Skutull - 01.01.2009, Blaðsíða 5
Enn skelfilegri var aðbúnaður fanganna í Birkenau - þar voru húsakynnin hesthús þar sem hróflað hafði verið upp rúmstæðum - þremur kojuröðum upp undir
loft. Fimm til átta sváfu þar saman í hverri koju, með eina ábreiðu. Mynd Ólína Þorv.
rúmstæðum, þremur kojuröðum upp undir loft.
Fimm til átta sváfu þar saman í hverri koju, með
eina ábreiðu allir. Engin hreinlætisaðstað, engin
upphitun, engin hitaeinangrun - kuldinn hýtur að
hafa orðið ólýsanlegur yfir veturinn.
í þessum búðum lágu brautarteinarnir beint að
brennsluofnunum sem voru fyrsti viðkomustaður.
Refsingar og tilraunir með fólk
Meðferð fanganna í Auswitz-Birkenau var svo
skelfileg að því verður vart með orðum lýst. í
Auswitz-1 vorum við leidd að gálgunum þar sem
brotlegir fangar voru teknir af lífi fyrir litiar sakir,
oft margir saman. Við sáum einnig aftökustaðinn
þar sem þeir voru skotnir til bana. Það var í portinu
Einn gálginn. Mynd Ólína Þorv.
milli skálanna þar sem yfirmennirnir höfðust við
öðrumegin.
Hinumegin var hið svokallaða „sjúkrahús" þar
sem læknirinn Josef Mengele gerði sínar
ómannúðlegu lyfja- og læknisfræðitilraunir á
konum og börnum. Meðal tilrauna á konum voru
ófrjósemisaðgerðir sem fólust m.a. í því að
sprauta efnum í móðurlífi þeirra til að líma það
saman. Mengele hafði ennfremur mikinn áhuga á
eineggja tvíburum og gerði á þeim margar
grimmilega tilraunirtil að kanna erfðafræðilega
þætti. Ein tilraunanna fólst í að sprauta banvænum
sýklum í annan tvíburann - deyða síðan hinn til að
geta borið þá saman við krufningu.
I búðunum fengum við að sjá refsiklefana þar sem
fangarnir voru sveltir eða þeir kvaldir með því að
standa örþreyttir eftir langan vinnudag. Já, við
sáum klefa sem var 90 x 90 cm að þvermáli.
Fanginn þurfti að skríða inn um lítið op sem var
við gólfið, og rísa síðan upp og standa þar
uppréttur, því ekki gat hann lagst, þartil næsti
vinnudagur tók við.
Menjar um eymd og þrótt
Á göngum vinnuskálanna í Auswitz-I má sjá
myndir af föngum sem komu í búðirnar á fyrstu
þremur árunum sem þær voru starfræktar. Undir
myndunum eru nöfn, fanganúmer og dánardægur
hvers og eins. Margir létust fáeinum dögum eftir
komuna, aðrir vikum eða mánuðum síðar. Flestir
voru látnir áður en árið var liðið. Á þessum
myndum sér maður líka börn sem hafa lifað
mislengi. Hugrekki þeirra og þróttur, þar sem þau
horfa framan í Ijósmyndarann snertir mann djúpt.
Einn skálinn er helgaður þeim munum sem
fundust eftir að búðirnar voru frelsaðar. í einu
herberginu er gríðarstór haugur af ferðatöskum.
Annar haugur af búsáhöldum ýmiskonar sem fólk
tók með sér því það hélt að þarna biðu þess ný
heimkynni. Sá þriðji af gleraugum, sá fjórði af
skóm.
í einu herberginu er haugur af mannshári - heilt
tonn - aðallega kvenhári. Það notuðu þjóðverjarnir
til þess að vefa fóður ( hermannabúninga. í loftinu
er undarleg lykt - sambland af myglu og
mölkúlum. Þarna er manni farið að líða verulega
illa. í einu horninu eru bænasjöl sem gerð voru
upptæk, einnig röndóttir fangabúningarnir,
gauðrifnir og grófir, sem augljóslega hafa ekki
haldið neinum hita í vetrarkuldum.
Innar í þessu sama herbergi eru svo barnafötin,
rifin og snjáð, snuddurnar, litlu barnaskórnir,
bangsar og dúkkur sem höfðu verið teknar með í
leiðangurinn - í helförina.
Það verður enginn samur eftir að hafa komið á
þennan stað.