úr óró-
leikanum. Annars er þetta
ágætt, fólk má ekki mis-
skilja mig þannig að ég hafi
undan einhverju að kvarta
í samstarfi við þetta ágæta
fólk. Allir bæjarfulltrúar
vilja vinna sínu samfélagi
vel þó að við séum ekki
alltaf sammála um aðferð-
irnar við það.”
Ertu mjög upptekinn?
„Já, ég held að óhætt að
segja það enda starf bæjar-
stjóra almennt mjög um-
fangsmikið. Eftir að hafa starfað
við sveitarstjórnarmál frá árinu
1994 og sem bæjarstjóri síðan
1998 lærist auðvitað margt og
þetta verður auðveldara. Þegar ég
gaf kost á mér sem formaður Sam-
bands íslenskra s veitarfélaga haustið
2006 tók ég ákvörðun um að losa
mig undan störfum í nefndum og
ráðum á vettvangi sveitarfélag-
anna í landinu. Það hefur losað
mjög mikið um mig og ég hef
meiri tíma en áður. Það gerðist
einhvem veginn smám saman að
ég tók að mér fleiri verkefni eins og
vill gerast hjá bæjarstjómm. Núna
reyni ég að hafa þetta markvissara.”
Ertu þá oft að vinna seni for-
maður Sambandsins en ekki
sem bæjarstjóri?
Ég er alltaf í vinnunni sem
bæjarstjóri og sinni for-
mennsku í Sambandinu
meðfram því. Það eru
stjórnarfundir í Samband-
inu einu sinni í mánuði. Þar
sitja í stjórn fimm bæjar-
stjórar af ellefu stjórnar-
mönnum, þeir em upptekn-
ir á sama tíma og ég og eru
ekki að sinna því að vera
bæjarstjórar akkúrat á
meðan. Svo vil ég taka skýrt
fram að ég er alltaf að vinna
að sveitarstjórnarmálum og
alltaf að hugsa um okkar
hagsmuni sem bæjarstjóri
og sem formaður Sam-
bandsins. Ég er ekkert að
gera annað. Ég er ekki í
annarri vinnu, ég er ekki
með fyrirtæki eða neitt slfkt
eins og sumir kollegar mín-
ir. Oll mín vinna snýst um sveitar-
stjórnar- og byggðamál. Allt sem
ég geri snýst um að gæta hags-
muna okkar hér vestra og sveitar-
stjórnarstigsins í heild sinni.
Hvernig finnst þér minnihlutinn
standa sig?
„Er þetta ekki viðtal í jólablað?
Eigum við nokkuð að ræða minni-
hlutann í bæjarstjórn? Ætli ég láti
ekki nægja að segja að ef ég væri
í minnihluta myndi ég starfa tölu-
vert öðruvísi. Eigum við ekki að
segja að minnihlutinn standi sig
vel að eigin mati.”
Rætt við Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins
s *
í Isafjarðarbæ og bæjarstjóra Isafjarðarbæjar.
14