Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Síða 1
19. árgangur
Mánudagur 1. maí 1967
14. tölublað
BlaSfyrir alla
Útflutningur skemmdu síldarinnar
reginhneyksli sem upplýsa verður
Síldarútvegsnefnd bœtir gróu ofan á svart með því
að neita að gefa viðhlitandi upplýsingar um mólið
Enn eitt hneykslið hefur nú verið opinberað, og
að þessu sinni á ekki neinn Páll eða Jorgensen í
hlut, heldur blessuð Síldarútvegsnefndin okkar. Nú
streyma þær „gleðilegu" fréttir frá „hinum Norð-
urlöndunum" að við, síldarþjóðin mikla, höfum
sent á markað erlendis mikið magn af gjörsamlega
ónýtri saltsíld. Skiljanlega vilja vonsviknir kaup-
endur ytra fá bætur fyrir svikin, en eftir fréttum
dagblaðanna vill Síldarútvegsnefnd ekki kannast
við neitt, og segir, að allir aðrir en hún beri ábyrgð-
ina.
Búrataktík
Mál þetta hefur va:kið mikla
athygli hjá himii frjálsu pressu
á Norðurlöndum, þótt ísland
hafi varla verið hátt skrifað hjá
þjóðum, sem eitthvað kunna
fyrir sér í viðskiptum. Sam-
kvaemt frásögn dagblaðanna,
hafa erlendir fréttaritarar gert
árangurslausar tilraunir að ná
t&li af einhverjum nefndar—
manna til að fá rök þeirra og
varnir í málinu, en nefndarmenn
kipptu sér ekki upp við það og
notuðu sömu gömlu búrataktík-
ina og hér heima — „við höfum
ekkert við blaðamenn að tala“,
eða „Þetta er ekkert sem blöð-
unum kemur við.“
Málið blásið upp
Svo er að sjá af viðbrögðum
nefndarinnar, að hún komi al-
veg af fjöllum i þessu máli, og
einhver snillingurinn í nefnd-
inni lét hafa eftir sér fyrir fá-
einum dögum í blaði hér heima,
að málið væri blásið upp og
tæki ekki að tala um það. Sann
leikurinn er samt sá að strax
sl. haust fóru að berast fréttir
að austan að allt væri ekki með
felldu með hluta af þeirri síld
sem söltuð hafði verið fyrir
austan. Tvö blöð skýrðu frá
þessu s.f. haust, en einhverra
hluta vegna tóku þau daginn
eftir upp „þjóðholla stefnu" í
málinu og ræddu það ekki
meira fyrr en nú, að Norður-
landadagblöðin tóku niálið upp.
Nú virðist sem blöðin hafi feng
ið sig fullsödd af því að þegja
yfir hverju sem er, og Vísir
stingur hressilega á kýlinu s.l.
miðvikudag með þvi að gera
þessu máli góð skil fréttalega
séð. Þá sá sjávarútvegsmálaráð
herra, að við svo búið mátti
ekki lengur standa og ætlaði að
tala yfir hausamótunum á emþ-
ættismönnunum sem sæti eiga í
Síldarútvegsnefndinni. Að vísu
læðist að manni sá grunur að
fundur utanríkisráðherra Norð-
urlanda, sem stóð yfir nú í vik-
unni, hafi ýtt undir að sjávar-
útvegsmálaráðherra tæki mór-
alska afstöðu í málinu.
Hver er orsölrin?
Það er auðvitað hrein glæpa-
starfsemi að senda gallaða vöru
á erlendan markað og þeir
menn, sem sannanlega eru sek-
ir í slíkum málum, eiga að
hljóta þyngstu refsingu. Ein
af ástæðunum fyrir þessu ó-
happi er talin sú, að þrátt fyrir
góða síldveiði í sumar urðu
sumir staðir eystra utundan, og
ramhald á' 6. síðu.
AJAX skrifar um:
ALÞINGISKOSNINGARNAR
AUSTURLANDSKJÖRDÆMI
I Austurlandskjördæmi eru
úrslitin ekki á neinn hátt spenn
andi, þau eru algeriega viss fyr
irfram. Framsóknarflokkurinn
faer þar þr já þingmenn, en Sjálf
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið sinn hvort, eins og
síðast. I engu kjördæmi lands-
ins er Framsókn eins sterk og
þarna, jafnvel ekki í Norður-
landskjördæmi eystra með alla
þingeyskuna. I engum lands-
hluta hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn farið jafn halloka í viður-
eigninni við Framsókn og á
Austurlandi. Vmsar ástæður eru
til þessa. Um margra áratuga
skeið hefur verið miklu meiri
harka í forustu Framsóknar en
Sjálfstæðisflokksins. Hérna fyrr
á árum átti Framsókn þarna
forustumenn eins og bændahöfð
ingjann Svein Ólafsson í Firði
og Ingvar Pálmason. Svo tók
Eysteinn Jónsson við og bar-
áttuhörku hans þarf ekki að
lýsa. Forusta Sjálfstæðisflokks
iAs þarna hefur öll verið linari
og meira í molum. Svo hefur
um langan aldur starfað þarna
eitt öflugasta kaupfélag lands-
ins, Kaupfélag Héraðsbúa. Og
hvergi á landinu hefur Fram-
sókn náð eins miklum tökum á
hinum pólitisku hægriöflum og
á Austurlandi. I>arna er það
hún, sem oftast hefpr haft for
ustuna í baráttunni við komm-
únista miklu meir en Sjálfstæð-
isflokkurinn. Þarna eru það
kaupfélögin, sem hafa átt í
hvað mestum deilum við verka-
lýðshreyfinguna, miklu meir en
hinir tiltölulega veiku smáút-
gerðarmenn og smákaupmenn,
sem fylgdu Sjálfstæðisflokkn-
um. I>að er t.d. áberandi, hve
Framsóknarmönnum á Austur-
landi liggur yfirleitt miklu verr
orð til Lúðvíks Jósepssonar en
Sjálfstæðismönnum af þeim
slóðum. Og ef til vill á íhalds-
semi Framsóknarmanna á Aust-
urlandi sinn þátt í því, hve til-
tölulega sterkt Alþýðubanda-
lagið er þarna á austurslóðum.
Settir hjá
Hvergi á fslandi er sú til-
finning jafn rík og á Austur-
landi, að f jórðungurinn sé sett-
ur hjá og hafður útundan. Aust
firðingar þykjast afskiptir bæði
í atvinnumálum og samgöngu-
málum. Jafnvel síldarblómi síð
ustu ára virðist ekki hafa
breytt miklu um þetta. Og þeg-
ar Framsókn er í stjórnarand-
stöðu er þessi stemmning auð-
vitaf? vatn á hennar myllu. Hug
myndin um sérstakar f jórðungs
stjórnir og f jórðungsþing á
hvergi jafn miklu fylgi að
fagna og á Austurlandi, Og ef
til kæmi yrði sú stjórn hörð
Framsóknarstjórn, og gott, ef
hún tæki ekki regnbogafána
samvinnumanna upp sem f jórð-
ungsflagg.
Breytingat
Austfirðingar hafa um Iang-
an aldur haldið sitt fasta strik
í pólitikinni. En að mörgu öðru
leyti hafa Austfirðir breytzt á
síðustu áratugum. Gamla kaup-
manna- og útgerðarmanna-ar-
istókratið í þorpunum er alveg
að hverfa. Þessi gamli aðall var
oft hálfnorskur að uppruna,
Imsland, Wathne, Figved, Jo-
hansen, Stangeland. En mikið
af honum er flutt burtu af
Austfjörðum, og þeir, sem eftir
eru, hafa að mestu horfið í
múginn. Það eru aðrar og oftast
plebejaskari ættir, sem nú hafa
forustuna á Austfjörðum,
kannske duglegir síldarbrask-
arar, en yfirleitt litláusir og
lítið spennandi múgamenn. Og
sérkenni kaupstaða og þorpa á
Austurlandi eru að þurrkast út.
Fyrir svo sem þrjátíu árum
höfðu staðirnir flestir sterk sér
kenni, Seyðisfjörður fínn með
sig og Ieit niður á hin plássin,
Neskaupstaður duglegur og al-
þýðlegur, Eskifjörður heldur
framtakslítill og daufur í dálk-
inn, en smástoltur af fornri
frægð og fínheitum. Reyðar-
fjörður með sitt stóra kaupfé-
lag, meira mótaður af sveit en
sjó, Fáskrúðsf jörður ekki átaka
mikill, en spaugsamur og
lúmskt hæðinn. Nú eru þessir
staðir allir að verða eins. Og
nú er á Austf jörðum bara bros-
að góðlátlega að fínum pipar-
meyjíim og kaupmannsekkjum.
Síldarkóngarnir með úttroðnu
peningaveskin gefa nú ekki mik
ið fyrir gamlar og góðar ættir.
Frambald á 5. síðu.
Fundur Norðurlandaráðs:
Fádæma hræsnissamkunda
Nalve afskiptasemi — styðja einveldin —
Engin lausn eigin vandamála
Afskipti skgndinavísku þjóðanna af alþjóðámálum
hafa mótazt af einu sameiginlegu viðhorfi — þekking-
arleysi og naive hugsjónum, án nokkurrar stoðar í
veruleikanum. Minnast menn þess jafnan þegar utanrík-
isráðherrar þessara útskikaþjóða norðursins, neituðu að
kynna sér staðreyndir í Suður-Afríku, en kusu heldur
að fella áfellisdóma um ástandið þar.
Nú hefur þessum herrum tekizt að draga þann aðila,
sem minnst allra þekkir til málanna, íslenzka utanrík-
isráðherrann, inn í þessi mál, gera hann að samundri
hinna vegna fáránlegrar afstöðu og yfirlýsinga í sam-
bandi við málefni annarra þjóða, hvort heldur í Afriku
eða Evrópu.
Á nýafstöðnum fundi norræna bandalagsins skorti
hvorki loftkenndar samþykktir né göfugar hugsjónir af
hálfu þeirra gæfumanna, sem þar sátu og réðu með sér
heimsmálum.
Þessi samkunda var sammála um ýmisleg -harla ein-
kennileg málefni, málefni, sem sérlega skipta norræna
samvinnu, málefni, sem sennilega er nauðsynlegt að
mannvitsbrekkur norðursins, sem MEST kynni hafa af
vandamálunum, leysi, svo friðuf haldist.
Norðurlandaráð hefur barizt gegn kaupum á appel-
sínum frá Suður-Afríku.
Norðurlandaráð hefur lagt blátt bann við tóbakskaup-
um frá Rhodesíu.
Norðurlandaráð hefur, af skarpskyggni, fjallað um
vandræði Grikklands.
Norðurlandaráð hefur hvatt til stuðnings við „lýð-
ræðisríkin“ nýstofnuðu í Afríku, einkum þau, sem búið
hafa við nokkrar byltingarstjómir þau fáu ár, sem þau
hafa staðið sjálfstæð, og ENN BtJA ÖLL yið einræði í
einu formi eða öðm.
Norðurlandaráð er enn efins í að Færeyjar geti
talizt meðal hinnar helgu og mikilsmetnu fjöl-
skyldu, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs Finnlands
og Islands.
Norðurlandaráð telur ennþá vafasaman umræðu-
grundvöll hvort íslenzka flugfélagið Loftleiðir fái
að lenda RolIs-Royce-vélum sínum á einni af þeirra
helgu landspildum.
Norðurlandaráð gat ekki tekið hreina afstöðu ta
nokkurs máíefnis, sem snerti þau lönd, sem sam-
an standa að þessu „*heimsráði“, né heldur varð
helzta og eina baráttumál mUli tveggja þjóða í
ráðinu, íslenzku handritin, fyrr leyst en dómstól-
ar skáru úr.
Norðurlandaráð hefur ekki enn tekið aðra af-
stöðu til deilna um ýms málefni þjóðanna en að
seinka þeim, slá á frest, og tefja á hverjum ein-
asta vettvangi, sem máli skiptir.
Norðurlandaráð hefur orðið sammála um að hinar
ýmsu vínblöndur Hótel Sögu og annarra gleðistaða séu
fyllilega -sambærilegar vdð hliðstæðar veitingar í hinum
skandínavísku löndunum og óskar hólmabúum á Islandi
tii hamingju með þessa ágætu þróun.
Nokkuð fleira bjortu, gáfuðu, bláeygu heimsborgarar
hins kalda norðurs?
Hægri handar aksturinn
Framkvæmdin er
með endemum
Ótrúlega klaufalega að öllu farið — Það
hafa helzt verið leikmenn sem rætt hafa um málið
af þekkingu.
Mörg eru þau mál hér á landi
sem fá dæmalausa afgreiðslu
og er þá bæði átt við dómsmál
og mál er varða almenning og
heill þjóðarinnar. Þegar rjúpa
og minkur eiga í hlut vantar
ekki skarpskyggnina og hug-
sjónaeldinn hjá „Ieiðtogunum“
okkar, en þegar mál, sem varða
almenning, ber á góma, er eins
og leiðtogarnir hafi enga skoð-
un og þaðan af síður vilja til
að ganga svo til verka að ein-
hver mannsbragur sé á.
Ótrúlega klaulalega
haldið á ntálum
Undanfarið hefur hægri hand
ar akstur verið mjög til um-
ræðu í blöðum , útvarpi og sjón
ramhald á 6. síðu.