Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 5
Mánudagsblaðið
5
M5*Hidasiir 1. maí 1967
Alþingiskosningar
Framihald af 1. síðu.
Listi
Alþýðuilokksins
1 gamla daga átti Alþýðu-
flokkurinn talsvert fylgi á Aust
fjörðum, á meðan Jónas Guð-
mundsson var þar til forustu.
Svo fluttist Jónas suður, og
eftirmenn hans voru ekki harð-
ir af sót. Lúðvik náði til sín
miklum hluta af Alþýðuflokks-
fylginu. Helzt eimdi dálítið eft-
ir af fylgi flokksins á Eski-
firði í kringum Amþór Jensen,
og svo er enn í dag. Efsti mað-
ur listans bæði nú og síðast
er HILMLAR HÁLFDANAR-
SON verðgæzlustjóri. Hann hef
ur enga möguleika á því að
verða kjördæmakosinn, en
kannski á því að verða Iand-
kjörinn varamaður.
m a m a ~
Listi
Framsóknaiflokksins
Þama gnæfir EÝSTEINN
JÓNSSON yfir alla hina fram-
bjóðendurna, þeir verða ósköp
litlir í skugga hans. Hvað setn
líður stjómmálaskoðunum Ey-
steins, verður því ekki á móti
mælt, að hann er skarpgáfaður
maður og fjölhæfur. Eiginlega
þykir mér það alltaf leitt, að
annar eins hæfileikamaður og
Eysteinn skuli eyða miklu af
orku sinni í stjórnmálaþvarg.
Þessi hugsun sækir ekki hvað
sízt á mig, þegar ég les ópóli-
tískar greinar Eysteins, svo sem
ferðasögur, sem eru með því
bezta og skemmtilegasta af því
tagi. Mér finnst þá, að Eysteinn
hefði átt að vera fræðimaður
eða rithöfundur. Og ekki trúi
ég því, að jafn gáfaður maður
og Eysteinn hafi ekki komizt
meir I kynni við efann, en fram
kemur í pólitískum ræðum
hans og greinum. Eg trúi þvi
hreinlega * ekki, að maður á
hans gáfnastigi, hafi starblinda
trú á rétt og rangt í pólitíkinni.
Hin klassiska setning „Hvað er
sannleikur?“ hefur sitt gildi á
flestum sviðum, en þó óvíða
eins og í stjórnmálunum. Ög ég
er hérumbil viss um, að Ey-
.
steini er þetta ósköp vel ljóst.
Það eru menn á allt öðru og
lægra gáfnaplani, sem trúa
barnslega á rétt og rangt I
stjómmálum.
Það er gaman, að Öræfingar
skuli eiga fulltrúa á þingi, þar
sem PÁLL ÞORSTEINSSON
er. Þetta er sérkennileg sveit
með sérkennilegu fólki, og víst
er' Páll sérkennilegur, svo sem
vera ber með Öræfing. Hann
vaggar sitt strik, en veit sínu
viti og lumar á ýmsu. Maður
má vera þákklátur fyrir það, að
ekki skuli allt mannfólkið vera
orðið að klisju-vélmennum. En
um næstu aldamót verður lík-
lega enginn Islendingur Páli
Þorsteinssyni líkur. Og ætli Ör-
æfin verði þá ekki orðin að
glanskortagljáandi hótela-hel-
víti, eins og það gerist verst í
skáldsögum Hamsuns: „Love at
the glacier’s edge,“ o-ho-ho.
Páll er skrýtinn, en VILHJÁLM
UR HJÁLMARSSON er ekkert
skrýtinn, bara apóteósa hinnar
heiðarlegu og farsælu meðal-
mennsku. Mjóifjörður er allt
annað en Öræfin, meira að
segja Brekkuaðallinn er ekkert
litríkur, síðan Konráð Hjálm-
arsson dó. Og Vilhjálmur verð-
ur aldrei þjóðsagnapersóna eins
og sá frændi hans var þegar í
lifanda Iífl.
Listi
Sjálístæðisflokksins
JÓNAS PÉTURSSON alþing-
ismaður, efsti maður sjálfstæð-
INNLENT LAN
RÍKISSJÖÐSISLANDS1967, l.Fl
MMMMMMMMm
SPARISKIRT’EINI
ÚTBOÐ
Fjármálaráðherra Iiefur á-
kveðið að nota heimild í'
lögum frá 22. apríl 1967 til
þess að bjóða út50 milljón
króna innlent lán rikis-
sjóðs með eftirfarandi skil-
'ntálum:
SKILMÁLAR
fyrir verðtryggðum spari*
skírteinum rikissjóðs, sem
gófin eru út samkvœmt
lögum frá 22. apríl 1967
um heimild fyrir rikis-
stjómina til lántökn yegna
framkvæmdaáætJunar fyr*
'ir árið. 1967.
.1, gr. Hlutdeildarhréf 3áns-
ins eru nefnd spariskír-
teini, og eru þan öll gefin
út til handhafa. Þau evu í
tveimur stærðmn, 1.000
og 10.000 krónum, cg eru
gefin út í töluröð eins og
segir í aðalskuldabréfi.
2. gr. Skírteiniii eru lengst
til 12 ára, en frá 15. sept-
ember 1970 er handhafa í
sjálfsvald aett, hvenær
hann fær skirteinl inn*
leyst. Vextir greiðast ef tir
á oz i einu lagi við inn-
lausn. Fyrstu 4 árin nema
þeir 5% á. ári, en xneðal*
talsvextár fyrir allan láns-
tímann eru 6 á ári. Inn*
Iausnarverð skírteinis t\'ö-
faldast á 12 árum og verð-
ur sem'hér segir að aneð-
töldum vöxtum og vaxta-
vöxtum:
Skírteini 1.000 10.000
kr. kr.
Eftií Sár 1158 11580
— 4 ár 1216 12160
— 5 ár 1284 12840
— 6 ár 1359 13590
—. 7 ár 1443 14430
— 8 ár 1535 15350
— 9 ár 1636 16360
— 10 ár 1749 17490
— 11 ár 1874 18740
— 12 ár 2000 20000
Við þetta bætast verðbæt-
ur samkvæmt 3. gr.
3. gr. Við imdaustt skír-
teinis greiðir ríkissjóður
verðbætur -á höfuðstól,
vexti og vaxtavexti í hlut-
falli við þá hækkun, sem
kann að kafa orðið á vísi-
tolu þyggingarkostnaðar
írá fitgáfudegi skírteinis
til gjalddaga þess (sbr. 4.
gr.). Hagstofa Islands
reiknar vísitölu hygging-
arkostna'ðar, cg eru nú*
gildandi lög um hana nr.
25 f rá 24. apríl 1957. Spari-
skírteinin skulu innleyst á
nafnverði auk vaxta, þótt
visitala byggingai-kostnað-
ar iækkl á tímabilýiu frá
útgáfudegi til gjalddaga.
Skírteini verða ekki inn-
leyst*að hluta.
4. gr. Fastir gjalddagar
•skírteina eru 15. septeni-
ber ár hvert, í fyrsta sinn
•15. september 1970. Inn-
lausnarfjárhæð skírtéinis,
sem er luifnðstóll, vextir
og vaxtavextir auk verð-
bóta, skal auglýst f júli
ár hvert í Lögbirtinga-'
blaði, útvarpi og dagblöð-.
um, S fyrsta sinn fyrir
júlílok 1970. Gildir hin
auglýsta innlausnarfjár-
hæð óbreytt f rá og með 15.
sept. þar á eftir í 12 mán-
uði fram að næsta gjald-
daga fyrir öU skírteini, sem
innleyst eru á tfmabilinu,
5. gr. Nú ris ágreiningur
um framkvæmd ákvæða 3.
gr. um greiðslu verðbóta á
liöfuðstól og vexli, og skal
þá málinu vísað til nefnd-
ar þriggja manna, er skal
þannig skipuð: Seðlabanki
Islands tilnefnir einn
nefndamanna, Hæstirétt-
nr annafi, en hagstofu-
stjóri skal vera formaður
nefndarinnar. Nefndin feU-
ir fullnaðarúrskurð S á-
greiningsmálum, sem hún
iær tii aneðferðar. Ef
breyting verður gerð á
grundveUi vísitölu bygg-
ingarkostnaðar, skal nefnd
þessi koma saman og
ákveða, hvernig visitölur
samkvæmt nýjum eða
brejÁtum grundvelli skuli
tengdar eldri vísitölum.
Skulu slikar ákvarðanir
nefndarinnar vera fuUnað-
arúrskurðir.
6. gr. Skírfeini þetta cr
undanþegið íramtalsskyldu
og er skattfrjálst á sama
hátt og sparifé, saníkvæmt
April 1967.
SEÐLABANKl
ÍSEANDS
heimild í nefndum lögum
um lántöku þessa.
7. gr. Handhafar geta
fengið spariskírteini sín
nafnskráð í Seðlabanka ís-
Jands. gegn framvísun
þeirra og öðrum skilríkj-
um um eignarrétt, sem
bankinn kann að áskilja.
8. gr. Innlausn spariskír-
teina fer fram í Seðla-
banka Islands. Eftir loka-
gjalddaga greiðast ekki
vextir af skírteinum, og
engar verðbætur eru
greiddar vcgna hækkunar
vísitölu byggingarkostri-
aðar eftir 15. september
1979. ' *
9. gr. Allar kröfur sam-
kvæmt skírteini þessu
fyrnast, sé þeim ekki lýst
hjá Seðlábanka Islands
innan 10 ára, talið frá 15,
september 1979.
10. gr. Aðalskuldabréf
lánsins er geymt hjá Seðla-
banka Islands.
Spariskírteinin verða tfl
sölu í viðskiptabönkum,
bankaúfibúum, stærri
sparisjóðum og hjá nokkr-
um verðbréfasölum í
Keykjavík. Vakin er at*
hygli á því, að spariskír-
teini ero einnig seld í
afgreiðsla Seðlabankans,
Ingólfshvoli, Hafnarstræti
14. Salan hefst 28. apiíl.
islistans, er um margt ekki ó-
svipaður Vilhjálmi á Brekku.
Hér er á ferðinni hinn skikk-
anlegi meðalmaður, sem aldrei
mun gera flugu rnein, en heldur
ekki vekja neitt teljandi rót í
kringum sig, óskabam flokks-
stjórna, vel starfhæfur, en laus
við allan uppreisnaranda, svona
rétt eins og Vilhjálmur. Flokka
veldið framleiðir þingmenn við
sitt hæfi, og fátt er meira eit-
nr í þess beinum en einstak-
lingshyggja. Annar maður list-
ans, SVERRnt HERMANNS-
SON, ber þessi einkenni í enn
rikara mæli en Jónas, snaggara
legnr og duglegur innan síns
ramma, en allt eftir flokks-
snúru. Hjá Jónasi eiTnir þó dá-
lítið eftir af norðlenzkri fer-
skeytljimenningu, en heimur
Sveirris er hið gljáfægða skrif-
stofuborð. Og þvi ekki það?
Þetta em menn, framtíðarinnar,
mennirnir í „brave new World,“
allt í lagi með þá — en bara
böm síns tíma. Þriðji maður-
inn, PÉTUR BLÖNDAL, er úr'
leifum gamla Seyðisfjarðar-
aristókratísins, en reyndar á
hinn frjósami Blöndalsaðall
greinar um allt land. Blöndal-
arnir bera margir hverjir enn
sterk ættareinkenni, góðar gáf-
ur, hagleik og tilhneigingar til
sportsmennsku, stundum einnig
til skáldskapar, ásta og víns,
Blöndalsættin er ekki litlaus,
svo sannarlega, ekki.
Listi
llþýðubandalagsins
Sá kvittur kom upp í vetur,
að LUÐVlK JÓSEPSSON ætl-
aði að hverfa úr Austurlands-
kjördæmi, en fara í staðinn
fram í Reykjaneskjördæmi.
Ekki reyndist sú saga á rökum
reist, enda er það svo, að senni-
lega mundi enginn Alþýðubanda
Iagsmaður fá jafn mikið fylgi
á Austurlandi og Lúðvík. Bjarni
Þórðarson, bæjarstjóri í Nes-
kaupstað, er ef til vill eins vin-
sæll, en hann er ekki jafnvel
þekktur um allt héraðið, og
brestur einnig baráttuhörku
Lúðvíks og veraldarvana fram
göngu. Lúðvik er þaulvanur
taflmaður í refskák stjómmál-
anna, það eru ekki mörg göng
í því völundarhúsi, sem hann
ekki þekkir út og inn. Hann
hefur mörgu kynnzt á sinni lífs
leið. Hann hefur hafizt úr fá-
tækt til ráðherradóms og ann-
arra metorða. Og þó að Lúðvik
geti verið harður í stjórnmála-
K AK ALI
Framhald af 3. síðu.
kynslóðinni, sem síðar dettur
út vegna aðhalds- og agaleys
is. Hveraig fonráðamenn í-
þróttamálanna hafa getað ár
eftir ár, áratug eftir áratug,
hocft upp á þetta algjöra
framfaraleysi skal látið ó-
sagt. Máske er það vegna
f þess, að þeir eru allir upp-
gjafa knattspymumenn frá
Steina Mosa, Tjalla og loft-
sparkatimabilinu — og þá
trúði fákæn þjóð, að þetta
væm knattspymumenn —
enda var hún þá í nær al-
gerri einangrun — og aðeins
kaupmenn sigldir.
baráttu, er hann í rauninni ekki
mjög pólitískur maður. Eg
hygg, að Lúðvík hafi aldrei
haft neitt mikinn áhuga á al-
þjóðamálum, ólíkt því, sem er
um marga flokksbræður hans,
sem alltaf era með hugann ein-
hvers staðár langt úti í líéimi.
Hugur Lúðvíks er alitaf heima
á Islandi, eða að minnsta kosti
á Islandsmiðum. Hann er þaul-
kunnugur öllu, sem að íslenzk-
um sjávarútvegi lýtur. Og
kannske er það tilviljun, að
Lúðvik varð stjórnmálamaður,
en ekki stórútgerðarmaður eða
forstjóri einhvers atvinnufyrir-
tækis. Þar hefði hann eflaust
staðið sig vel. í Lúðvík er ým-
islegt af eðli hins ópólitíska
teknókrats, en aðstæðurnar
hafa leitt hann út á pólitískar
brautir. Ef hann hefði fæðzt
-tíu ámm síðar en hann gerði,
hefði ferill hans ef til vill orðið
allur annar. En eflaust mundi
öll þjóðin í dag þekkja Lúðvik
Jósepsson engu að síður.
HELGI SELJAN, annar mað
nr listans er arfur frá gamla
Þjóðvarnarflokknum. Hann er
víst skikkanlegt skinn, sem
flýtur eins og lítil julla I kjöl-
far flaggskipsins Lúðvíks. I
þriðja sætinu er HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON náttúrafræð-
ingur, er af alþekktri presta-
ætt, sem komið hefur við sögur
hér á landi í meira en öld, eink-
um á landinu austanverðu. Gutt
ormsættin er mikilhæf um
marga hluti, þar hafa verið í
flokki margir hefðarklerkar og
skörungar, sumir héraðshöfð-
ingjar. Sumir þeirra hafa ver-
ið nafnkunnir Iærdómsmenn og
fræðarar. Fjöragt ástalíf hefur
einkennt suTna menn ög konur
af Guttormsætt, en allt er það
með stil og hefðarblæ, svo sem
um foma baróna og hallar-
greifa. Sumar hinna yngri
greina Guttormsættar hafa
hneigzt til kommúnisma, en eins
og vænta má, er það hinn typ-
iski intellektúelli yfirstéttar-
kommúnismi. Því að enn, í dag
er höfðingsbragur á Guttorms-
fólki, hver svo sem þjóðfélags-
stétt þess og stjómmálaskoðan-
ir era í dag. Bláa blóðið hverfur
ekki, þó að menn verði komm-
únistar, svo sem sést á Gutt-
ormsætt. En plebejínn verður
heldur ekki aristókrat, þó að
hann flaggi með tugmilljónum.
Rjómi er rjómi, og dreggjar eru
dreggjar.
AJAX.
V
GRIPA-
TRYGGINGAR
VÉR HÖFUMÍ NOKKURÁRTEKIÐ
AÐ OSS TRYGGINGAR Á REIÐ-
HESTUM OG HAFA MARGIR
HESTAEIGENDUR KUNNAÐ AÐ
META ÞÁ MÓNUSTU.
NO HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AD
TRYGGINGIN NÁI FRAMVEGIS
TIL HESTA, HRÚTA.HUNDA OG
KYNBÓTANAUTA.
TRYGGINGIN GREIÐIR BÆTUR
FYRIR HINN TRYGGÐA GRIP
VEGNA DAUÐA,SEM ORSAKAST
AF SLYSI (þ. m. t. eldsvoða)
VEIKINDUM EÐA SJÚKDÓMUM.
ViS ókvörSun tryggingarupphæSar skal miðaöWiö raunverulegt verSmæti. ISgjöld,
aldurstakmörk og hómarksupphæSir eru sem hér segir:
HESTAR
Aldur Hámarkslr. upph.
6 mánafia— 2 vefra Kr. 3.000.00
3 vetra <— 4 — 7.000.00
5 — — 14 1 — 25.000.00
— 15 — 14.000.00
— 16 — 8.000.00
— J7 — 5.000.00
— 18 — 3.000.00
Ekki eru fryggðir hesiar yagri en 6 mánaða eða eldri
en 18 vefra’. Skráin um hámarkshyggingarupphaeS gildir
ekki fyrir kynbófahross. Þó skulu þau aldrei Jryggð
hærra en á kr. 30.000.00.
IÐGJÖLD:
Hesfar í umsjá eiganda ler. 25.00 miSaS viS kr. 1.000.00
Útleiguhestar kr. 37.50 miSaS viS kr. 1.000.00
HRÚTAR
HUNDAR
KYNBÓTANAUT
Aldur: 6 mánaða — 8 vefra Hámarkstr. uppEr Kr. 5.000.00
Ársiðgjald kr. 50.00 miðaS viS kr. 1.000.00
Aldur: 6 mánaSa — 9 vefra Hámarksfr. upph. Kr. 10.000.00
Ársiðgjald kr. 50.00 miðaS viS kr. 1.000.00
Aldur : 6 mánaSa — 8 vetra Hámarkslr. upph: Kr. 20.000.00
ÁrsiSgjald kr. 50.00 míSaS viS kr. 1.000.00
LeitiS nánari upplýsinga um GRlPATRYGGINGAR.hý*
næsta kaupfélagi eða Aðalskrifstofunni.
S A M \ I > rs l I I lÁ Xi G I.NG AR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500
m
Orðsending
frá Kassagerð Reykjavíkur
Fyrirtækið verður lokað vegna sumarleyfa frá og jneð 13. júli
til 7. ágúst n.k.
Pantanir, sem eiga að afgreiðast fyrir sumarleyfi verða að hafa
borizt verksaniðjunni eigi síðar en 20. mai n.k.
KASSAGJEMÖ REYKJAVlKUR h.f.
Kleppsvegi 33 — Súrii 38383.
t