Skutull

Årgang

Skutull - 13.04.1983, Side 4

Skutull - 13.04.1983, Side 4
Kjósum Jafnaðarmenn til forystu á Vestfjörðum Sameiginlegir fundir hafnir Ófærð og veðrahamur hefur sett strik í reikning- inn í hinni opinberu kosningabaráttu hér á Vestfjörðum. Sameigin- iegir fundir flokkanna áttu að hefjast s.l. fimmtudag í Stranda- sýslu, en varð að fresta þeim vegna óveðurs. S.l. laugardag hófst kosningbaráttan með fundi á Tálknafirði. Sex listar eru í kjöri, — flokk- amir fjórir — sérframboð sjálfstæðra, og bandalag Vilmundar Gylfasonar. Á sameiginlegu fund- unum hefur hver flokkur rúman hálftíma til að kynna kjósendum stefnu flokks síns — og afrek síðustu þriggja ára. Er heildartíma þessum skipt í þrjár umferðir, (15 mín/10 mín/ 7 mín). Þýðir þetta, að fundirnir verða a.m.k. þriggja tíma langir, sem sumum finnst full langur tími. Samkomulag hafði orðið um það meðal full- trúa flokkanna, að þessi langi fundartími útilok- aði fyrirspurnir fundar- gesta, og var mikil ó- ánægja ríkjandi með það fyrirkomulag á Patreks- firði og Tálknafirði. Var þessu þá breytt þannig, að fyrirspurnir úr sal eru nú leyfðar í hálftíma, strax eftir fyrstu umferð. Þetta er af hinu góða, enda óþolandi að skipa málum þannig, að fund- armenn fái ekki að bera fram fyrirspurnir úr sal. Fundirnir verða miklu bragðdaufari án fyrir- spurna. Ber því að fagna þessari breytingu. Næstu fundir flokk- anna verða haldnir í Súðavík og á Súganda- firði, fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30. Skutull hvetur kjósendur til að mæta á þessa — og aðra fundi. * SKUTULL Blaö Aipýöuf lokksins í Vestfjaröakjördasmi F orysturaunir Þorvaldar Garðars Þorvaldur Garðar Kristjánsson — Við þurfum nýja for- ystu — við þurfum nýja menn, tilkynnti Þorvaldur Garðar Kristjánsson fund- armönnum á Tálknafirði s.l. laugardag. Það sama var uppi á teningnum á Þing- eyrarfundinum daginn eftir. Ekki kom fram í máli Þorvaldar Garðars hvort hann ætti í þessu sambandi við Sjálfstæðisflokkinn eða stjórnmálin yfirleitt, eða hvort hann meinti Sigur- laugu Bjarnadóttur! Senni- lega hvoru tveggja. Af mál- flutningi þingmannsins á þeim fundum, sem þegar hafa verið haldnir, verður nú ekki séð að forystu- vandamál hái Sjálfstæðis- flokknum, a.m.k. ekki hér í kjördæminu. Frekar væri hægt að segja, að með Matthíasi Bjarnasyni væri forystan í lagi, en það sem þar kæmi á eftir þyrfti end- urskoðunar við. Enginn ef- ast um forystuhæfileika Matthíasar Bjarnasonar, en sumir eru óráðnir í afstöðu sinni til næsta manns á þessum lista Sjálfstæðis- manna, enda boðaði þriðji maður listans, Einar Kr. Guðfinnsson það á fundi á Flateyri s.l. sunnudags- kvöld, að ekkert mætti út af bregða ef tryggja ætti þing- manninum áframhaldandi setu við Austurvöll. Er víst, að þeir sem hvað ákafast biðja kjósendur, að “láta atkvæði sín í té“ fagni þessari varnarbaráttu móð-' urskipsins í kjördæminu. Kosningaskrifstofa A-listans SKRIFSTOFAN OPIN DAGLEGA Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er opin daglega frá kl. 13:00. Á skrifstofunni má fá allar þær upplýsingar um stefnumál Alþýðuflokksins, sem menn óska eftir, og fengið sér kaffibolla í leiðinni. Skrifstofan er til húsa í Mjallargötu 5, og símarnir eru: 3944 og 4388 Gunnar R. Pétursson: Þar er ekkert fólk aðeins klíka Nú er mikið rætt um þjóðarsátt og samstöðu allr- ar þjóðarinnar, gegn að- steðjandi vanda, og ekki skal um mig sagt að ég sé ekki tilbúinn að taka þátt í því. En við sem búum úti á landi og erum í náinni snertingu við öflun gjald- eyris þjóðarinnar sem síðan er eytt að megninu til á stór-Reykjavíkursvæðinu, okkur koma þau stundum spánskt fyrir sjónir vanda- málin sem þar ryðjast upp. Og einstaka menn eru fljótir að gleypa og nota sjálfum sér til framdráttar. Flest þessi vandamál eru að okk- ar dómi léttvæg og lítilsvirði og við eigum kannski erfitt með að skilja að það sé stórmál hvort videokerfi verður áfram í Breiðholti, okkur finnst meira mál hvort afli heldur áfram að minnka á Vestfjarðamiðum. Okkur þykir lítið mál hvort við getum hlustað á tvær eða þrjár útvarpsrásir meó- an við þurfum að borga fimm til sex-faldan upphit- unarkostnað húsnæðis, hvort vægi atkvæða er einn á móti fimm eða eitthvað annað skiptir ekki máli, meðan allstór hluti dreifbýl- isbúa verða að notast við lágmarksskólagöngu og horfa jafnvel uppá að verið sé að gera annarsflokks- þegna úr börnum okkar vegna þess að ekki er hirt um að allir njóti sama réttar þó mikið umrædd stjórnar- skrá og grunnskólalög segi svo. Kannski finnst okkur heldur litlu varða hvort þingmenn eru 60 eða 63 meðan haldið er áfram að moka inn fiskiskipum fyrir sportútgerðarmenn sem láta skip sín sigla með allan afla óunninn á meðan vantar fisk í fiskvinnsluhúsin. Mér finnst það stundum eins og einskonar velmegunarsjúk- dómur, þegar menn geta varið tíma sínum og fjár- munum í endalaust og ó- merkilegt snakk um einskis- verð efni á sama tíma og áhöld eru um hvort íslenska þjóðin eftir 12 ára sóun og óstjórn heldur sjálfstæði sínu. Það virðist svo að það mat sem áður var á mönn- um hvort þeir væru sér og sínu landi og þjóð til gagns sé að mestu gleymt, nú þyk- ir það best sem vitlausast er. Um árabil hefur það verið ein vinsælasta íþrótt hæfi- leikasnauðra fréttasnápa að gera þá menn tortryggilega sem með landsstjórn fara hverju sinni, það þótti einu sinni við hæfi að vara mjög við kerfisköllum, embættis- mönnum og möppudýrum, nú er allt breytt nú er ógn- valdurinn gömlu pólitísku flokkarnir, „sem eru löngu staðnaðir og eru öllum góð- um mönnum viðurstyggð.“ Þar er engin endurnýjun eða hvað? Þar er ekkert fólk á bak við, aðeins klíka. Það er meira að segja svo langt gengið í dag að embættis- menn, kerfiskallar og möppudýr fóru að safna undirskriftum um hvort “þjóðin“ (á stór- Reykjavíkursvæðinu) vildi 60 eða 63 þingmenn. Við Islendingar erum matvælaframleiðendur og verðum vonandi. Vonandi fer ekki fyrir okkur eins og Dönum frændum okkar að við teljum okkur of fín til að vinna við undirstöðuat- vinnuvegina, ég hef litlar áhyggjur af atvinnuleysi meðan þarf að flytja inn erlent vinnuafl í fiskinn. Iðnaðardraumar eru ágætir en ég tel þó að meðan við búum við eina dýrustu orku í Evrópu til smáiðnaðar (hér er allt kallað smáiðnað- ur nema ísal og Járnblend- ið), og flestar Evrópuþjóðir GunnarR. Pétursson sem byggja á iðnaði, búa við gífurlegt atvinnuleysi, þá eigum við íslendingar að fara okkur hægt, við höfum um allar aldir verið mat- vælaframleiðendur og um mörg ókomin ár vona ég að mannkynið þurfi fæðu. En ef hægt er að ná meiri nýt- ingu úr sjávarafla og hugs- anlega landbúnaði, og að því ber að stefna, þá tel ég að við séum vel settir ís- lendingar um all mörg ó- komin ár. Ég nefndi hér í upphafi þjóðarsátt og frið, ég er tilbúinn að taka þátt í því öllu, en friður sem kost- ar mig og mína atvinnu og lífsafkomu er enginn friður. Jafnaðarmenn til forystu á Vestfjörðum

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.