Skutull

Árgangur

Skutull - 13.04.1983, Síða 2

Skutull - 13.04.1983, Síða 2
SKUTTJLL 2_ r SKUTULL Blað Alþýðaflokluinf ifotQarftaljfirdani Útgefandi Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi. BLAÐNEFND: Björgvin Sighvatsson, Árni Sædal Geirsson, Gunn- ar Pétursson, Kristján Örn Ingibergsson, Kristján Þórðarson, Marías Þ. Guðmundsson, Þórður Pét- ursson, Ægir Hafberg Ábyrgðarmaður: Kristján Jónasson Fram til sigurs Það duldist engum er talið var upp úr kjörkössun- um við síðustu sveitarstjómarkosningar, að Alþýðu- flokkurinn átti víða í vök að verjast. Á þessu voru þó undantekningar þ.á. m. á Vestfjörðum og á ísafirði vantaði herslumuninn á að flokkurinn bætti við sig manni. Alþingiskosningarnar 23. apríl n.k. eru um margt sérstæðar. Klofningur veður uppi í flokkum og fram- boð eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Vilmundi mislík- aði að vera ekki kosinn varaformaður Alþýðuflokks- ins og stofnaði eigin flokk, Sigurlaug sætti sig ekki við vinnubrögð forustumanna og er nú “sjálfstæður“ sjálfstæðismaður og svo munu ýmsir hafa sagt upp skipsrúmi hjá Kjartani Ólafssyni. Og eftir að úrslit lágu fyrir í prófkjöri kratanna biðu menn spenntir eftir einum klofningnum enn. Jafnvel fréttamenn ríkisútvarps máttu ekki vatni halda og hringdu fyrir kvöldfréttatíma inn á kjördæmisfund Alþýðuflokks- ins og spurðu: Er ekki allt sprungið? En það var á þeirri stundu, sem andstæðingar Alþýðuflokksins urðu fyrir slíkum vonbrigðum, að þeir hafa ekki jafnað sig enn þann dag í dag. Vissulega skiptust menn á skoðunum á kjördæmis- fundinum, en þegar upp va.f staðið hafði framboðs- listinn verið samþykktur einróma. Karvel, Sighvatur og Gunnar höfðu allir.tékið þau sæti, er þeir höfðu hlotið í prófkjörinu. Og ekki minnkuðu vonbrigði andstæðinganna er Ijóst var að í fjórða sætinu var ungur ísfirðingur, Helgi Már Arthúrsson, sem óneit- anlega hafði verið í sviðsljósi átaka innan flokksins áður fyrr. Menn gerðu sér ljóst að seta hans á listanum var aukinn styrkur og undirstrikaði að á meðal alþýðuflokksmanna á Vestfjörðum ríkti eining en ekki sundrung. En andstæðingar Alþýðuflokksins hafa ekki lagt árar í bát. Þeir hafa því tekið upp háttu Gróu gömlu sem kennd var við Leiti og reyna að læða því inn í raðir stuðningsmanna Alþýðuflokksins, að einingin sé aðeins á yfirborðinu og að þessi og hinn muni ekki styðja flokkinn í kosningunum. Allir, sem til þekkja vita að hér er aðeins verið að sá illu fræi til að skapa sama glundroðann og ríkir í þeirra eigin herbúðum. Vera má að í kosningum sé allt leyfilegt, en stórmann- legt telst þetta ekki. í síðustu alþingiskosningum fékk Alþýðuflokkur- inn nær 1200 atkvæði og tvo þingmenn á Vestfjörð- um, þar af annan sem uppbótarþingmann. Sundr- ungin meðal andstæðinganna gerir það að verkum að atkvæði dreifast. Líkurnar á góðri útkomu Alþýðu- flokksins hafa aukist að sama skapi. Ef hver og einn stuðningsmaður Alþýðuflokksins lætur sitt ekki eftir liggja heldur vinnur ötullega fram til kosninga og skilar sér á kjördegi getur flokkurinn vissulega verið bjartsýnn. VIÐ STEFNUM MARK- VISST AÐ ÞVÍ AÐ ÞINGMENN FLOKKSINS VERÐI BÁÐIR KJÖRDÆMAKJÖRNIR. Að Alþýðuflokknum er nú sótt harðar en nokkru sinni áður og andstæðingana dreymir fjarlæga drauma um að ganga nú i eitt skipti fyrir öll milli bols og höfuðs á flokknum. Þeir hafa lengi átt þann draum og hann rætist ekki nú frekar en áður. VESTFIRÐINGAR! Sýnum það og sönnum með stuðningi við Alþýðuflokkinn í komandi þingkosning- um að hér á flokkurinn ekki í vök að verjast heldur er sem fyrr sterkasta vígi hans á öllu landinu. Sérhvert atkvæði til Alþýðuflokksins er mikilvægt í þeirri baráttu sem framundan er til endurreisnar íslensku efnahagslífi og til jöfnunar búsetu í landinu. JAFNAÐARMENN! FRAM TIL SIGURS, NÚ MÁ ENGINN SKERAST ÚR LEIK. Alþingi götunnar sent heim! — “Alþingi götunnar“ þarf að sýna hrokagikkj- um valdsins við Austur- völl hver það er sem ræð- ur...“ Muna menn þessi orð? Muna menn eftir manninum, sem þau reit í blað sitt 11. febrúar 1978? Vita menn, að þetta er maðurinn, sem ásamt Kjartani Ólafssyni, frambjóðanda G-listans, bjó til krorðið “kosningar eru kjara- barátta"? Jú, vitaskuld vita menn hver þessi maður er. Hann heitir Svavar Gestsson og er félags- málaráðherra í ríkssÓRN r. Gunnak Thoroddsen. Hann hefur farið með húsnæðismálin s.l. þrjú ár. Þar hefur ríkisstjórnin brugðist verst. Þeir atburðir, sem gerst hafa síðan 1978, hafa fært mönnum heim sanninn um, að þessi foringi Alþýðubandalagsins, er ekki að hugsa um fólkið í landinu þegar hann tekur svona til orða. Hann er að hugsa um það eitt, hvernig nota má stuðning kjósenda til að koma sjálfum sér í valdaaðstöðu á Alþingi !— til að geta setið þar í ró og spekt! Stjórnmálamenn annarra flokka hafa stundum veigrað sér við að skýra ást ráðherrasósíalist- anna á stólum sínum með því að þeim gengi það eitt til að sitja, án þess nokkurn tíma að vilja reyna að koma stefnumálum sínum fram á löggjafarsamkundunni. En sannleikurinn er nú einu sinni sá, að þetta er ástæðan fyrir ríkis- stjórnarþátttöku Alþýðubanda- lagsins. Ráðherrarnir þrír vilja fyrir alla muni sitja! Það er skýr- ingin og er hún ekki ómerkilegri en það sem skýrt er. Þegar þannig viðrar reynir Al- þýðubandalagið að telja kjósend- um trú um. að í þessu landi séu rekendur fyrirtækja bófar og svindlarar og að kröfur um launa- hækkun séu einfaldlega spurning um að sækja gull í greipar þessara aðila. Þeir hafa óspart látið skilja á sér, að þá varðaði ekkert um þjóðjqg. Þannig er það þegar kommarnir eru utan stjórnar. Þegar þeir hins vegar hafa gengið til liðs við Framsókn og myndað með henni ríkisstjórn kemur annað hljóð í strokkinn.þá verður staða atvinnuveganna slæm. Þá versna viðskiptakjör. Þá steðjar að mikill vandi — frá útlöndum! Þegar þannig stendur á fyrir Alþýðubandalaginu boða þessir sömu menn kjaraskerðingu með lögum frá Alþingi. Á fundi í Tálknafirði sagði Matthías Bjarnason um þennan loddaraleik: “Sveiattan“! En hvað er það svo, sem fram- bjóðandi G-listans boðar nú í sínum ræðum hér á Vestfjörðum? Talar hann um heildsalana og innflutningsverslunina? Nei, það gerir hann ekki! Talar hann um gróða fyrirtækj- anna, eins og 1979? Nei, fjarri því. Eða talar hann um afstöðu flokks síns í várnarmálum? Nei, það dettur honum ekki til hugar. Og af hverju? Svarið er einfaldlega það, að nú setur Alþýðubandalagið ekki fram neinar kröfur — engin skil- yrði fyrir hugsanlegri ríkisstjórn- arþátttöku sinni! Þá langar til að sitja áfram eftir kosningar komm- ana — og þeir eru tilbúnir fyrir tombóluverð. Það er nú kjarninn í þeim málflutningi sem Kjartan Ólafsson býður upp á fyrir þessar kosningar. Hann hefur tiltekið tvö skilyrði. í fyrsta lagi, að raforkuverð til Alusuisse hækki. Það eru allir flokkar sammála um. Þar greinir menn aðeins á um leiðir. Og í öðru lagi, að samstarfsflokkar Al- þýðubandalagsins verði að gera sér grein fyrir því, að þjóðarbúið þoli ekki launahækkanir og að Veröbólgan í ísrael — og þáttur samgönguráðherra! Því miður hefur það verið svo, að framsóknarmenn lofa fyrir kosningar ein- hverju, sem er meira og minna úr öllu samhengi við þau vandamál sem brenna á fólkinu í þessu landi. Menn muna t.d. að eitt helsta innlegg Steingríms Hermannssonar í síðustu kosningabaráttu var, að verðbólgan í ísrael væri mun meiri en í Noregi. Stein- grímur sagði í framhaldi af þessari fullyrðingu, að hér þyrftum við að fara leið Norðmanna og ná verð- bólgunni niður í áföng- um—með niðurtalningu. Steingrímur Hermanns- son hefur nú farið fyrir rík- isstjórn í þrjú ár. Og verð- bólgan á íslandi elt verð- bólguna í ísrael uppá við, án þess að samhengi sé þar á milli. Leið Norðmanna var með m.ö.o. hafnað þeg- ar á hólminn var komið Framsóknarflokkurinn bauð kjósendum sínum uppá verðbólgu á þessu ári uppá ca. 10%. Eftir stjórnar- setu flokksins, undir forsæti Dr. Gunnars Thoroddsen, lætur nærri að þessi tala sé tíföld. Formaður flokksins gerði rétt í að útskýra af hverju þetta er svo. Hann getur þá í leiðinni sagt okk- ur af hverju norska leiðin var ekki farin. X A UTGERÐARMENN Við tökum að vísu ekki þetta fley í slipp hjá okkur. En við tökum alla báta upp að 150 tonnum. Sjáum um og útvegum alla þjónustu, svo sem rafvirkja, vélvirkja, málara o. fl. VIÐGERÐIR. ENDURBÆTUR, HREINSUN OG MÁLUN. Dráttarbraut Sigluf jaröar Símar 71516 eða 71655. Birgir Guðlaugsson framkvstj. heima 71225.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.