Skutull - 03.05.1986, Blaðsíða 4
Isafjarðarkaupstaður
Hreinsunarvika 12. til 17. maí. 1986.
Á tímabilinu 12. til 17. maí n.k. verður almenn
hreinsunarherferð 1 bænum.
Við biðjum þig að hreinsa allt rusl af lóðinni þinni,
fegra hana og snyrta, en starfsmenn áhaldahúss
bæjarins munu aðstoða þig við að koma ruslinu
í burtu og mun sorphreinsunarbíll fara um íbúð-
arhverfi bæjarins á eftirtöldum dögum og
hreinsa það rusl, sem komið er út á götu:
Mánudaginn 12. maí:
Af svæðinu Suðurtangi að Austurvegi.
Þriðjudaginn 13. maí:
Af svæðinu Austurvegur að Sólgötu.
Miðvikudaginn 14. maí:
Af svæðinu efri bærinn ofan Sólgötu og Túnin.
Fimmtudaginn 15. maí:
Af svæðinu í Holtahverfi.
Föstudaginn 16. maí:
Af svæðinu í Hnífsdal.
Laugardaginn 17. maí:
Almennur hreinsunardagur.
Dagana 12. og 13. maí n.k. geta þeir sem losna
vilja við bílhræ eða kofa af lóðum sínum, fengið
til þess aðstoð áhaldahúss bæjarins, eigendum
að kostnaðarlausu. í því skyni skal hafa samband
við Þorbjörn Jóhannesson bæjarverkstjóra í síma
3443.
Öllum fyrirtækjum í bænum hefur verið sent bréf,
þar sem hvatt er til að starfsmenn hreinsi lóðir
viðkomandi fyrirtækja 9. maí n.k.
Við hvetjum alla ísfirðinga til að leggja sitt af
mörkum til að hreinsa og fegra bæinn og taka
þátt í hreinsunarherferðinni.
Minnumst þess að HREINN BÆR ER OKKUR KÆR.
Minnumst þess að HREINN BÆR ER BETRI BÆR.
Bæjarstjórínn á ísafirði.
Starfsfólk — Sumarstarf
Óskum eftir að ráða yfirflokkstjóra og flokk-
stjóra við vinnuskóla og starfsvelli.
Einnig vantar starfsmann við íþróttasvæði.
(vallarstjóra).
Vinnuskóli ísafjarðarkaupstaðar
Vinnuskóli verður starfræktur í sumar, frá
2. júní — 31. júlí. Þeir unglingar er ætla að
láta skrá sig geri það fyrir 20. maí '86.
Aldur: Fæðingarár '71, '72 og '73.
Skráning fer fram á afgreiðslu bæjarskrif-
stofunnar.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
ATVINNA
Trésmiðir, lærlingar
og verkamenn óskast.
Mikil vinna, næg verkefni.
Eiríkur & Einar Valursf.
ísafirði - símar 4289 og 4288
* SKUTULL
Blaö Alpýöuflokksins í Vestfjaróakjðrdæmi
--1
Smáa letrið í
Vesturlandi
Það vakti óneitanlega at-
hygli bæjarbúa, er þeir
hugðust lesa umfjöllun
Guðm. H. Ingólfssonar, um
fjárhagsáætlun ísafjarðar-
kaupstaðar fyrir árið 1986 í
síðasta Vesturlandi, að stór
hluti greinarinnar hafði
verið prentaður með svo
smáu letri, að aðeins sjón-
bestu menn gátu lesið alla
greinina.
Skyldi það hafa verið með
vilja gert, því örugglega
hefur ekki öllum frambjóð-
endum líkað umfjöllunin.
Sérstaða
Sigrúnar
Það fer ekki mikið fyrir,
stefnufestunni meðal fram-
bjóðenda sjálfstæðisflokks-
ins.
Það er nefnilega nokkuð
athyglisvert. að í grein sinni
í Vesturlandi þann 24. apríl
sl., fer frambjóðandi Sigrún
Halldórsdóttir, fögrum orð-
um um ákvörðun um ráðn-
ingu dagvistarfulltrúa og
lýsir því hversu sammála
hún og frambjóðendur í-
haldsins eru þessari ráð-
stöfun.
Það er skrýtin samstaða,
þegar Sigrún hælir sér af
máli sem meðframbjóð-
endur hennar eru andvígir,
ef dæma má eftir afgreiðslu
þeirra á málinu á bæjar-
stjórnarfundi.
Bláa línan hjá
Þuríði formanni.
Haft hefur verið á orði. að
óvenjumikill sjálfstæðis-
maður leynist í Þuríði
Pétursdóttur, oddvita al-
þýðubandalagsins. Þótti
það koma óeðlilega mikið í
ljós í viðtali við Þuríði sem
birtist í Vestfirska frétta-
blaðinu.
Velta menn því nú fyrir
sér hvort Þuríður sé að
gefast upp á sinni eigin
stefnu, eða hvort hún hafi
verið að biðla til sjálf-
stæðismanna um meiri-
hlutasamstarf.
Minnihluti
bæjarstjórnar
splundrast.
Það kom ekki á óvart að
Guðmundur H. Ingólfsson
hefur nú tilkynnt opinber-
lega að hann væri hættur að
starfa sem bæjarstjórnar-
fulltrúi sjálfstæðismanna.
Menn veltu því hins vegar
fyrir sér hvenær þetta myndi
gerast, flestum var ljóst að
að þessu kæmi.
Allt þetta kjörtímabil
hefur verið grunnt á því
góða milli Guðmundar og
flokksforustunnar hér í bæ,
og er það almælt að bæjar-
fulltrúi Árni Sigurðsson hafi
staðið fyrir aðför að Guð-
mundi í upphafi kjörtíma-
bilsins og orðið vel ágengt
með stuðningi stjórnar
fulltrúaráðs sjálfstæðis-
flokksins.
Víst er um það að Guð-
mundur H. Ingólfsson hefur
verið settur til hliðar af
forystu sjálfstæðismanna,
og fullvíst má telja að hefði
stjórn fulltrúaráðsins viljað
ræða við Guðmund um á-
greiningsmálin hefðu fram-
boðsmál sjálfstæðismanna
verið á annan veg.
Nú standa yfir miklar
samningaviðræður meðal
frambjóðenda vegna niður-
stöðu prófkjörsins, og er þar
reynt að ná sáttum milli
Olafs og Árna annars vegar
og Sigrúnar og Geirþrúðar
hins vegar. Georg "fimmti”
á í miklum önnum, og á-
kallar flokksforystuna syðra
um aðstoð.
Af þessum átökum. og
uppgjöri Guðmundar H.
Ingólfssonar er óhætt að
fullyrða að mikil sundrung
ríki í röðum sjálfstæðis-
manna.
Bestu menn flokksins
hafa það nú á orði að æski-
legast væri að Guðmundur
gerði alvöru úr að koma
fram með sjálfstætt framboð
svo sem giskað hefur verið á
að hann ætli sér.
Ef af því framboði verður
má ætla að það beinist gegn
FLOKKSRÆÐI sjáíf-
stæðisflokksins sem hefur
nú bolað Guðmundi H. Ing-
ólfssyni úr áhrifastöðum í
bæjarmálum ísafjarðar.
Verkalýðsfélagið
Baldur
ORLOFSHUS
Verkalýðsfélagið Baldur lýsir eftir umsókn-
um um dvöl í orlofshúsum félagsins.
1. Flókalundur
2. Illugastaðir
3. Einarsstaðir
4. Svignaskarð
5. íbúð á Akureyri
Vikuleiga er nú kr. 3.000,00.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu félagsins
í Alþýðuhúsinu á ísafirði, sími 3190 fyrir 15.
maí n.k. Að venju verður dregið úr umsókn-
um, ef þátttaka verður mikil.
Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði.
B BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX B
Nú hækkar sól á lofti
ognúer rétti tíminn
til að huga að
hjólakaupum
Ný sending á mánudaginn
VELSMIÐJAN
ÞÓR HF.
SÍMI 3057 — ÍSAFIRÐI
M
M
BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX x